Reisa haframyllu á Suðurlandi
Enginn tækjabúnaður er á Íslandi til að verka hafra til manneldis. Undanfarin ár hafa hafrar verið ræktaðir í talsverðu magni til þroska á Sandhóli í Meðallandinu. Senda hefur þurft uppskeruna með skipi til Jótlands í Danmörku til að láta verka þá og síðan til baka á Íslandsmarkað.