Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyrirtækisins Stefnis, meirihlutaeign í mjólkurvinnslunni Örnu ehf. í Bolungarvík.
Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyrirtækisins Stefnis, meirihlutaeign í mjólkurvinnslunni Örnu ehf. í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafraskyri undir vöruheitinu Vera Örnudóttir. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir mikla eftirspurn eftir hafravörum skapa gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt.
Ábúendur á kúabúinu í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjaheppi hafa opnað mjólkurvinnslu á bænum. Þar munu þeir selja ófitusprengda kúamjólk beint frá býli á sjálfsafgreiðslustöð við kúabúið og í sjálfsafgreiðslustöðvum í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig verða í boði ýmsar mjólkurvörur eins og bökuð Hreppajógúrt.
„Undirbúningsvinna stendur yfir og við hlökkum til að byrja,“ segir Hálfdán Óskarsson, samlagsstjóri hjá Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík, en þar á bæ stendur til að hefja ræktun á jarðarberjum til að nota í framleiðsluvörur fyrirtækisins. Sömuleiðis ætlar Arna að framleiða eigin kryddjurtir.
Í 6. tbl. Mjólkurpóstsins, fréttabréfs Auðhumlu, KS og MS, sem út kom í desember sl., er umfjöllun um fulltrúaráðsfund Auðhumlu sem haldinn var 23. nóvember sl. Þar fara stjórnarformenn Auðhumlu og MS yfir helstu atriði á fundinum.
Fyrirtækið Biobú fagnar um þessar mundir þeim tímamótum að hafa framleitt og selt lífrænar mjólkurvörur í 15 ár. Fyrirtækið hóf sölu þann 3. júní árið 2003 og hefur vöruflokkum fjölgað jafnt og þétt síðan þá. Í upphafi var starfsemi fyrirtækisins staðsett í 100 fermetra húsnæði í Stangarhyl í Reykjavík.
Það þekkja líklega fáir hér á landi fyrirtækið Mille Foods en þetta er nýlegt fyrirtæki í afurðavinnslu mjólkur og var stofnað í Danmörku árið 2012. Fyrirtækið kaupir mjólkurduft af Arla og notar það hráefni sem grunn í mjólkurduftblöndu fyrir ungbarnamjólk sem seld er í Kína.
Eins og fram kom í fréttum um miðjan júní síðastliðinn hefur Ölgerðin keypt Kú mjólkurbú. Ætlunin er að reka mjólkurbúið áfram með svipuðu sniði og byggja á hágæða handverki.