Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur kynnt áform um byggingu nýrra sjóbaða á Hólanesi. Sú uppbygging er liður í því að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur kynnt áform um byggingu nýrra sjóbaða á Hólanesi. Sú uppbygging er liður í því að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.
Fréttir 26. apríl 2021

Fyrirhugað að reisa sjóböð á Hólanesi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Hólanessvæðisins, en gert er ráð fyrir að á reit þar verði byggðar baðlaugar. Tilgangur þeirra er að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á Skagaströnd.

Markmið með breytingu á deili­skipulagi Hólaness er m.a. að skapa forsendur fyrir frekari uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins þar sem áhersla er á að þétta byggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæðinu og er tillagan háð umhverfismati.

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur kynnt áform um byggingu nýrra sjóbaða á Hólanesi en hugmyndin byggir á því að þróa núverandi bæjarkjarna áfram og mynda sterka miðju fyrir menningu og verslun. Staðsetning sjóbaðanna með bygg­ingum mynda opinn kjarna af byggingum í kringum grænt svæði, en þessi kjarni myndar nýjan bæjarkjarna.

Sjóböðin og þjónustubygging við þau eru staðsett í og við kantinn með laugar og potta sem eru í og við fjöruborðið þar sem stórbrotið útsýni er yfir Húnaflóann og Strandafjöllin. Hugmyndin byggir á því að opna aðgang að fjörunni og mynda þannig sterk tengsl við náttúruöflin, segir í skýrslu um sjóböðin sem aðgengileg er á vefsíðu sveitarfélagsins.


Markmið með breytingu á deiliskipulagi Hólaness er m.a. að skapa forsendur fyrir frekari uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins þar sem áhersla er á að þétta byggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæðinu.

Hefur gríðarlega jákvæð áhrif

„Uppbygging ferðaþjónustu hefur gríðarlega jákvæð áhrif fyrir Skagaströnd og Norðurland vestra eins og það leggur sig,“ segir Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri á Skagaströnd. „Verkefnið snýst um að búa til nýja framtíðarsýn fyrir Skagstrendinga og skapa forsendur fyrir viðamikilli uppbyggingu í ferðaþjónustu. Það er m.a. grunnur að því að hægt sé að veita víðtæka þjónustu í sveitarfélaginu allt árið um kring, m.a. með tilliti til veitingaþjónustu og annarrar afþreyingar. Við horfum því á verkefnið þeim augum að það sé uppbyggingarverkefni sem treystir byggðarfestu á Skagaströnd með því að stuðla að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum fyrir íbúa.“

Innblástur í gömlu pakkhúsin

Byggingin við sjóböðin á Hólanesi er hönnuð með innblástur í gömlu pakkhúsin, einfalt form með miðjustilltum mæni sem aðlagast nágrenni sínu vel. Áhersla er lögð á einfaldar lausnir og hrátt yfirbragð, en byggingin opnar sig að aðkomunni og myndar op í gegnum bygginguna og rammar þannig inn stórbrotið útsýni.

Í aðalrými byggingarinnar verður móttaka, setsvæði, salerni og verslun með léttar veitingar, en þar inn af eru búningsklefar. Möguleiki verður á að stækka bygginguna til norðurs, t.d. með útiklefum.

Kosta um hálfan milljarð

Áætlað er að heildarfjárfesting við þetta verkefni geti numið um hálfum milljarði króna. Búið er að tryggja fjármögnun verksins að hluta en áfram verður unnið í þeim þætti næstu mánuði. Verktími er áætlaður um tvö ár og er stefnt að því að hönnunar- og skipulagsvinnu verði lokið á árinu 2021 og miðað við óbreyttar forsendur hefjist framkvæmdir á næsta ári.


Sjóböðin og þjónustubygging við þau eru staðsett við kantinn með laugar og potta sem eru í og við fjöruborðið þar sem stórbrotið útsýni er yfir Húnaflóann og Strandafjöllin.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...