Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt.
Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt.
Mynd / VH
Fréttaskýring 1. mars 2022

Áhrif hlýnunar á íslenska þorskstofninn

Höfundur: Guðjón Einarsson

Sagan sýnir að hlýnun hafsvæð­anna umhverfis Ísland getur haft mikil áhrif á útbreiðslu og framleiðni íslenska þorsk­stofnsins.

Að einhverju leyti hafa slík áhrif komið fram við þær hlýju aðstæður sem nú ríkja á Íslandsmiðum, a.m.k. að því er varðar aukinn lífmassa og langlífi einstaklinga, en það tengist því einnig að veiðiálag hefur ekki verið minna í meira en hálfa öld, segir í áðurnefndri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Þó er bent á að þrátt fyrir að stækkandi hrygningarstofni og víðari aldursdreifingu hafi fylgt aukin þorskgengd á helstu hrygn­ingar­svæðum undanfarin 15 ár og fjöldi 1 árs þorsks hafi aukist samfara því, hafi það ekki skilað sér í stórum árgöngum í veiðistofni.

Þótt hækkandi sjávarhiti á Íslandsmiðum geti í sumum tilfellum haft áhrif á vaxtarhraða og nýliðun, geti einnig komið fram neikvæð áhrif þegar magn helstu fæðu þorsks, þ.e. loðnu og rækju sem eru kaldsjávartegundir, minnkar.

Stærri fiskurinn étur þann smáa

Þá er vikið að því í skýrslunni að dánartíðni yngstu árganga þorsks af völdum afráns sé líklega mest þegar stofn afræningja (þ.e. stærri fiska sem éta minni fiska) sé stór, fæðuframboð afræningja lítið og vöxtur þorskungviðis hægur. Afránstíðni minnkar með aukinni stærð bráðarinnar og hægvaxta ungviði er því lengur að komast úr “afránsglugganum” eins og það er orðað.

Einnig eykur hærri sjávarhiti orkuþörf afræningja sem gæti aukið afránstíðni á ungþorski. Undanfarin 15 ár virðast að­stæður á Íslandsmiðum hafa stuðlað að hlutfallslega mikl­um náttúrulegum afföllum af ungþorski (1-3 ára). Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt. Þessir þættir geta takmarkað nýliðun og vöxt þorskstofnsins en hlutfallsleg áhrif þeirra eru ekki þekkt, segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...