Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikill sjáanlegur munur er á olíunni eftir áburðarskömmtum eins og sést. Þannig gaf það fræ sem mestan áburðarskammt fékk hreinustu olíuna (t.h.).
Mikill sjáanlegur munur er á olíunni eftir áburðarskömmtum eins og sést. Þannig gaf það fræ sem mestan áburðarskammt fékk hreinustu olíuna (t.h.).
Mynd / Aðsendar
Fréttir 2. mars 2022

Hægt að vinna matarolíu úr íslenskri vetrarnepju

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Niðurstöður rannsóknar á rækt­un olíujurta, sem Land­bún­­aðar- háskóli Íslands fram­kvæmdi í fyrra, sýna fram á talsverða möguleika á ræktun vetrarnepju hér á landi. Hægt er að auka öryggi ræktunar- og uppskerumagns með ríflegum áburðarskammti að hausti. Sunna Skeggjadóttir, umsjónarmaður rannsóknarverkefnisins, vann matarolíu úr fræjunum sem hún segir hafa hnetukeim.

Sunna Skeggjadóttir á repjuakri.

Vetrarafbrigði af olíunepju (Brassica rapa L. var. olifeira DC) hafa hingað til sýnt lélega vetrarlifun í ökrum bænda. Nepja er ræktuð til olíuframleiðslu með möguleika sem matarolía og lífdísil, einnig er hratið verðmætur próteingjafi fyrir skepnur. Meginmarkmið

rannsóknarinnar var að þróa aðferð til að auka öryggi og uppskerumagn við ræktun vetrarnepju. En vetrarnepju er sáð síðsumars, látin yfirvetrast og uppskorin um haustið rúmu ári eftir sáningu.

„Uppskera tilraunarinnar í haust gekk vel og það var áberandi hvað þroski plantnanna hafði áhrif á hversu vel gekk. Hingað til hefur verið einblínt á voráburðinn í ræktun en helstu niðurstöður okkar sýna að áburður á sáðári skiptir miklu máli hvað varðar vetrarlifun við íslenskar aðstæður, vaxtarferli, þroska og uppskeru vetrarnepjunnar.

Tilraunareitir sem fengu lægstu áburðarskammta að hausti voru ekki tilbúnir við uppskeru. Eftir því sem áburðarskammtur á sáðári var stærri því fyrr var plantan að þroskast sem þar af leiðandi eykur líkur á fullnægjandi uppskeru og öryggi í ræktun,“ segir Sunna, en uppskeruniðurstöður sýndu að reitir sem fengu hæstan áburðarskammt að hausti (90kgN/ha) gáfu að meðaltali 2,6 tonn þurrefnis á hektara á meðan þeir reitir sem fengu lægsta áburðarskammt (30kgN/ha) gáfu 1,5 tonn þurrefnis á hektara að meðaltali.

Myndin sýnir þroska plantna eftir áburðarskömmtum.

Svo virtist sem plöntur sem fengu stóran áburðarskammt á sáðári hafi verið betur búnar undir umhleypingasaman vetur sem einkenndi Hvanneyri 2020-21.

Sunna segir einnig að samkvæmt niðurstöðum þeirra er ráðlagður sáðskammtur, skv. erlendum rannsóknum, ekki endilega sá æskilegasti hér á landi. Þannig hafi verið lítill munur á uppskeru þeirra reita sem fengu 4 kg af fræi á hektara og þeirra sem fengu 16 kg/ha.

Sunna hefur verið að gera tilraunir með matarolíuvinnslu úr uppskeru tilraunarinnar. „Ég er með olíupressu, set fræin ofan í trekt og olían lekur út einum megin og hratið í hina áttina. Olían er bragðgóð og minnir á hnetuolíu. Það má nota olíuna beint en einnig til steikingar,“ segir Sunna en reiknað hlutfall olíufræsins er um 33% olía á móti 67% hrati. Sunna hefur nú malað hratið sem eftir liggur og er að greina næringuna í því. „Hratið gæti orðið mögulegur próteinríkur orkugjafi fyrir skepnur sem þykir það afar lystugt.“

Nýsköpunarsjóður námsmanna og Orkurannsóknasjóður Lands­virkjunar styrktu verkefnið árið 2021 en Landbúnaðarháskólinn hyggur á áframhaldandi rannsóknir á ræktun olíujurta með styrk frá Matvælasjóði og hefur nú þegar lagt út frekari tilraunir á Hvanneyri og fleiri tilraunir eru fyrirhugaðar á þessu ári.

Afurðir fræsins (í miðjunni) eru olía (t.v.) og hrat (t.h.) en reiknað hlutfall er um 33% olía á móti 67% af hrati.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...