Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Sunnudaginn 5. september mættu  bændur í Vatnsdal í sparifötunum inn á Grísmtunguheiði og tóku nýja gangnamannaskálann í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli.
Sunnudaginn 5. september mættu bændur í Vatnsdal í sparifötunum inn á Grísmtunguheiði og tóku nýja gangnamannaskálann í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli.
Mynd / Bjarni Kristinsson
Fréttir 12. október 2021

Frá hlöðnum torfkofum og tjöldum í glæsilegan gangnamannaskála

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Sauðfjárbændur í Vatnsdal þurfa að smala sínu fé allt að 70 km leið í Undirfellsrétt, en frá Langjökli að Undirfellsrétt er nálægt 70 km. Að þessum sökum eru gangnamenn í 4–5 daga að smala afréttinn.

Í fyrstu var notast við grjóthlaðna torfkofa og tjöld, en í kringum 1960-65 voru gamlir strætisvagnar og rútur dregnar suður á heiði og bílarnir notaðir allt til 1977 og 1978 þegar gerðir voru þrír gangnamannaskálar, í Fljótsdrögum, Öldumóðuskáli og Álkuskáli, allir án rafmagns og hitaðir með gasi.

Í sumar var fjárfest í vinnubúðunum sem starfsmenn Vaðlaheiðarganga notuðu við gangnagerðina og voru vinnubúðirnar fluttar um 20 km upp á Grímstunguheiði og settar saman, keypt ljósavél og smíðað hesthús. Vinnuframlagið var að mestu bændur í Vatnsdal sem fóru ófáar ferðir fram á heiðina.

Nýi gangnamannaskálinn.

Prúðbúnir bændur vígðu nýja skálann

Sunnudaginn 5. september mættu í sparifötunum bændur í Vatnsdal og tóku þennan nýja skála í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli (oftast nefnt Fljótsdrög af heimamönnum). Nýi skálinn getur tekið á milli 30 og 40 manns. Herbergin eru 30, bæði eins og tveggja manna, ágætlega rúmgóð og allir geta farið í sturtu eftir langan smölunardag. Góð eldunaraðstaða er í skálanum, matsalurinn tekur nálægt 40 manns í sæti og eru tvær litlar setustofur þar til viðbótar.

Þegar tíðindamaður Bændablaðsins kom í heimsókn fimmtudaginn 9. september var matráðskonan Sigþrúður Sigfúsdóttir að þrífa skálann ásamt Bjarna Kristinssyni eftir þessar fjórar nætur sem gangnamenn höfðu notað nýja skálann. Mynd / HLJ

Tvö í stórum skála að þrífa þegar Bændablaðið truflaði þrifin

Þegar tíðindamaður Bænda­blaðsins kom í heimsókn fimmtudaginn 9. september var matráðskonan Sigþrúður Sigfúsdóttir að þrífa skálann ásamt Bjarna Kristinssyni eftir þessar fjórar nætur sem gangnamenn höfðu notað nýja skálann. Aðspurð hvernig gangnamönnum hafi líkað vistin fannst þeim að þessi nýi skáli hafi staðið vel undir væntingum. Eftir stutt spjall og kaffibolla var tími kominn á að kveðja og hætta að trufla vinnandi fólk, en að lokum, til hamingju, Vatnsdælingar, með glæsilegan gangnamannaskála.

Í fyrstu var notast við grjóthlaðna torfkofa og tjöld, en í kringum 1960–65 voru gamlir strætisvagnar og rútur dregnar suður á heiði og bílarnir notaðir allt til 1977 og 1978 þegar gerðir voru þrír gangnamannaskálar, í Fljótsdrögum, Öldumóðuskáli og Álkuskáli, allir án rafmagns og hitaðir með gasi.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...