Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. nóvember 2020

Fyrirhugað að hefja ræktun á jarðarberjum og kryddjurtum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undirbúningsvinna stendur yfir og við hlökkum til að byrja, segir Hálfdán Óskarsson, samlagsstjóri hjá Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík, en þar á bæ stendur til að hefja ræktun á jarðarberjum til að nota í framleiðsluvörur fyrirtækisins. Sömuleiðis ætlar Arna að framleiða eigin kryddjurtir.

Arna á rúmgott húsnæði í Bolungarvík, um 7.000 fermetra að stærð, og nýtir um helming þess undir mjólkurvinnsluna. 

„Við eru hér með heilmikið af ónýttu húsnæði sem við viljum auðvitað nýta sem best og þá fyrir okkar starfsemi, segir Hálfdán. Markmið fyrirtækisins er að nýta sem mest hráefni af heimaslóðum og reynt er að flytja sem minnst um langan veg með tilheyrandi kolefnisspori. 

„Þessi hugmynd kom fram, að prófa að rækta hér jarðarber og við ætlum að hrinda henni í framkvæmd,“ segir Hálfdán.

Um verður að ræða inniræktun þar sem notuð verður ledlýsing til að spara orku og hita- og rakastigi innandyra haldið jöfnu allan ársins hring. 

„Þessi aðferð er til og hún hefur verið notuð t.d. í Rússlandi að því er við vitum en núna erum við á fullu við að afla okkur þekkingar og kynna okkur aðferðir svo að vel takist til. Við rennum auðvitað svolítið blint í sjóinn en höfum trú á því að þetta gangi. Til að byrja með stefnum við á að framleiða nokkur tonn af jarðarberjum og nýta í árstíðabundnar framleiðsluvörur okkar, en það gerum við þegar með rabarbara og aðalbláber sem við fáum af heimaslóðum á sumrin og haustin, segir Hálfdán Óskarsson.

Auk jarðarberjanna verða einnig framleiddar kryddjurtir í húsnæðinu sem notaðar verða í ostaframleiðslu fyrirtækisins. 

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.