Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hildur pakkar hráefninu inn, áður en það er sent til Bretlands.
Hildur pakkar hráefninu inn, áður en það er sent til Bretlands.
Mynd / Pura Natura
Fréttir 24. nóvember 2021

Framleiðslan á bætiefnum úr innmat sauðfjár mun tvöfaldast á milli ára

Höfundur: smh

Nýsköpunarfyrirtækið Pura Natura var stofnað í byrjun árs 2017. Það býr til verðmæti úr innmat sauðkindarinnar og framleiðir fæðubótarefni úr þessu vannýtta hráefni. Viðskiptalegar horfur fyrirtækisins hafa vænkast stig af stigi og stefnt er á tvöföldun í framleiðslu á næsta ári. Þá er fyrirtækið farið að skila hagnaði.

Höfuðstöðvar framleiðslunnar eru á Íslandi á Sauðárkróki og þar fer fram grunnvinnsla á hráefninu sem síðan er flutt til Bretlands til fullvinnslu með frostþurrkun. Hluti framleiðslunnar er svo sendur heim á Íslandsmarkað, en hluti framleiðslunnar er seldur áfram frá Bretlandi.

Horfti inn í vinnslusalinn á Sauðárkróki. Hildur Þóra Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Pura Natura, er hér við úrvinnslu á innmat.

Stórir viðskiptavinir sækjast eftir ófáanlegum hliðarafurðum

Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins og segir hún að eftir mjög erfið fyrstu ár og talvert rekstrarlegt basl í byrjun þá séu viðskiptahorfurnar nokkuð góðar í dag. „Við erum reyndar í dálítið sérstakri stöðu um þessar mundir svo ekki sé meira sagt, því fyrirtækið er komið með gullið tækifæri í hendurnar til að auka umsvif sín allnokkuð með því að seilast enn lengra inn í hliðarafurðir sauðfjárslátrunar. Við erum komin með kauptilboð frá stórum viðskiptavinum okkar sem vilja fá nokkur tonn af tilteknum hliðarafurðum, sem eru fullunnar með okkar aðferðum. Ég fæ hins vegar lítil eða jafnvel engin viðbrögð frá sláturleyfishöfum við beiðni minni um þessar afurðir. Í dag fáum við hjá þeim hefðbundnar afurðir eins og lifur, hjörtu, nýru, eistu og milta. En kaupendur okkar hafa lýst yfir áhuga á fjölmörgu öðru hráefni, eins og t.d brisi, hóstakirtlum, mjólkurkirtlum, beinmerg, barka, fylgju, skjaldkirtlum, legi, eggjastokkum og fleira. Ég fæ engin verðtilboð frá sláturhúsunum sem ég hef reynt að tala við þannig að maður verður að ætla að þeim finnist ekki taka því að selja okkur þetta og kjósi frekar að henda þessu því þetta er ekki nýtt í dag.“

Hún segir að það sem hún eigi erfið­ast með að skilja í þessu sé að það geti verið vilji afurðastöðva, sem eru að stórum hluta í eigu bænda, að vilja frekar henda þessum afurðum en að reyna að selja þær þegar tækifæri gefst. „Maður skyldi ætla að bændur myndu vilja að afurðir þeirra væru nýttar eins og hægt er til verðmætasköpunar. Mér finnst lágmark að afurðastöðvarnar setji upp verð sem þeir þurfa til að dekka kostnað við þetta og bjóði okkur til kaups.“

Vörutegundirnar fimm sem Pura Natura framleiðir.

Talsvert fjárhagslegt tjón

„Svo höfum við verið að glíma við talsverð vandamál á þessu ári vegna útgöngu Breta úr Evrópu­sambandinu,“ segir Hildur. „Þar með eru lagðar á okkur kröfur um heilbrigðisvottorð frá breskum dýralæknum þegar íslensku afurðirnar okkar eru sendar aftur heim frá Bretlandi.“

Hún segir að á þessu ári hafi fyrirtækið lent í talsverðu fjárhagslegu tjóni, í kjölfar þessara breytinga á reglum sem tóku gildi hér á landi um innflutning á dýraafurðum frá Bretlandi. „Við vorum ekki með þessar breytingar á hreinu og var fyrsta sendingin sem við fengum hingað til lands frá Bretlandi í ár endursend til Bretlands að ósk Matvælastofnunar. Breytingarnar tóku gildi um áramótin en enginn aðlögunartími var á þessu ári, eftir að breytingarnar tóku gildi. Ákvörðun Matvælastofnunar um að láta senda um 800 kíló af fullunnum vörum okkar aftur til Bretlands til að láta breskan dýralækni heilbrigðisvotta vörurnar reyndist okkur þungt högg. Við vorum vörulaus hér á Íslandi í heilan mánuð þannig að þetta kostaði okkur einhverjar milljónir. Við reyndum að fá undanþágu og höfðuðum til þess að við ákvörðun yrði gætt meðalhófs, en allt kom fyrir ekki.

Eins höfum við verið að berjast við það að fyrirtækið sem pakkar vörunum okkar í hylki virðist ekki mega hylkja hreinan innmat, þar sem þau hafa ekki kjötvinnsluleyfi, og því verður að blanda jurtum saman við innmatinn til að við fáum leyfi til að „hylkja þær hjá þeim“, en ein af okkar fimm vörutegundum er alveg hreinn innmatur,“ segir Hildur. „Það er súrrealísk staða að nú þurfi ég að blanda einhverju saman við þessa vörutegund sem ég hef framleitt í fjögur ár, til að fá leyfi til að setja hana í hylki til inntöku,“ bætir hún við.

Horft til Danmerkur með fullvinnsluna

Hildur segir að fyrirtækið hafi í nýliðinni sláturtíð keypt 26 tonn af innmatnum sem fyrirtækið hefur notað í framleiðslu sína á undanförnum árum – sem sé nærri tvöfalt það magn sem var keypt í fyrra. Því sé engan bilbug á þeim að finna varðandi framleiðsluna. Hins vegar þurfi fyrirtækið að taka inn í myndina að um mitt næsta ár mun þurfa heilbrigðisvottorð fyrir útflutninginn til Bretlands.

Því beinast augu Pura Natura að Danmörku varðandi frostþurrkunina, til að gera flutningana á milli landa hagkvæmari – þangað til Íslendingar hafa fjárfest í fullnægjandi tækjabúnaði.


Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga:
Náðum ekki að manna allar stöður í sláturtíðinni

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, segir að ástæða þess að ekki hafi verið hægt að sinna beiðni Pura Natura um að fá að

kaupa hliðarafurðirnar, sé fyrst og fremst mannekla í sláturhúsinu.

„Ég held að það hafi verið sama sagan hjá öllum sláturleyfishöfum í haust að við náðum ekki að manna allar stöður, hvað þá einhver tilraunaverkefni,“ segir Ágúst.

„Við höfum boðið þessum aðila í gegnum tíðina að koma inn í afurðastöðina og hirða þessar afurðir. En vegna farsóttarinnar þá hefur það ekki verið hægt síðustu tvær sláturtíðar.“

KS hefur stutt vel við verkefnið
Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS.
Mynd / HKr.

Ágúst segir að Kaupfélag Skagfirðinga hafi stutt vel við þetta verkefni frá upphafi.

„Ég minnist þess ekki að hafa fengið erindi frá Hildi á þessu ári, en það má vera að einhver annar hafi móttekið það. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um það í haust, að við réðum einfaldlega ekki við meira,“ segir Ágúst.

Skylt efni: Pura Natura | Innmatur

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...