Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu.
Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu.
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyrirtækisins Stefnis, meirihlutaeign í mjólkurvinnslunni Örnu ehf. í Bolungarvík.

Þar að auki keypti framtakssjóðurinn nýtt hlutafé, sem styðja á við frekari vöxt þess. Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu, er enn meðal stærstu hluthafa félagsins.

Í tilkynningu frá Örnu kemur fram að hlutafjáraukningin tryggi að félagið haldi áfram að vera brautryðjandi í vöruþróun og nýsköpun í framleiðslu á mjólkur- og hafravörum. „Við hjá Örnu erum gríðarlega ánægð með að fá Stefni inn sem kjölfestufjárfesti í félaginu á þessum tímapunkti og væntum við mikils af samstarfinu,“ er haft eftir Hálfdáni.

Þreifingar um útrás

Arna hóf starfsemi árið 2013 en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa. „Mjólkurvörur Örnu eru framleiddar úr próteinbættri íslenskri kúamjólk sem kemur frá bændum á Vestfjörðum,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Félagið framleiðir einnig hafravörur undir vörumerkinu Vera Örnudóttir. Arna hefur jafnframt verið í nokkurri útrás á liðnum árum. Árið 2022 fór skyr fyrirtækisins í dreifingu í verslanir í Frakklandi og þá var sagt frá þreifingum með útflutning hafravaranna innan Bretlands.

Fjárfesta í fjölbreyttum fyrirtækjum

Framtakssjóðurinn SÍA IV hóf starfsemi árið 2011 og hefur frá þeim tíma leitt fjárfestingar í íslensku atvinnulífi fyrir yfir 50 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu. „SÍA sjóðirnir hafa undanfarinn áratug átt þátt í því að fjölga fjárfestingarkostum og snertiflötum fjárfesta við innlent atvinnulíf með fjárfestingum í fjölbreyttri flóru fyrirtækja. Þá hafa sjóðirnir tekið þátt í uppbyggingu skráðs hlutabréfamarkaðar hér á landi, bæði með nýskráningum félaga í eigu sjóðanna í kauphöll og sölu til skráðra fyrirtækja.“

Jón Stephenson von Tetzchner, frumkvöðull og stofnandi vafrans Vivaldi, var aðaleigandi Örnu en hann átti 64 prósenta hlut í fyrirtækinu í gegnum félög sín, Dvorzak Ísland og Vivaldi Ísland. Hann heldur enn hlut í félaginu. Hálfdán var næststærsti hluthafinn með 16 prósenta hlut í árslok 2023 samkvæmt ársreikningi.

Páll Ólafsson, forstöðumaður sérhæfðra hlutabréfa hjá Stefni, er nú skráður 84,09 prósenta eigandi Örnu ehf.

Skylt efni: Arna | mjólkurvinnsla

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...