Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Mynd / smh
Fréttir 11. janúar 2024

Færri ræktendur og minni heildaruppskera

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nokkur samdráttur var í kornrækt árið 2023 miðað við árið á undan.

Borgar Páll Bragason.

Kornræktendur voru færri og heildaruppskeran minni en árið 2022. Lélegt tíðarfar á Suðurlandi á liðnu vori er aðalástæða þess.

Tölur frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sýna að fjöldi kornræktenda var 261 talsins árið 2023 og fækkaði um þrjátíu og tvo frá því árinu áður þegar þeir voru 293, þar af voru 29 færri á Suðurlandi.

„Ástæðan fyrir samdrættinum tel ég vera tíðarfarið í vor á Suðurlandi. Það voru margir bændur sem ekki sáðu neinu korni því þeir komust ekki um vegna bleytu og aðrir sáðu talsvert minna en þeir ætluðu sér,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri hjá RML.

Uppskera ársins 2023 nam um 9.290 tonnum alls af þresktu korni, en var um 9.785 tonn árið 2022 samkvæmt gögnum úr Jörð.is. Þar kemur fram að bygg hafi verið ræktað á 3.274 ha, hafrar á 128 ha, vetrarhveiti á 46 ha, vetrarrúgur á 37 ha og vorhveiti á 10 ha.

Tölurnar benda til þess að uppskerumagnið hafi numið um 3,2 tonnum að meðaltali á hektara, en frá 2019 náðist slíkt uppskerumagn einungis á árinu 2021. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu var greiddur út jarðræktarstyrkur fyrir ræktun á 3.375 hekturum kornræktarlands á síðasta ári samkvæmt umsóknum frá 250 kornræktendum, en árið á undan var greitt fyrir ræktun á 3.450 hekturum samkvæmt umsóknum frá 283 ræktendum.

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...