Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðstandendur Hæls frá Hæl I tóku við viðurkenningu. Hæll hlaut nafnbótina Besta naut fætt 2014.
Aðstandendur Hæls frá Hæl I tóku við viðurkenningu. Hæll hlaut nafnbótina Besta naut fætt 2014.
Mynd / GHP
Fréttir 11. mars 2022

Greiðslumark og kynbætur ræddar meðal nautgripabænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls skilaði deildabúgreinafundur nautgripabænda 46 málum til Búnaðarþings á sérstöku bú­greinaþingi sem fram fór á Hótel Natura í Reykjavík dagana 3.–4. mars. Herdís Magna Gunnars­dóttir var endurkjörin formaður deildar­innar sem ber nú nafnið Nautgripa­bændur BÍ.

Fundur deildar kúabænda fór fram bæði fimmtudag og föstudag Búgreinaþingsins á Hótel Natura en um 40 bændur tóku þátt. Á þinginu voru samþykktar starfsreglur/samþykktir fyrir deildina sem ber nú nafnið Nautgripabændur BÍ, skammstafað NautBÍ. Samþykktirnar munu birtast á vefsvæði deildarinnar, www.bondi.is/naut.

63 tillögur frá stjórn og félagsmönnum

Auk almennra fundarstarfa fór fundurinn yfir stefnumörkun BÍ ásamt því að að taka til umfjöllunar 63 tillögur frá stjórn og félagsmönnum. Alls skiluðu 46 mál sér úr nefndum og voru þau lögð fyrir þingið. Umræður sköpuðust meðal annars um jöfnun sæðingarkostnaðar, stöðu á nautakjötsmarkaðinum, kynbætur íslenska kúakynsins, endurskoðun búvörusamninga og greiðslumark mjólkur.

Herdís Magna Gunnarsdóttir kjörin formaður NautBÍ
Herdís Magna Gunnarsdóttir var kjörin formaður deildar kúabænda hjá BÍ.

Herdís Magna Gunnarsdóttir á Egilsstöðum var kjörin formaður deildarinnar næstu tvö árin. Hún hefur verið formaður hjá kúabændum síðan árið 2020 og setið í stjórn frá 2017. Endurkjörin í stjórn voru þau Bessi Freyr Vésteinsson á Hofsstaðaseli, Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu, Sigurbjörg Ottesen á Hjarðarfelli og Vala Sigurðardóttir á Dagverðareyri.

Þingið samþykkti að fjölga varamönnum í stjórn upp í þrjá einstaklinga. Varamenn stjórnar eru í réttri röð þær Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka, Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Lyngbrekku og Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk.

Gísli Hauksson og Jónína Einarsdóttir, ábúendur Stóru-Reykja í Flóa, hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarbú nautgripabænda BÍ 2022.
Verðlaun fyrir bestu nautin

Guðmundur Jóhannesson, ráðu­naut­ur hjá Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins, veitti eigendum tveggja nauta verðlaun. Nafnbótina „Besta naut fætt árið 2014“ hlaut Hæll 14008 frá Hæl 1 í Eystrihreppi. Ræktendur Hæls eru Bolette Höeg Koch og Sigurður Steinþórsson. Nafnbótina „Besta naut fætt árið 2015“ hlaut Tanni 15065 frá Tannstaðabakka í Hrútafirði. Ræktendur Tanna eru Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson.

Deildin veitti Sigurði Loftssyni, Arnari Árnasyni og Margréti Gísladóttur heiðursviðurkenningar fyrir óeigingjarnt starf í þágu nautgriparæktar. Sigurður sat sem formaður Landssambands kúabænda árin 2009-2016 og sem formaður Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands (NautÍs) frá upphafi til ársins 2021. Arnar sat sem formaður Landssambands kúabænda árin 2016-2020. Margrét sat sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda (LK) og síðar sem ­­sérfræðingur innan BÍ, 2016-2022.

Gísli Hauksson og Jónína Einarsdóttir á Stóru-Reykjum í Flóa hlutu viðurkenninguna Fyrir- myndarbú nautgripabænda BÍ 2022. „Á Stóru-Reykjum er snyrtimennska og umgengni bæði innan- og utandyra til algjörrar fyrirmyndar. Búið er virkt í ræktunar- og félagsstarfi og árangur með því albesta.

Orðstír búsins er flekklaus í hvívetna,“ segir í umsögn um búið.

Guðrún Eik Skúladóttir tók við verðlaunum fyrir naut í sinni eigu, Tanna frá Tannstaðabakka í Hrútafirði.

Nautgripabændur BÍ eiga 21 fulltrúa á Búnaðarþingi.

Formaður og stjórn deildar eru sjálfkjörnir fulltrúar deildarinnar en kjósa þurfti 16 Búnaðarþingsfulltrúa auk varamanna.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...