ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna dráttarvél um miðjan júní 2020. Kynningin fór fram á vegum kínversku uppfinninga­miðstöðvarinnar CHIAIC (National Institude of Agro-machinery Innovation and creation - CHIAIC) í Luoyang í Henan héraði.

Vélin heitir ET504 og notast við 5G fjarskiptabúnað fyrir stjórntækin. Vélin getur unnið sjálfstætt eins og vélmenni, en einnig er hægt

að fjarstýra henni.

Þróun dráttarvélarinnar fór fram hjá CHIAIC og hjá iðnfyrirtækinu R&D sem er hluti af Tianjing rannsóknar­stofnuninni í hátækni við Tsinghua háskóla.

Dráttarvélin er búin rafmótor sem staðsettur er í miðju vélarinnar og síðan eru í henni sjálfstæðir mótorar fyrir lyftibúnað og stýri. Vetnis-efnarafall sér um að framleiða raforku fyrir mótorana í allri venjulegri vinnu, en ef þörf er á aukaafli kemur það frá Lithium rafhlöðum sem í dráttarvélinni eru.

Með aðstoð 5G fjarskiptabúnaðar­ins getur ET504 dráttarvélin fylgst með í rauntíma öllum stýr­ingum vélarinnar og metið allar umhverfisaðstæður á vinnusvæði. Þannig á vélin að vera mjög örugg í vinnu.

Zhao Chunjiang, vísindamaður hjá kínversku verkfræðiakademíunni og yfirmaður CHIAIC, segir að þróun hátækni og skynvæddra véla sé mjög mikilvæg fyrir frekari þróun sjálfvirkni í landbúnaði.

ET504 er vetnisknúin dráttarvél með gervigreind sem les umhverfi sitt og heldur utan um allan stjórnbúnað.

Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi
Fréttir 5. mars 2021

Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi

Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakana á Norðurlöndunum og fyrrv...

MS ehf. gert að greiða samtals 480.000.000 krónur vegna brota gegn samkeppnislögum
Fréttir 5. mars 2021

MS ehf. gert að greiða samtals 480.000.000 krónur vegna brota gegn samkeppnislögum

MS ehf. talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams ko...

Viðbrögð MS við niðurstöðu Hæstaréttar
Fréttir 5. mars 2021

Viðbrögð MS við niðurstöðu Hæstaréttar

Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 26/2020 er leiddur til lykta ágreiningur um túlk...

Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB
Fréttir 4. mars 2021

Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB

Frá árinu 2012 til 2019 var 46% aukning í landsvæði í löndum Evrópusambandsins s...

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins
Fréttir 4. mars 2021

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) býður bændum til veffundar fimmtudaginn 4. mars...

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni
Fréttir 4. mars 2021

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni

Síðasta sumar var undirritað samkomulag á milli Landsvirkjunar, Sambands sunnlen...

Góður árangur og bæting í ræktunarstarfinu á milli ára
Fréttir 3. mars 2021

Góður árangur og bæting í ræktunarstarfinu á milli ára

Ár hvert halda búgreinafélög í Austur-Húnavatnssýslu sam­eigin­lega árshátíð fyr...

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi
Fréttir 3. mars 2021

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, er mjög ósáttur við frumvarp umhve...