Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flugumferð um 10 flugvelli í ESB drógst saman um 1.898.500 flugvélar
Fréttir 5. janúar 2021

Flugumferð um 10 flugvelli í ESB drógst saman um 1.898.500 flugvélar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hrikalegur samdráttur var í flugi í Evrópusambandsríkjunum á síðasta ári vegna COVID-19 faraldursins.  Á þeim tíu flugvöllum þar sem fækkun flugvéla hefur verið mest, eða frá -53% til -66%, hefur flugvélum sem fara um þá velli í almennu flugi í heild fækkað um 1.898.500 vélar.

Í janúar 2020, áður en COVID-19 fór að gæta, varð strax lítils háttar samdráttur frá fyrra ári, eða um -0,8%, sem væntanlega má að mestu rekja til samdráttar í efnahagskerfinu. Úr þessu rættist í febrúar, en þá varð 1,4% aukning frá febrúar 2019. Síðan kom stóri skellurinn. 

Í mars 2020 hafði orðið 44,1% samdráttur í flugi frá sama mánuði 2019. Í apríl var botninum náð og samdrátturinn þá orðinn 91,2% miðað við árið áður. Örlítið betri stað var í maí, en samdrátturinn var samt 89,8% á milli ára. Í júní lagaðist staðan aðeins meira og þá var staðan -84,2% miðað við júní 2019. Í júlí skánaði staðan aðeins en var samt -63,5%. Topp árangur náðist í ágúst í sumar þegar samdrátturinn á milli ára minnkaði í -53,4%. Síðan fór aftur að halla undan fæti. Í september var staðan -58,7% og -61,1% í september. 

Tölur Eurostat sem byggja á tölum Eurocontrol náðu ekki lengra í síðustu viku, en miðað við versnandi stöðu í útbreiðslu COVID-19 í Evrópu síðan í október má búast við að flugið hafi líka dregist saman.

Flugvélum sem fara um Mai-flugvöll í Frankfurt fækkaði um 251.900 

Þegar litið er á samdrátt í fjölda flugvéla sem fóru um einstaka flugvelli í ESB-löndunum á tímabilinu janúar til október 2020 er staðan hreint út sagt hrikaleg. Af þeim tíu flugvöllum þar sem samdrátturinn var mestur í fjölda flugvéla var mest fækkun um Main-flugvöll í Frankfurt í Þýskalandi og nam 251.900 vélum, eða um -58%. Næstur kom Charles de Gaulle flugvöllur í París í Frakklandi með fækkun upp á 232.200 flugvélar, eða um -55%. Síðan er Schiphol flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með fækkun upp á 225.700 flugvélar eða um -53%. München flugvöllur í Þýskalandi kemur svo í fjórða sæti með fækkun upp á 281.300 flugvélar eða um -63%. Í fimmta sæti yfir mesta fækkun í fjölda véla er Barajas flugvöllur í Barselóna á Spáni með 212.800 vélar, eða um -60%. Þá kemur Fiumicino flugvöllur í Róm á Ítalíu með fækkun flugvéla upp á 172.400, eða um -65%. Síðan Schwechat flugvöllur í Vín í Austurríki með 138.600 flugvéla samdrátt, eða um -60%.  Í níunda sæti kemur svo Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn í Danmörku með fækkun upp á 134.900 flugvélar, eða um -61%. Í tíunda sæti er svo flugvöllurinn í Palma á Mallorca á Spáni. Þar fækkaði flugvélum sem fóru um völlinn um 129.200, eða um 66%. Þar var hlutfallsleg fækkun flugvéla líka mest.

Ísland er ekki aðili að Eurocontrol

Í þessari úttekt sem byggð er  á tölum Eurocontrol eru ekki tölur um flug til og frá Íslandi, enda er Ísland ekki aðili að Eurocontrol. Þar er 41 Evrópuríki skráð sem aðildarríki, þar á meðal Noregur, Sviss og meira að segja Ísrael og Úkraína. Eurocontrol heldur utan um almennt farþega-, póst- og flutningaflug ásamt umferð herflugvéla. /HKr. 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...