Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna dráttarvél um miðjan júní 2020. Kynningin fór fram á vegum kínversku uppfinninga­miðstöðvarinnar CHIAIC (National Institude of Agro-machinery Innovation and creation - CHIAIC) í Luoyang í Henan héraði.

Vélin heitir ET504 og notast við 5G fjarskiptabúnað fyrir stjórntækin. Vélin getur unnið sjálfstætt eins og vélmenni, en einnig er hægt

að fjarstýra henni.

Þróun dráttarvélarinnar fór fram hjá CHIAIC og hjá iðnfyrirtækinu R&D sem er hluti af Tianjing rannsóknar­stofnuninni í hátækni við Tsinghua háskóla.

Dráttarvélin er búin rafmótor sem staðsettur er í miðju vélarinnar og síðan eru í henni sjálfstæðir mótorar fyrir lyftibúnað og stýri. Vetnis-efnarafall sér um að framleiða raforku fyrir mótorana í allri venjulegri vinnu, en ef þörf er á aukaafli kemur það frá Lithium rafhlöðum sem í dráttarvélinni eru.

Með aðstoð 5G fjarskiptabúnaðar­ins getur ET504 dráttarvélin fylgst með í rauntíma öllum stýr­ingum vélarinnar og metið allar umhverfisaðstæður á vinnusvæði. Þannig á vélin að vera mjög örugg í vinnu.

Zhao Chunjiang, vísindamaður hjá kínversku verkfræðiakademíunni og yfirmaður CHIAIC, segir að þróun hátækni og skynvæddra véla sé mjög mikilvæg fyrir frekari þróun sjálfvirkni í landbúnaði.

ET504 er vetnisknúin dráttarvél með gervigreind sem les umhverfi sitt og heldur utan um allan stjórnbúnað.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...