Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Helgi Rafn Gunnarsson, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Biobús, í framleiðslusal fyrirtækisins.
Helgi Rafn Gunnarsson, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Biobús, í framleiðslusal fyrirtækisins.
Fréttir 21. júní 2018

Biobú fagnar 15 ára starfsafmæli sínu

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Fyrirtækið Biobú fagnar um þessar mundir þeim tímamótum að hafa framleitt og selt lífrænar mjólkurvörur í 15 ár. Fyrirtækið hóf sölu þann 3. júní árið 2003 og hefur vöruflokkum fjölgað jafnt og þétt síðan þá. Í upphafi  var starfsemi  fyrirtækisins  staðsett í 100 fermetra húsnæði í Stangarhyl í Reykjavík.
 
Þá var unnið úr mjólk frá Neðra Hálsi í Kjós, en þar búa stofnendur og aðaleigendur Biobús, hjónin Dóra Ruf og Kristján Oddsson. Þau hafa stundað lífræna mjólkurframleiðslu um árabil og áttu frumkvæði að því að stofna fyrirtækið með aðstoð Súsönnu Freuler og Helga Rafni Gunnarssyni sem þá voru samnemendur í Tækniskóla Íslands.  Starfsmönnum Biobús hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að vera 1–2 starfsmenn í upphafi upp í 9–10 manna vinnustaður eins og hann er í dag. Framleiðslan fer nú fram í húsakynnum fyrirtækisins við Gylfaflöt í Reykjavík og er mjólk fengin frá 2 kúabúum, Neðra-Hálsi og Búlandi í Austur-Landeyjum.
 
Aukin neysla á lífrænum vörum
 
Á þeim tíma sem Biobú hefur starfað hefur neysla lífrænna mjólkurvara aukist jafnt og þétt, eða um liðlega 30% á ári. Neytendur gera auknar kröfur um heilnæmi og uppruna þeirra matvæla sem þeir leggja sér til munns og eru meðvitaðir um þær aðferðir sem notaðar eru við framleiðsluna. 
 
„Neytendur eru farnir að horfa meira og meira til dýravelferðar þegar kemur að vali á mat. Það hefur m.a. leitt til aukins áhuga á vegan fæði sem er laust við dýraafurðir,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús.
 
Lífrænu vörur Biobús eru frábrugðnar hefðbundnum mjólkurvörum að því  leyti að þær eru unnar úr ófitusprengdri lífrænni mjólk. Þegar talað er um lífrænt er átt við að ekki er notaður tilbúinn áburður (kemískur) við ræktun og öflun fóðurs fyrir kýrnar sem gefa mjólkina né við ræktun ávaxta sem notaðir eru til framleiðslunnar. Engin eiturefni, s.s. illgresiseitur eða skordýraeitur, er notað við framleiðslu á fóðri fyrir kýrnar né ræktun ávaxta. Aðbúnaður dýra í lífrænum búskap er að jafnaði strangari og er þannig leiðandi afl um bættan aðbúnað húsdýra almennt. Við vinnslu á lífrænum matvælum er eingöngu notuð hjálparefni af lífrænum uppruna. Meginreglan er sú að vinna matvælin sem minnst og halda þeim eins náttúrulegum og kostur er.
 
Þá eru engin kemísk rotvarnarefni né litarefni notuð í framleiðslunni, heldur aðeins lífrænn hrásykur sem er um 4,8% af lífrænni jógúrt. Sykurinn kemur með ávöxtunum í  jógúrtinni og hefur þann eiginleika að vernda ávaxtamassann frá skemmdum frá því að hann er unninn þar til að hann er notaður. Slíkt ferli er sambærilegt við sultugerð. Öll framleiðslan er vottuð samkvæmt reglum Vottunarstofunnar Túns.
 
Fleiri bændur sýna lífrænni ræktun áhuga
 
Helgi segir að áhugi sé á meðal bænda, sérstaklega ungra bænda, að færa framleiðslu sína yfir í lífræna framleiðslu. Um þessar mundir sé eitt bú í aðlögunarferli sem muni auka framleiðslugetu Biobús til mikilla muna. 
 
Viðtökur meðal neytenda þegar vörur Biobús komu á markað árið 2003 voru mjög góðar að mati Helga og að vöxturinn hafi verið mikill á milli ára fyrstu ár fyrirtækisins. Með aukinni neytendavitund og fjölgun útsölustaða hafi vinsældir aukist jafnt og þétt og fest sig í sessi. Samanborið við nágrannalöndin er lífræn framleiðsla á Íslandi þó mjög lítill hluti af mjólkurframleiðslunni. 
 
Helgi segir að ýmsar ástæður séu fyrir því meðal bænda að þeir kjósi að vera í hefðbundinni mjólkurframleiðslu frekar en lífrænni. 
 
„Það hefur því miður borið talsvert  á fordómum og þöggun gagnvart  okkar framleiðslu í gegnum tíðina og það hefur ekki verið til að hjálpa með að fá fleiri framleiðendur til að framleiða lífrænt. Hér á landi eru aðstæður einnig nokkuð framandi miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar þar sem lífræn ræktun virðist vera í örum vexti í öllum greinum. Það hjálpar til varðandi miðlun á áburði á milli búgreina t.d. Hér hefur ekki verið um það að ræða nema í mjög litlum mæli. 
 
Við trúum því að sóknarfærin í landbúnaði  liggi í lífrænni ræktun, aukinni dýravelferð og upplýstri umræðu um hreinleika og hollustu matvæla. Og þá erum við ekki að tala um rokið og rigninguna sem heldur öllu hreinu á yfirborðinu. Við erum að tala um alvöru aðgerðir eða aðgerðaleysi eins og í lífrænni framleiðslu sem gagngert stuðlar að hreinleika og hollustu við framleiðslu og vinnslu afurða,“ segir Helgi. 
 
Þessi pökkunarvél hefur fylgt starfseminni frá upphafi og pakkað þó nokkuð mörgum jógúrtdósum á sinni starfsævi.
 
 Framtíðin er í fernum
 
„Það hefur alltaf verið stefnan hjá Biobú að lágmarka plastnotkun í umbúðum enda er það í anda þeirrar framleiðslu sem við stundum. Jógúrtumbúðirnar sem notaðar eru hjá Biobú eru tiltölulega dýrar en þær voru valdar vegna þess að þær eru umhverfisvænar að því leyti að þær innihalda lágmarks plast. Í staðinn fyrir aukið plast er notuð pappaaskja til að auka styrk dósanna sem lágmarkar þörf á plasti,“ segir Helgi. 
 
Helgi sér fyrir sér að í náinni framtíð verði meira af vörum fyrirtækisins pakkað í fernur í stað plasts eins og nú sé gert. Ástæða þess að vörum þeirra sé pakkað í plast segir hann að sé vegna kostnaðar sem fylgir því að kaupa dýran pökkunarbúnað, sem sé ekki í samræmi við umfang framleiðslu Biobús. Hins vegar sé umræða um plastnotkun á þann veg að nauðsynlegt sé að bregðast við og færa sig yfir í umhverfisvænni umbúðir. Einnig standi til að breyta tækjakosti fyrirtækisins til að geta pakkað jógúrt í stærri umbúðir. Helgi segist gjarnan vilja sjá fyrirtækið eflast enn meir til að ná betri hagkvæmni, en fyrirtækið standi frammi fyrir ákveðinni fjárfestingarþörf, og til að skapa hagkvæmni þurfi að auka rennslið á mjólk í gegnum fyrirtækið. 
Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...