Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sýningarreitir á Hvolsvelli
Fréttir 15. júní 2022

Sýningarreitir á Hvolsvelli

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrir framan verslun SS á Hvolsvelli á vegum búvörudeildar SS má nú sjá 36 tilraunareiti sem sýna áhrif mismunandi áburðarskammta á korn og hafra.

„Til að athuga hvort sýrustigið sé ákjósanlegt, þá var tekið jarðvegssýni úr reitunum í vor. Mikilvægt er að sýrustigið sé á bilinu pH 6-6,5 svo að upptaka næringarefna verði sem best. Æskilegt sýrustig fyrir bygg er á bilinu pH 6,0-6,5 og fyrir hafra pH 5,8-6,3,“ segir í tilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands. Sáð var byggi í 30 reiti en notuð voru tveggja raða yrkin Kría, Anneli og Filippa og sex raða yrkin Smyrill og Aukusti.

Einnig var sáð í sex reiti af höfrum með yrkinu Niklas.

„Allir reitirnir fengu 70 kg/ha af köfnunarefni en mismunandi magn af fosfór og kalí. Allur áburður sem var notaður er frá Yara,“ segir jafnframt í tilkynningunni en reitirnir eru vel merktir fyrir gesti og gangandi á svæðinu.

Skylt efni: áburður | hafrar | Korn

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...