Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Mynd / smh
Fréttir 11. janúar 2024

Færri ræktendur og minni heildaruppskera

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nokkur samdráttur var í kornrækt árið 2023 miðað við árið á undan.

Borgar Páll Bragason.

Kornræktendur voru færri og heildaruppskeran minni en árið 2022. Lélegt tíðarfar á Suðurlandi á liðnu vori er aðalástæða þess.

Tölur frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sýna að fjöldi kornræktenda var 261 talsins árið 2023 og fækkaði um þrjátíu og tvo frá því árinu áður þegar þeir voru 293, þar af voru 29 færri á Suðurlandi.

„Ástæðan fyrir samdrættinum tel ég vera tíðarfarið í vor á Suðurlandi. Það voru margir bændur sem ekki sáðu neinu korni því þeir komust ekki um vegna bleytu og aðrir sáðu talsvert minna en þeir ætluðu sér,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri hjá RML.

Uppskera ársins 2023 nam um 9.290 tonnum alls af þresktu korni, en var um 9.785 tonn árið 2022 samkvæmt gögnum úr Jörð.is. Þar kemur fram að bygg hafi verið ræktað á 3.274 ha, hafrar á 128 ha, vetrarhveiti á 46 ha, vetrarrúgur á 37 ha og vorhveiti á 10 ha.

Tölurnar benda til þess að uppskerumagnið hafi numið um 3,2 tonnum að meðaltali á hektara, en frá 2019 náðist slíkt uppskerumagn einungis á árinu 2021. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu var greiddur út jarðræktarstyrkur fyrir ræktun á 3.375 hekturum kornræktarlands á síðasta ári samkvæmt umsóknum frá 250 kornræktendum, en árið á undan var greitt fyrir ræktun á 3.450 hekturum samkvæmt umsóknum frá 283 ræktendum.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...