Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum.
Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum.
Mynd / Sandhóll
Fréttir 6. apríl 2020

Repjuolía sem orkugjafi fyrir hross

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi, er iðinn í nýsköpun og nú hefur hann sett á markað kaldpressaða repjuolíu fyrir hesta.

Repjuplantan er ræktuð á Sandhóli í Meðallandi, Skaftár­hreppi, án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis eða annarra óæskilegra efna. Olían er kaldpressuð og heldur því næringarefnum sérlega vel. Olían er rík af Omega 3. Olían er gefin út á kjarnfóður. Ráðlagður skammtur er 80–120 millilítrar á dag fyrir hvern hest. Repjuolía frá Sandhóli fyrir hesta er fáanleg í verslunum Líflands.

Bærinn Sandhóll er í Meðal­landi, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á Sandhóli er stundaður blandaður búskapur. Þar eru ræktaðar ýmsar nytjajurtir eins og hafrar, bygg og repja. Einnig er þar nautgriparækt og nytjaskógrækt. Auk repjuolíunnar fyrir hesta hefur Örn nokkuð verið í sviðsljósinu fyrir ræktun á tröllahöfrum og vinnslu og markaðssetningu á íslensku haframjöli. Þá hefur hann einnig framleitt repjuolíu á flöskum til matargerðar.

Örn segir að hestamenn á Suðurlandi og  í Skagafirði hafi prófað olíuna frá honum í tvö til þrjú ár og séu ánægðir með útkomuna. Þeim þyki feldurinn t.d. meira gljáandi.

„Þess vegna langaði mig að gera tilraun með að setja þetta í sölu í samstarfi við Lífland.“
Repjuolía er góður orkugjafi, bæði fyrir hross í léttri og mikilli þjálfun en nýtist einnig til að bæta holdafar hrossa. Olían er rík af mettuðum, ein- og fjölómettuðum fitusýrum. Með olíugjöf er minni hætta á hófsperru og öðrum kvillum sem oft geta fylgt kjarnfóðurgjöf.

Á Sandhóli hefur líka gengið mjög vel að rækta hafra.

„Við ætlum að setja núna niður í 100 hektara af höfr­um. Ætli við verðum ekki með um 60 hektara í repju. Staðan hjá okkur í höfrunum er þannig að þeir verða uppseldir. Við ráðum eiginlega ekki við mikið meira en þessa vinnslu þar sem afkastagetan okkar á haustin í þreskingu og þurrkun er ekki meiri, nema að fara þá út í miklar fjárfestingar. Það gætu því verið tækifæri fyrir fleiri þar sem mikill markaður er fyrir þetta. Ég held að syðstu hlutar lands­ins ættu að henta vel fyrir ræktun á höfrum en þeir þurfa langan vaxtartíma. Það þarf þó að hjálpa okkur bændum að finna réttu yrkin. Landbúnaðar­háskól­inn og Líf­land ætla því að gera hér yrkja­tilraunir í sumar,“ segir Örn Karlsson. 

Skylt efni: Sandhóll | repjuolía | hafrar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f