Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum.
Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum.
Mynd / Sandhóll
Fréttir 6. apríl 2020

Repjuolía sem orkugjafi fyrir hross

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi, er iðinn í nýsköpun og nú hefur hann sett á markað kaldpressaða repjuolíu fyrir hesta.

Repjuplantan er ræktuð á Sandhóli í Meðallandi, Skaftár­hreppi, án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis eða annarra óæskilegra efna. Olían er kaldpressuð og heldur því næringarefnum sérlega vel. Olían er rík af Omega 3. Olían er gefin út á kjarnfóður. Ráðlagður skammtur er 80–120 millilítrar á dag fyrir hvern hest. Repjuolía frá Sandhóli fyrir hesta er fáanleg í verslunum Líflands.

Bærinn Sandhóll er í Meðal­landi, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á Sandhóli er stundaður blandaður búskapur. Þar eru ræktaðar ýmsar nytjajurtir eins og hafrar, bygg og repja. Einnig er þar nautgriparækt og nytjaskógrækt. Auk repjuolíunnar fyrir hesta hefur Örn nokkuð verið í sviðsljósinu fyrir ræktun á tröllahöfrum og vinnslu og markaðssetningu á íslensku haframjöli. Þá hefur hann einnig framleitt repjuolíu á flöskum til matargerðar.

Örn segir að hestamenn á Suðurlandi og  í Skagafirði hafi prófað olíuna frá honum í tvö til þrjú ár og séu ánægðir með útkomuna. Þeim þyki feldurinn t.d. meira gljáandi.

„Þess vegna langaði mig að gera tilraun með að setja þetta í sölu í samstarfi við Lífland.“
Repjuolía er góður orkugjafi, bæði fyrir hross í léttri og mikilli þjálfun en nýtist einnig til að bæta holdafar hrossa. Olían er rík af mettuðum, ein- og fjölómettuðum fitusýrum. Með olíugjöf er minni hætta á hófsperru og öðrum kvillum sem oft geta fylgt kjarnfóðurgjöf.

Á Sandhóli hefur líka gengið mjög vel að rækta hafra.

„Við ætlum að setja núna niður í 100 hektara af höfr­um. Ætli við verðum ekki með um 60 hektara í repju. Staðan hjá okkur í höfrunum er þannig að þeir verða uppseldir. Við ráðum eiginlega ekki við mikið meira en þessa vinnslu þar sem afkastagetan okkar á haustin í þreskingu og þurrkun er ekki meiri, nema að fara þá út í miklar fjárfestingar. Það gætu því verið tækifæri fyrir fleiri þar sem mikill markaður er fyrir þetta. Ég held að syðstu hlutar lands­ins ættu að henta vel fyrir ræktun á höfrum en þeir þurfa langan vaxtartíma. Það þarf þó að hjálpa okkur bændum að finna réttu yrkin. Landbúnaðar­háskól­inn og Líf­land ætla því að gera hér yrkja­tilraunir í sumar,“ segir Örn Karlsson. 

Skylt efni: Sandhóll | repjuolía | hafrar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...