Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ferskt íslenskt kínakál og nýjar kartöflur í verslanir
Mynd / smh
Fréttir 4. júlí 2019

Ferskt íslenskt kínakál og nýjar kartöflur í verslanir

Höfundur: smh

Fyrsta merki þess að upp sé runninn tími íslenska útiræktaða grænmetisins er þegar kínakálið kemur í verslanir – og sú er raunin í dag.

Að sögn Guðna Hólmars Kristinssonar, framkvæmdastjóra afurðarsviðs Sölufélags garðyrkjumanna, má búast við að á næstu vikum komi fleiri tegundir inn og strax um helgina koma nýjar íslenskar kartöflur í einhverjar verslanir.

Guðni Hólmar Kristinsson. Mynd / SFG

„Ég held að útiræktin líti nokkuð vel út eins og er. Fyrsta kínakálið kemur frá Óskari Rafni Emilssyni á Grafarbakka.  Kartöflurnar koma frá Vigni Jónssyni í Auðsholti og Óskari Kristinssyni og Birki Ármannssyni í Þykkvabæ.  Kartöflurnar eru frekar snemma á ferðinni en kínakál hefur stundum komið í lok júní.

Það gerist svo mikið í þessu á næstu tveimur til þremur vikum; þá fer að koma spergilkál, gulrætur, blómkál, hvítkál og grænkál. Rauðkál og gulrófur koma svo í ágúst,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.