Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
ET504 er sannarlega ekkert leikfang.
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna dráttarvél um miðjan júní 2020. Kynningin fór fram á vegum kínversku uppfinninga­miðstöðvarinnar CHIAIC (National Institude of Agro-machinery Innovation and creation - CHIAIC) í Luoyang í Henan héraði.

Vélin heitir ET504 og notast við 5G fjarskiptabúnað fyrir stjórntækin. Vélin getur unnið sjálfstætt eins og vélmenni, en einnig er hægt

að fjarstýra henni.

Þróun dráttarvélarinnar fór fram hjá CHIAIC og hjá iðnfyrirtækinu R&D sem er hluti af Tianjing rannsóknar­stofnuninni í hátækni við Tsinghua háskóla.

Dráttarvélin er búin rafmótor sem staðsettur er í miðju vélarinnar og síðan eru í henni sjálfstæðir mótorar fyrir lyftibúnað og stýri. Vetnis-efnarafall sér um að framleiða raforku fyrir mótorana í allri venjulegri vinnu, en ef þörf er á aukaafli kemur það frá Lithium rafhlöðum sem í dráttarvélinni eru.

Með aðstoð 5G fjarskiptabúnaðar­ins getur ET504 dráttarvélin fylgst með í rauntíma öllum stýr­ingum vélarinnar og metið allar umhverfisaðstæður á vinnusvæði. Þannig á vélin að vera mjög örugg í vinnu.

Zhao Chunjiang, vísindamaður hjá kínversku verkfræðiakademíunni og yfirmaður CHIAIC, segir að þróun hátækni og skynvæddra véla sé mjög mikilvæg fyrir frekari þróun sjálfvirkni í landbúnaði.

ET504 er vetnisknúin dráttarvél með gervigreind sem les umhverfi sitt og heldur utan um allan stjórnbúnað.

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...