Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna.
Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna.
Fréttaskýring 5. júlí 2020

Versti efnahagsskellurinn vegna COVID-19 á enn eftir að koma í ljós

Höfundur: HKr.
Heimsbyggðin er enn ekki farin að upplifa verstu efnahagslegu afleið­ingarnar af COVID-19 ef marka má spár OECD. Samkvæmt áætluðum tölum var mest atvinnuleysi á Spáni eftir 1. ársfjórðung 2020, eða 13,9%. Þá kom Frakkland með 7,8% og í þriðja sæti var Kanada með 6,3% atvinnuleysi. Á evrusvæðunum sem samanstendur af 17 ESB ríkjum, þá var atvinnuleysið að meðaltali 7,2%. 
 
Í lok fyrsta ársfjórðungs var uppsagna í kjölfar vandræða fyrirtækja út af lokunum vegna COVID-19 ekki farnar að gæta mjög. Í spá OECD um annan ársfjórðung er greinilega farið að meta inn í tölurnar áhrif af uppsögnum og gjaldþrotum fyrirtækja. Þá er Spánn kominn í 19% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin komin upp í annað sætið með 17,5% atvinnuleysi. Í þessari sviðsmynd er meðaltalsatvinnuleysi OECD ríkjanna 11,4%, en minnst eru áhrifin af COVID-19 sögð í Japan en þar er atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2020 metið 3,6%. 
 
Mat OECD er að á þriðja ársfjórðungi verði atvinuleysið á Spáni komið í 22% og lækki í 13,5% í Bandaríkjunum en verði 12,4% í Frakklandi sem er þar í þriðja sæti. OECD löndin eru þá að meðaltali með 10,6% atvinnuleysi. 
 
Á fjórða ársfjórðungi er búið að reikna áhrif af annarri bylgju COVID-19 inn í spána. Samkvæmt því yrði Spánn kominn með 25,5% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin með 16,9%. Í þriðja sæti er komið Bretland með 14,3% og Frakkland er þar í fjórða sæti með 13,7% atvinuleysi. Evruríkin eru þar talin verða með 12,6% atvinnuleysi að meðaltali og OECD ríkin það sama. Japan er sem fyrr lægst með 4% atvinnuleysi. 
 
Hægur viðsnúningur á næsta ári
 
OECD áætlar að á fyrsta árs­fjórðungi 2021 fari örlítið að draga úr atvinnuleysinu og sýnir þar Spán með 24% atvinnuleysi, Bandaríkin með 13,6% og Frakkland í þriðja sæti með 12,4%, en Bretland í því fjórða með 11,8%.
 
Undir lok næsta árs er gert ráð fyrir áframhaldandi minnkun atvinuleysis, en eigi að síður yrði það meira en við upphaf COVID-19. Spánn verður þar að mati OECD með 20% atvinnuleysi, Frakkland með 10,3%, Evrusvæðin með 10,2% og Bandaríkin með 10%. Samkvæmt þessari spá yrðu OECD löndin komin niður í 8,9% atvinuleysi að meðaltali í árslok 2021. 
Veðurfarið hefur úrslitaáhrif
Fréttaskýring 16. maí 2022

Veðurfarið hefur úrslitaáhrif

Kartöflumygla náði talsverðri útbreiðslu á Suðurlandi síðastliðið sumar, ekki sí...

Fjölbreytt fiskeldi til hliðar við laxinn
Fréttaskýring 13. maí 2022

Fjölbreytt fiskeldi til hliðar við laxinn

Styrjuhrogn, lúsétandi hrognkelsi, græn sæeyru, sushi-lostætið gullinrafi og góm...

Dönskum vindorkuframleiðendum er borgað fyrir að stöðva vindmyllurnar
Fréttaskýring 2. maí 2022

Dönskum vindorkuframleiðendum er borgað fyrir að stöðva vindmyllurnar

Mitt í tali um orkuskort í Evrópu og svimandi verð á raforku þykir Dönum sérkenn...

Langtímalosun kolefnis úr framræstu ræktarlandi er líklega margfalt minni en fullyrt hefur verið
Fréttaskýring 11. apríl 2022

Langtímalosun kolefnis úr framræstu ræktarlandi er líklega margfalt minni en fullyrt hefur verið

Fullyrðingar, sem haldið hefur verið á lofti á Íslandi árum saman um losun koltv...

Lífræna byltingin sem er að éta börnin sín
Fréttaskýring 10. apríl 2022

Lífræna byltingin sem er að éta börnin sín

Um ár er síðan Gotabaya Raja­paksa, forseti eyríkisins Sri Lanka, bannaði innflu...

Fiskur með frostlög í blóðinu
Fréttaskýring 8. apríl 2022

Fiskur með frostlög í blóðinu

Ískóð er merkilegur fiskur. Þetta er hánorræn þorskfiskategund sem hefur aðlagas...

Ísland og Noregur eru einu Evrópuríkin sem geta framleitt yfir 100% af raforkuþörf sinni með endurnýjanlegri orku
Fréttaskýring 5. apríl 2022

Ísland og Noregur eru einu Evrópuríkin sem geta framleitt yfir 100% af raforkuþörf sinni með endurnýjanlegri orku

Hlutfall raforku í heiminum sem framleitt er með kolum hefur aldrei verið hærra ...

Samþjöppunin í fiskvinnslunni
Fréttaskýring 1. apríl 2022

Samþjöppunin í fiskvinnslunni

Umræðan um samþjöppun og hagræðingu í íslenskum sjávar­útvegi á síðustu árum og ...