Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Airbus hefur gert áætlun sem miðar að því að vetnisknúnar flugvélar fyrirtækisins verði teknar í notkun árið 2035. Þær skilji ekki eftir sig neina loftmengun og eru talsmenn Airbus sannfærðir um að þetta muni verða að veruleika.
Airbus hefur gert áætlun sem miðar að því að vetnisknúnar flugvélar fyrirtækisins verði teknar í notkun árið 2035. Þær skilji ekki eftir sig neina loftmengun og eru talsmenn Airbus sannfærðir um að þetta muni verða að veruleika.
Mynd / Airbus
Fréttaskýring 19. október 2020

Airbus áætlar að vetnisknúnar flugvélar geti verði komnar í loftið árið 2035

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur kynnt hönnun þriggja vetnisknúinna flugvéla sem allar eiga það sameiginlegt að skilja ekki eftir sig neina loftmengun. Áætlað er að slíkar vélar verði að veruleika eftir 15 ár. 

Airbus hefur gert áætlun sem miðar að því að vetnisknúnar flugvélar fyrirtækisins verði teknar í notkun árið 2035. Þær skilji ekki eftir sig neina loftmengun og virðast talsmenn Airbus sannfærðir um að þetta muni verða að veruleika, að því er fram kemur á vefsíðu Business Insider. 

Flugrekstur, eins og hann var fyrir útbreiðslu COVID-19, var sagður standa fyrir 2–3% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Samkvæmt spá um stóraukið flug og tvöföldun flugfarþega í 8,2 milljarða manna á ári árið 2037, má búast við töluverðri aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda frá fluginu. Að vísu eru nýrri gerðir flugvéla sparneytnari og eyða minna eldsneyti, en þær brenna eigi að síður jarðefnaeldsneyti.  

Vetnisvélar ekki einu sinni í umræðunni fyrir fimm árum

Glenn Llewellyn, sem hefur umsjón með þessu mengunarlausa hönnunarverkefni Airbus, segir að fyrir fimm árum hafi vetnisknúnar flugvélar alls ekki verið í umræðunni. Sannfærandi niðurstöður með notkun vetnis í öðrum geirum flutninga hafi gjörbreytt stöðunni og sannfært menn um að þetta væri fýsilegur möguleiki  í fluginu líka. 

Flugvélarnar þrjár sem nú er verið að leggja drög að hjá Airbus verða ætlaðar til mismunandi verkefna. Félagið miðar við að vera búið að tileinka sér alla þætti vetnistækninnar fyrir árið 2025 til að geta farið á fullt í hönnun, þróun og tilraunir með vetnisflugvélar. Ráðgert er að hönnunarferli og prófanir fyrir tilskilin leyfi taki um 10 ár. Gert er ráð fyrir að frumgerð vetnisflugvéla ætti að vera tilbúin á síðari hluta komandi áratugar.  

Horft er á tvær meginleiðir í hönnun hreyfla fyrir vetnið. Annars vegar er gert ráð fyrir smíði sprengihreyfla, svipað og eru í notkun í dag, nema að þeir noti vetni í stað jarðefnaeldsneytis. Bílaframleiðendur hafa þegar gert tilraunir með slíkar vélar, en skiptar skoðanir eru um ágæti þeirra. Hin leiðin er að nota efnarafala til að umbreyta vetni í raforku líkt og þekkist í vetnisknúnum bílum í dag. Slíkir hreyflar geta hentað vel fyrir flugvélar með hefðbundna hreyfla. Þær gætu mögulega borið allt að 100 farþega og verið með  drægni upp á um 1.000 sjómílur. Vetnið yrði þá geymt í fljótandi formi í tönkum fyrir aftan farþegarýmið. Það er svipað fyrirkomulag og var í gasknúnu Tuplev-155 farþegaþotunni sem tilraunir voru gerðar með á tímum Sovétríkjanna.  

Þotuhreyflar (turbofan) er síðan annað mál. Airbus hefur gert áætlun sem miðar að því að vetnisknúnar flugvélar fyrirtækisins verði teknar í notkun árið 2035. Þær skilji ekki eftir sig neina loftmengun og eru talsmenn Airbus sannfærðir um að þetta muni verða að veruleika og væntanlega líta út svipað og hefðbundnar farþegaþotur í dag, nema að vængirnir yrðu með annarri lögun. Slíkar flugvélar gætu tekið um 120 til 2000 farþega og yrðu með flugdrægni upp á um 2.000 sjómílur. Gert er ráð fyrir að slíkar vélar yrðu svipaðar og Airbus 320 vélarnar fyrir utan að ganga fyrir vetni. 

Fljúgandi vængur

Þriðja og mest spennandi gerð flugvéla sem Airbus hefur kynnt til sögunnar er einsckonar fljúgandi vængur. Þar er flugstjórnarklefi og farþegarými hluti af vængnum sem gefur aukna lyftigetu. Þessa gerð kalla Airbus „The ZEROe blended-wing aircraft“. 

Þessi gerð flugvéla er sögð gefa hönnuðum mun meiri möguleika til að leika sér með. Hún gæti borið allt að 200 farþega og hefði svipaða drægni og hefðbundnar skrúfuþotur sem mikið eru notaðar á styttri leiðum eins og á Íslandi í dag. 

Á mynd sem Airbus hefur sent frá sér virðist vél af þessari gerð vera búin tveim hreyflaeiningum sem hvor um sig er með fjórum skrúfuhreyflum aftast á vængnum og verða væntanlega rafknúnir. Ekkert stél er á þessari hönnun og líklega er stefnu einfaldlega breytt með mismunandi hraða á hreyflunum sjálfum.  

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...

Ágreiningur um áhrif veiða
Fréttaskýring 11. nóvember 2023

Ágreiningur um áhrif veiða

Samkeppni um rými og auðlindir geta valdið misklíð milli manna og dýra. Í tilfel...

Beislun sjávarorku handan við hornið
Fréttaskýring 20. október 2023

Beislun sjávarorku handan við hornið

Virkjun sjávarorku er á margan hátt aðlaðandi kostur í þeim orkuskiptum sem fram...

Orka sjávar óbeisluð
Fréttaskýring 19. október 2023

Orka sjávar óbeisluð

Engin verkefni eru í gangi á vegum stjórnvalda varðandi nýtingu sjávarorku hér v...

„Grænmetið sprettur ekki upp af sjálfu sér“
Fréttaskýring 12. október 2023

„Grænmetið sprettur ekki upp af sjálfu sér“

Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir tóku við garðyrkjustöðinni Heiðmörk í...

Enginn hvati til framleiðsluaukningar
Fréttaskýring 6. október 2023

Enginn hvati til framleiðsluaukningar

Garðyrkjubændur í útiræktun grænmetis eru nú í óða önn við að ljúka uppskeru úr ...

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin
Fréttaskýring 29. september 2023

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin

Hér á landi hafa verið lagðar ýmsar takmarkanir á sauðfjárræktina til að hindra ...