Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Mynd / smh
Fréttir 11. janúar 2024

Færri ræktendur og minni heildaruppskera

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nokkur samdráttur var í kornrækt árið 2023 miðað við árið á undan.

Borgar Páll Bragason.

Kornræktendur voru færri og heildaruppskeran minni en árið 2022. Lélegt tíðarfar á Suðurlandi á liðnu vori er aðalástæða þess.

Tölur frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sýna að fjöldi kornræktenda var 261 talsins árið 2023 og fækkaði um þrjátíu og tvo frá því árinu áður þegar þeir voru 293, þar af voru 29 færri á Suðurlandi.

„Ástæðan fyrir samdrættinum tel ég vera tíðarfarið í vor á Suðurlandi. Það voru margir bændur sem ekki sáðu neinu korni því þeir komust ekki um vegna bleytu og aðrir sáðu talsvert minna en þeir ætluðu sér,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri hjá RML.

Uppskera ársins 2023 nam um 9.290 tonnum alls af þresktu korni, en var um 9.785 tonn árið 2022 samkvæmt gögnum úr Jörð.is. Þar kemur fram að bygg hafi verið ræktað á 3.274 ha, hafrar á 128 ha, vetrarhveiti á 46 ha, vetrarrúgur á 37 ha og vorhveiti á 10 ha.

Tölurnar benda til þess að uppskerumagnið hafi numið um 3,2 tonnum að meðaltali á hektara, en frá 2019 náðist slíkt uppskerumagn einungis á árinu 2021. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu var greiddur út jarðræktarstyrkur fyrir ræktun á 3.375 hekturum kornræktarlands á síðasta ári samkvæmt umsóknum frá 250 kornræktendum, en árið á undan var greitt fyrir ræktun á 3.450 hekturum samkvæmt umsóknum frá 283 ræktendum.

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...