Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna dráttarvél um miðjan júní 2020. Kynningin fór fram á vegum kínversku uppfinninga­miðstöðvarinnar CHIAIC (National Institude of Agro-machinery Innovation and creation - CHIAIC) í Luoyang í Henan héraði.

Vélin heitir ET504 og notast við 5G fjarskiptabúnað fyrir stjórntækin. Vélin getur unnið sjálfstætt eins og vélmenni, en einnig er hægt

að fjarstýra henni.

Þróun dráttarvélarinnar fór fram hjá CHIAIC og hjá iðnfyrirtækinu R&D sem er hluti af Tianjing rannsóknar­stofnuninni í hátækni við Tsinghua háskóla.

Dráttarvélin er búin rafmótor sem staðsettur er í miðju vélarinnar og síðan eru í henni sjálfstæðir mótorar fyrir lyftibúnað og stýri. Vetnis-efnarafall sér um að framleiða raforku fyrir mótorana í allri venjulegri vinnu, en ef þörf er á aukaafli kemur það frá Lithium rafhlöðum sem í dráttarvélinni eru.

Með aðstoð 5G fjarskiptabúnaðar­ins getur ET504 dráttarvélin fylgst með í rauntíma öllum stýr­ingum vélarinnar og metið allar umhverfisaðstæður á vinnusvæði. Þannig á vélin að vera mjög örugg í vinnu.

Zhao Chunjiang, vísindamaður hjá kínversku verkfræðiakademíunni og yfirmaður CHIAIC, segir að þróun hátækni og skynvæddra véla sé mjög mikilvæg fyrir frekari þróun sjálfvirkni í landbúnaði.

ET504 er vetnisknúin dráttarvél með gervigreind sem les umhverfi sitt og heldur utan um allan stjórnbúnað.

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...