Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Mynd / smh
Fréttir 7. júlí 2017

Ölgerðin kaupir Kú mjólkurbú og heldur svipaðri framleiðslu áfram

Höfundur: smh
Eins og fram kom í fréttum um miðjan júní síðastliðinn hefur Ölgerðin keypt Kú mjólkurbú. Ætlunin er að reka mjólkurbúið áfram með svipuðu sniði og byggja á hágæða handverki.
 
Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 af þeim Ólafi M. Magnússyni, og Tómasi Kr. Sigurðssyni. 
 
„Ölgerðin er alltaf að leita að spennandi tækifærum og mjólkurmarkaðurinn hefur verið í athugun hjá okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar. 
 
„Við höfum mikinn áhuga á því að skapa fjölbreytni á þessum markaði bæði varðandi það að auka samkeppni á honum ásamt því að við höfum verið að þróa nýjar og spennandi vörur sem munu koma á markað á næstu mánuðum. Kú er lítið mjólkurbú sem mun byggja á hágæða handverki við framleiðslu á sínum vörum. Íslenskir bændur framleiða fyrsta flokks vörur og erum við sannfærð um að þeirra afurðir muni skapa fjölmörg tækifæri fyrir Kú til þess að koma með nýjungar á mjólkurmarkaðinn til hagsbóta fyrir íslenska neytendur,“ segir Októ.
 
Hann segir að öll framleiðsla Ölgerðarinnar á vörum sem innihalda mjólkurafurðir muni fara fram hjá Kú mjólkurbúi og svo lengi sem íslenskir kúabændur framleiði næga mjólk sé ekki ekki fyrirhugað að flytja inn mjólkurvörur af neinu tagi til frekari vinnslu hér.  
 
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...