Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna dráttarvél um miðjan júní 2020. Kynningin fór fram á vegum kínversku uppfinninga­miðstöðvarinnar CHIAIC (National Institude of Agro-machinery Innovation and creation - CHIAIC) í Luoyang í Henan héraði.

Vélin heitir ET504 og notast við 5G fjarskiptabúnað fyrir stjórntækin. Vélin getur unnið sjálfstætt eins og vélmenni, en einnig er hægt

að fjarstýra henni.

Þróun dráttarvélarinnar fór fram hjá CHIAIC og hjá iðnfyrirtækinu R&D sem er hluti af Tianjing rannsóknar­stofnuninni í hátækni við Tsinghua háskóla.

Dráttarvélin er búin rafmótor sem staðsettur er í miðju vélarinnar og síðan eru í henni sjálfstæðir mótorar fyrir lyftibúnað og stýri. Vetnis-efnarafall sér um að framleiða raforku fyrir mótorana í allri venjulegri vinnu, en ef þörf er á aukaafli kemur það frá Lithium rafhlöðum sem í dráttarvélinni eru.

Með aðstoð 5G fjarskiptabúnaðar­ins getur ET504 dráttarvélin fylgst með í rauntíma öllum stýr­ingum vélarinnar og metið allar umhverfisaðstæður á vinnusvæði. Þannig á vélin að vera mjög örugg í vinnu.

Zhao Chunjiang, vísindamaður hjá kínversku verkfræðiakademíunni og yfirmaður CHIAIC, segir að þróun hátækni og skynvæddra véla sé mjög mikilvæg fyrir frekari þróun sjálfvirkni í landbúnaði.

ET504 er vetnisknúin dráttarvél með gervigreind sem les umhverfi sitt og heldur utan um allan stjórnbúnað.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...