Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. nóvember 2020

Fyrirhugað að hefja ræktun á jarðarberjum og kryddjurtum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undirbúningsvinna stendur yfir og við hlökkum til að byrja, segir Hálfdán Óskarsson, samlagsstjóri hjá Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík, en þar á bæ stendur til að hefja ræktun á jarðarberjum til að nota í framleiðsluvörur fyrirtækisins. Sömuleiðis ætlar Arna að framleiða eigin kryddjurtir.

Arna á rúmgott húsnæði í Bolungarvík, um 7.000 fermetra að stærð, og nýtir um helming þess undir mjólkurvinnsluna. 

„Við eru hér með heilmikið af ónýttu húsnæði sem við viljum auðvitað nýta sem best og þá fyrir okkar starfsemi, segir Hálfdán. Markmið fyrirtækisins er að nýta sem mest hráefni af heimaslóðum og reynt er að flytja sem minnst um langan veg með tilheyrandi kolefnisspori. 

„Þessi hugmynd kom fram, að prófa að rækta hér jarðarber og við ætlum að hrinda henni í framkvæmd,“ segir Hálfdán.

Um verður að ræða inniræktun þar sem notuð verður ledlýsing til að spara orku og hita- og rakastigi innandyra haldið jöfnu allan ársins hring. 

„Þessi aðferð er til og hún hefur verið notuð t.d. í Rússlandi að því er við vitum en núna erum við á fullu við að afla okkur þekkingar og kynna okkur aðferðir svo að vel takist til. Við rennum auðvitað svolítið blint í sjóinn en höfum trú á því að þetta gangi. Til að byrja með stefnum við á að framleiða nokkur tonn af jarðarberjum og nýta í árstíðabundnar framleiðsluvörur okkar, en það gerum við þegar með rabarbara og aðalbláber sem við fáum af heimaslóðum á sumrin og haustin, segir Hálfdán Óskarsson.

Auk jarðarberjanna verða einnig framleiddar kryddjurtir í húsnæðinu sem notaðar verða í ostaframleiðslu fyrirtækisins. 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...