Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sýningarreitir á Hvolsvelli
Fréttir 15. júní 2022

Sýningarreitir á Hvolsvelli

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrir framan verslun SS á Hvolsvelli á vegum búvörudeildar SS má nú sjá 36 tilraunareiti sem sýna áhrif mismunandi áburðarskammta á korn og hafra.

„Til að athuga hvort sýrustigið sé ákjósanlegt, þá var tekið jarðvegssýni úr reitunum í vor. Mikilvægt er að sýrustigið sé á bilinu pH 6-6,5 svo að upptaka næringarefna verði sem best. Æskilegt sýrustig fyrir bygg er á bilinu pH 6,0-6,5 og fyrir hafra pH 5,8-6,3,“ segir í tilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands. Sáð var byggi í 30 reiti en notuð voru tveggja raða yrkin Kría, Anneli og Filippa og sex raða yrkin Smyrill og Aukusti.

Einnig var sáð í sex reiti af höfrum með yrkinu Niklas.

„Allir reitirnir fengu 70 kg/ha af köfnunarefni en mismunandi magn af fosfór og kalí. Allur áburður sem var notaður er frá Yara,“ segir jafnframt í tilkynningunni en reitirnir eru vel merktir fyrir gesti og gangandi á svæðinu.

Skylt efni: áburður | hafrar | Korn

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...