Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Mynd / smh
Fréttir 11. janúar 2024

Færri ræktendur og minni heildaruppskera

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nokkur samdráttur var í kornrækt árið 2023 miðað við árið á undan.

Borgar Páll Bragason.

Kornræktendur voru færri og heildaruppskeran minni en árið 2022. Lélegt tíðarfar á Suðurlandi á liðnu vori er aðalástæða þess.

Tölur frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sýna að fjöldi kornræktenda var 261 talsins árið 2023 og fækkaði um þrjátíu og tvo frá því árinu áður þegar þeir voru 293, þar af voru 29 færri á Suðurlandi.

„Ástæðan fyrir samdrættinum tel ég vera tíðarfarið í vor á Suðurlandi. Það voru margir bændur sem ekki sáðu neinu korni því þeir komust ekki um vegna bleytu og aðrir sáðu talsvert minna en þeir ætluðu sér,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri hjá RML.

Uppskera ársins 2023 nam um 9.290 tonnum alls af þresktu korni, en var um 9.785 tonn árið 2022 samkvæmt gögnum úr Jörð.is. Þar kemur fram að bygg hafi verið ræktað á 3.274 ha, hafrar á 128 ha, vetrarhveiti á 46 ha, vetrarrúgur á 37 ha og vorhveiti á 10 ha.

Tölurnar benda til þess að uppskerumagnið hafi numið um 3,2 tonnum að meðaltali á hektara, en frá 2019 náðist slíkt uppskerumagn einungis á árinu 2021. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu var greiddur út jarðræktarstyrkur fyrir ræktun á 3.375 hekturum kornræktarlands á síðasta ári samkvæmt umsóknum frá 250 kornræktendum, en árið á undan var greitt fyrir ræktun á 3.450 hekturum samkvæmt umsóknum frá 283 ræktendum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...