Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjölgun gjaldrotameðferða í landbúnaði vekur ugg í Banda­ríkjunum.
Fjölgun gjaldrotameðferða í landbúnaði vekur ugg í Banda­ríkjunum.
Fréttaskýring 16. janúar 2020

Skuldir aldrei meiri í bandarískum landbúnaði og gjaldþrotameðferðum fjölgar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gjaldþrotum í bandarískum landbúnaði fer fjölgandi sam­kvæmt samantekt Skrifstofu samtaka bandarískra bænda [American Farm Bureau Federation - AFBF] sem birt var í lok síðastliðins októbermánaðar. Hafði „gjaldþrotum“ samkvæmt kafla 12 í gjaldþrotalögum [Chapter 12 bankruptcies] þar ytra þá fjölgað um 24% á milli ára.

Fjölgun gjaldrotameðferða í landbúnaði vekur ugg í Banda­ríkjunum þó gjaldþrot hafi ekki náð því hámarki sem var a níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fjölgunar gjaldþrota eru margvíslegar en óáran í veðurfari, ýmist með langvarandi þurrkum eða flóðum þar sem ekki tókst að sá í umflotna akra, spila þar stóra rullu. Önnur ástæða eru aðgerðir bandarískra stjórnvalda í formi tollastríðs við Kína og fleiri ríki.

Í úttektinni er vísað í tölur landbúnaðarráðuneytis Banda­ríkjanna (USDA) þar sem gert var ráð fyrir að framleiðslutekjur bænda yrðu um 88 milljarðar dollarar á árinu 2019, sem eru mestu tekjur síðan 2014 þegar þær voru  um 92 milljarðar dollara. Það er samt 29% lægri tekjur en metárið 2013. Þessar upphæðir eru þó leikur að tölum því að af 88 milljarða dollar tekjum á árinu 2019 eru nærri 40%, eða um 33 milljarðar dollara í formi aðstoðar vegna óáran í landbúnaði af ýmsum toga.

Með 516 milljarða dollara lán

Samhliða lægri tekjum og meiri opinberrar aðstoðar þá hafa skuldir aldrei verið meiri en á árinu 2019 eða 416 milljarðar dollara. Þar af eru 256 milljarðar dollara fasteignatryggðar veðskuldir og 159 milljarðar dollara eru óveðtryggðar skuldir. Hins­vegar standa stórbú undir tæplega helmingi af landbúnaðarframleiðslu Bandaríkjanna og þau hafa sum hver verið að gera það gott. Hjá þeim er búist við 9% tekjuaukningu að meðaltali á árinu 2020.

Lenging lána og lágir vextir duga ekki til

Samkvæmt gögnum seðlabanka Kansas hefur stöðugt verið að teygjast á endurgreiðslutíma lána. Meðal endurgreiðslutími óveðtryggðara lána er nú kominn í 15,4 mánuði á meðan endurgreiðslutími lána sem tryggð eru í fóðruðum gripum (eins og mjólkurkúm) eru 13 mánuðir 18 mánuðir í öðrum gripum. Þá eru veltulán tengd uppskeru og fóðrun að meðaltali með 11,5 mánaða endurgreiðslutíma sem er það lengsta sem sést hefur. Þannig eru bændur stöðugt að lengja í endurgreiðslutíma rekstrarlána og hefur það haldist nokkuð í hendur við lækkandi vexti á markaði. Lægri vextir hafa samt ekki dugað til að halda bændum á floti.

Samhliða því að skuldastaða bandaríkra bænda hefur aldrei verið verri þá hefur greiðslustöðvunum samkvæmt kafla 12 í gjaldþrotalögum verið að fjölga.  Frá september 2018 til september 2019 voru 580 býli tekin í gjaldþrotameðferð sem er aukning upp á 24% á milli ára. Það er jafnfram mesta gjaldþrotameðferðartíðni síðan 2011 þegar 676 býli voru tekin til meðferðar dómstóla.

Mikill munur er á fjölda gjaldþrota­tilfella eftir ríkjum í Bandaríkjunum. Voru gjaldþrota­tilfellin flest í Wisconsin eða 48 og 37 í Georgíu, Nebraska og Kansas. Í Iowa, Kansas, Maryland, Minnesota, Nebraska, New Hampshire, Suður Dakota, Wisconsin og Vestur Virginíu voru gjaldþrotatíðnin í öllum tilvikum yfir tíu ára meðaltali.

Aukningin milli ára var mest í Oklahoma eða um 14 býli. Aukningin nam 12 býlum í Georgíu, 11 í Kaliforníu og 10 í Iowa og Kansas. Hlutfallslega mesta aukningin  var í Oklahoma eða úr 2 árið 2018 í 17 fram til september 2019.

Verst í miðvesturríkjunum

Yfir 40% gjaldþrotabeiðna eða 255 voru í 13 ríkjum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Var það 13% aukning á milli ára. Næst komu suðaustur-ríkin með 118 gjaldþrotameðferðarbeiðnir sem var 31% aukning á milli ára.

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku
Fréttaskýring 29. desember 2022

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku

Í júní 2015 greindi Sveinn A. Sæland, fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubæn...

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?
Fréttaskýring 28. desember 2022

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?

Dýravelferðarmál hafa verið ofarlega á baugi þjóðfélagsumræðunnar á undanförnum ...

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu
Fréttaskýring 9. desember 2022

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) undirbúa nú að stilla upp sinni starfsemi ...

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun
Fréttaskýring 7. desember 2022

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun

Í ágúst á þessu ári gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun se...

Seiglan er ótrúleg
Fréttaskýring 5. desember 2022

Seiglan er ótrúleg

Á Matvælaþingi fjallaði hin úkraínska Olga Trofimtseva um framtíðarþróun matvæla...