Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Mynd / smh
Fréttir 7. júlí 2017

Ölgerðin kaupir Kú mjólkurbú og heldur svipaðri framleiðslu áfram

Höfundur: smh
Eins og fram kom í fréttum um miðjan júní síðastliðinn hefur Ölgerðin keypt Kú mjólkurbú. Ætlunin er að reka mjólkurbúið áfram með svipuðu sniði og byggja á hágæða handverki.
 
Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 af þeim Ólafi M. Magnússyni, og Tómasi Kr. Sigurðssyni. 
 
„Ölgerðin er alltaf að leita að spennandi tækifærum og mjólkurmarkaðurinn hefur verið í athugun hjá okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar. 
 
„Við höfum mikinn áhuga á því að skapa fjölbreytni á þessum markaði bæði varðandi það að auka samkeppni á honum ásamt því að við höfum verið að þróa nýjar og spennandi vörur sem munu koma á markað á næstu mánuðum. Kú er lítið mjólkurbú sem mun byggja á hágæða handverki við framleiðslu á sínum vörum. Íslenskir bændur framleiða fyrsta flokks vörur og erum við sannfærð um að þeirra afurðir muni skapa fjölmörg tækifæri fyrir Kú til þess að koma með nýjungar á mjólkurmarkaðinn til hagsbóta fyrir íslenska neytendur,“ segir Októ.
 
Hann segir að öll framleiðsla Ölgerðarinnar á vörum sem innihalda mjólkurafurðir muni fara fram hjá Kú mjólkurbúi og svo lengi sem íslenskir kúabændur framleiði næga mjólk sé ekki ekki fyrirhugað að flytja inn mjólkurvörur af neinu tagi til frekari vinnslu hér.  
 
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...