Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. nóvember 2020

Fyrirhugað að hefja ræktun á jarðarberjum og kryddjurtum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undirbúningsvinna stendur yfir og við hlökkum til að byrja, segir Hálfdán Óskarsson, samlagsstjóri hjá Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík, en þar á bæ stendur til að hefja ræktun á jarðarberjum til að nota í framleiðsluvörur fyrirtækisins. Sömuleiðis ætlar Arna að framleiða eigin kryddjurtir.

Arna á rúmgott húsnæði í Bolungarvík, um 7.000 fermetra að stærð, og nýtir um helming þess undir mjólkurvinnsluna. 

„Við eru hér með heilmikið af ónýttu húsnæði sem við viljum auðvitað nýta sem best og þá fyrir okkar starfsemi, segir Hálfdán. Markmið fyrirtækisins er að nýta sem mest hráefni af heimaslóðum og reynt er að flytja sem minnst um langan veg með tilheyrandi kolefnisspori. 

„Þessi hugmynd kom fram, að prófa að rækta hér jarðarber og við ætlum að hrinda henni í framkvæmd,“ segir Hálfdán.

Um verður að ræða inniræktun þar sem notuð verður ledlýsing til að spara orku og hita- og rakastigi innandyra haldið jöfnu allan ársins hring. 

„Þessi aðferð er til og hún hefur verið notuð t.d. í Rússlandi að því er við vitum en núna erum við á fullu við að afla okkur þekkingar og kynna okkur aðferðir svo að vel takist til. Við rennum auðvitað svolítið blint í sjóinn en höfum trú á því að þetta gangi. Til að byrja með stefnum við á að framleiða nokkur tonn af jarðarberjum og nýta í árstíðabundnar framleiðsluvörur okkar, en það gerum við þegar með rabarbara og aðalbláber sem við fáum af heimaslóðum á sumrin og haustin, segir Hálfdán Óskarsson.

Auk jarðarberjanna verða einnig framleiddar kryddjurtir í húsnæðinu sem notaðar verða í ostaframleiðslu fyrirtækisins. 

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Heilgrilluð nautalund
30. apríl 2021

Heilgrilluð nautalund

Slök frammistaða
16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Notalegt hálsskjól
18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund