Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. nóvember 2020

Fyrirhugað að hefja ræktun á jarðarberjum og kryddjurtum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undirbúningsvinna stendur yfir og við hlökkum til að byrja, segir Hálfdán Óskarsson, samlagsstjóri hjá Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík, en þar á bæ stendur til að hefja ræktun á jarðarberjum til að nota í framleiðsluvörur fyrirtækisins. Sömuleiðis ætlar Arna að framleiða eigin kryddjurtir.

Arna á rúmgott húsnæði í Bolungarvík, um 7.000 fermetra að stærð, og nýtir um helming þess undir mjólkurvinnsluna. 

„Við eru hér með heilmikið af ónýttu húsnæði sem við viljum auðvitað nýta sem best og þá fyrir okkar starfsemi, segir Hálfdán. Markmið fyrirtækisins er að nýta sem mest hráefni af heimaslóðum og reynt er að flytja sem minnst um langan veg með tilheyrandi kolefnisspori. 

„Þessi hugmynd kom fram, að prófa að rækta hér jarðarber og við ætlum að hrinda henni í framkvæmd,“ segir Hálfdán.

Um verður að ræða inniræktun þar sem notuð verður ledlýsing til að spara orku og hita- og rakastigi innandyra haldið jöfnu allan ársins hring. 

„Þessi aðferð er til og hún hefur verið notuð t.d. í Rússlandi að því er við vitum en núna erum við á fullu við að afla okkur þekkingar og kynna okkur aðferðir svo að vel takist til. Við rennum auðvitað svolítið blint í sjóinn en höfum trú á því að þetta gangi. Til að byrja með stefnum við á að framleiða nokkur tonn af jarðarberjum og nýta í árstíðabundnar framleiðsluvörur okkar, en það gerum við þegar með rabarbara og aðalbláber sem við fáum af heimaslóðum á sumrin og haustin, segir Hálfdán Óskarsson.

Auk jarðarberjanna verða einnig framleiddar kryddjurtir í húsnæðinu sem notaðar verða í ostaframleiðslu fyrirtækisins. 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.