Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Mynd / smh
Fréttir 7. júlí 2017

Ölgerðin kaupir Kú mjólkurbú og heldur svipaðri framleiðslu áfram

Höfundur: smh
Eins og fram kom í fréttum um miðjan júní síðastliðinn hefur Ölgerðin keypt Kú mjólkurbú. Ætlunin er að reka mjólkurbúið áfram með svipuðu sniði og byggja á hágæða handverki.
 
Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 af þeim Ólafi M. Magnússyni, og Tómasi Kr. Sigurðssyni. 
 
„Ölgerðin er alltaf að leita að spennandi tækifærum og mjólkurmarkaðurinn hefur verið í athugun hjá okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar. 
 
„Við höfum mikinn áhuga á því að skapa fjölbreytni á þessum markaði bæði varðandi það að auka samkeppni á honum ásamt því að við höfum verið að þróa nýjar og spennandi vörur sem munu koma á markað á næstu mánuðum. Kú er lítið mjólkurbú sem mun byggja á hágæða handverki við framleiðslu á sínum vörum. Íslenskir bændur framleiða fyrsta flokks vörur og erum við sannfærð um að þeirra afurðir muni skapa fjölmörg tækifæri fyrir Kú til þess að koma með nýjungar á mjólkurmarkaðinn til hagsbóta fyrir íslenska neytendur,“ segir Októ.
 
Hann segir að öll framleiðsla Ölgerðarinnar á vörum sem innihalda mjólkurafurðir muni fara fram hjá Kú mjólkurbúi og svo lengi sem íslenskir kúabændur framleiði næga mjólk sé ekki ekki fyrirhugað að flytja inn mjólkurvörur af neinu tagi til frekari vinnslu hér.  
 
Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...