Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu.
Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu.
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyrirtækisins Stefnis, meirihlutaeign í mjólkurvinnslunni Örnu ehf. í Bolungarvík.

Þar að auki keypti framtakssjóðurinn nýtt hlutafé, sem styðja á við frekari vöxt þess. Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu, er enn meðal stærstu hluthafa félagsins.

Í tilkynningu frá Örnu kemur fram að hlutafjáraukningin tryggi að félagið haldi áfram að vera brautryðjandi í vöruþróun og nýsköpun í framleiðslu á mjólkur- og hafravörum. „Við hjá Örnu erum gríðarlega ánægð með að fá Stefni inn sem kjölfestufjárfesti í félaginu á þessum tímapunkti og væntum við mikils af samstarfinu,“ er haft eftir Hálfdáni.

Þreifingar um útrás

Arna hóf starfsemi árið 2013 en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa. „Mjólkurvörur Örnu eru framleiddar úr próteinbættri íslenskri kúamjólk sem kemur frá bændum á Vestfjörðum,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Félagið framleiðir einnig hafravörur undir vörumerkinu Vera Örnudóttir. Arna hefur jafnframt verið í nokkurri útrás á liðnum árum. Árið 2022 fór skyr fyrirtækisins í dreifingu í verslanir í Frakklandi og þá var sagt frá þreifingum með útflutning hafravaranna innan Bretlands.

Fjárfesta í fjölbreyttum fyrirtækjum

Framtakssjóðurinn SÍA IV hóf starfsemi árið 2011 og hefur frá þeim tíma leitt fjárfestingar í íslensku atvinnulífi fyrir yfir 50 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu. „SÍA sjóðirnir hafa undanfarinn áratug átt þátt í því að fjölga fjárfestingarkostum og snertiflötum fjárfesta við innlent atvinnulíf með fjárfestingum í fjölbreyttri flóru fyrirtækja. Þá hafa sjóðirnir tekið þátt í uppbyggingu skráðs hlutabréfamarkaðar hér á landi, bæði með nýskráningum félaga í eigu sjóðanna í kauphöll og sölu til skráðra fyrirtækja.“

Jón Stephenson von Tetzchner, frumkvöðull og stofnandi vafrans Vivaldi, var aðaleigandi Örnu en hann átti 64 prósenta hlut í fyrirtækinu í gegnum félög sín, Dvorzak Ísland og Vivaldi Ísland. Hann heldur enn hlut í félaginu. Hálfdán var næststærsti hluthafinn með 16 prósenta hlut í árslok 2023 samkvæmt ársreikningi.

Páll Ólafsson, forstöðumaður sérhæfðra hlutabréfa hjá Stefni, er nú skráður 84,09 prósenta eigandi Örnu ehf.

Skylt efni: Arna | mjólkurvinnsla

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...