Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Í september hófst umfangsmikil dreifing á skyri fyrirtækisins í Frakklandi.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Í september hófst umfangsmikil dreifing á skyri fyrirtækisins í Frakklandi.
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafraskyri undir vöruheitinu Vera Örnudóttir. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir mikla eftirspurn eftir hafravörum skapa gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt.

Hafravöruframleiðsla Örnu telur í dag tvo vöruflokka; hafraskyr í þremur bragðtegundum og hafrajógúrt í fjórum. Vörur Veru eru eingöngu gerðar úr höfrum og 100% vegan hráefnum. Þær eru komnar í dreifingu í matvörubúðir víða um land og segir Hálfdán viðbrögðin lofa góðu.

Hann segir að af þeim vegan vörum sem þjóna eigi sem staðgengill mjólkurvara séu hafravörur í örustum vexti á heimsvísu. Hafrar séu almennt með minna umhverfisspor en flest önnur staðgengilshráefni og þannig falli þeir vel að þörfum þeirra sem eru grænkerar af umhverfisástæðum.

Umfang innflutnings á höfrum til vinnslu hafravara Örnu nemur tugi tonna á mánuði.
Flytja inn tugi tonna af höfrum á mánuði

Þeir hafrar sem notaðir eru í vörur Veru Örnudóttur eru enn sem komið er innfluttir og er umfang innflutningsins nú í blábyrjun framleiðslunnar tugir tonna á mánuði.

„Við fáum hafra frá Svíþjóð og Finnlandi fullunna, þannig við getum unnið þá í mjólkurbasa. Við höfum verið í samstarfi við Sandhól sem hafa sýnt mikinn áhuga á að koma sér upp aðstæðum til að fullvinna hafrana svo þeir standi okkur til boða,“ segir Hálfdán en samstarfsverkefni Örnu og Sandhóls er styrkt af Matvælasjóði.

Hann segir framtíðarsýnina miða við að nýta sem mest íslenskra hafra í framleiðsluna, um leið og þeir verði fáanlegir. Viðbrögð neytenda við vörunni muni leiða í ljós umfang framleiðslunnar en augljóst er að mikil tækifæri liggi í aukinni hafrarækt og fullvinnslu þeirra hér á landi.

Hafrar voru framleiddir á 109 ha svæði árið 2021 og hefur umfangið minnkað örlítið síðastliðin tvö ár – því árið 2019 voru skráðir hektarar lands undir hafrarækt 170. Flestir rækta hafra í fóður en Sandhóll er eini íslenski framleiðandinn sem ræktar hafra markvisst til manneldis.

Útrás Örnu

Þótt vörur Veru Örnudóttur séu eingöngu að stíga sín fyrstu skref eru strax hafnar þreifingar með útflutning hafravaranna t.a.m. innan Bretlands.

Arna hefur í tæpan áratug sérhæft sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa með eftirtektarverðum árangri. Í sumar var greint frá því að fyrirtækið væri í samstarfi við mjólkurvinnslu í Bandaríkjunum um framleiðslu og sölu vara þar í landi.

Í september hófst svo umfangsmikil dreifing á skyri frá Örnu í um 330 verslunum Grand Frais í Frakklandi.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...