Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefnt er að því að byggja við núverandi húsnæði Pharmarctica á Grenivík næsta vor.
Stefnt er að því að byggja við núverandi húsnæði Pharmarctica á Grenivík næsta vor.
Fréttir 2. september 2021

Fyrirhugað að stækka framleiðsluhúsnæði Pharmarctica

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Unnið hefur verið að því undanfarið að auka hlutafé í félag­inu Pharmarctica á Greni­vík í Grýtubakkahreppi. Ráðist var í hlutafjáraukningu til að unnt væri að stækka framleiðslu­að­stöðu félagsins. Tveir nýir hluthafar bættust í hluthafahóp Phar­marctica við þessar breyting­ar, Kjálkanes ehf. og Fjárfestingar­félagið Fjörður ehf. Verkefninu er að ljúka um þessar mundir.

Unnið verður við að fullhanna nýja húsnæðið á komandi vetri og eru vonir bundnar við að hægt verði að hefjast handa við byggingu þess næsta vor. Stefnt er að því að húsnæðið verði um 710 fermetrar að grunnfleti og 910 fermetra gólfflötur. Pharmarctica hefur nú til umráða um 560 fermetra húsnæði. Starfsmenn eru 13 talsins. 

Aðstaða batnar til muna 

Sigurbjörn Þór  Jakobsson fram­kvæmdastjóri segir að viðbótar­húsnæðið verði gríðarleg bót á aðstöðu félagsins. Ekki sé nokkur vafi á því að Pharmarctica muni halda áfram að eflast bæði sem lyfja- og snyrtivöruframleiðandi og verði góður kostur fyrir vörumerkjaeigendur þegar litið sé til umhverfis- og gæðamála. Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu á snyrtivörum, fæðu­bótarefnum, hár- og líkams­sáp­um, smyrslum, mixtúrum og sótthreinsandi lausnum, en fram­leiðslan er í verktakavinnu bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Pharmarctica, sem var stofnað árið 2002, hefur byggt upp mikla þekkingu á sínu sviði og er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á heildarþjónustu í þessum geira.  Fyrirtækið býr yfir mannauði og tækjabúnaði sem gerir því kleift að þjónusta mjög breitt svið fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Pharmarctica er vottað GMP (e. good manufacturing practice) og hefur einnig leyfi til framleiðslu á lífrænum snyrtivörum.

Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctica.

Skylt efni: Pharmarctica | Greni­vík

Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...