Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með tíu tonn af heilum höfrum í kornþurrkstöðinni sinni.
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með tíu tonn af heilum höfrum í kornþurrkstöðinni sinni.
Mynd / smh
Fréttir 16. desember 2022

Enginn tækjabúnaður til að vinna hafra

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum standa um tíu tonn af heilum, óvölsuðum höfrum inni í kornþurrkstöðinni við bæinn. Ekki er hægt að vinna þá á Íslandi í neysluvænt form, sem haframjöl eða tröllhafra, vegna þess að nauðsynlegur tækjabúnaður er ekki til í landinu.

Ólafur Eggertsson, kúa­ og kornbóndi á bænum, segir að ef hann vildi framleiða úr þeim matvöru þyrfti hann að senda þá úr landi með skipi og láta senda sér aftur þegar búið væri að vinna þá. Miðað við hans umfang í hafraræktuninni sé það allt of stór fjárfesting að kaupa slíkan tækjabúnað.

Gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt

Á síðustu árum hefur innlend framleiðsla á hafravörum aukist talsvert og skemmst er að minnast nýlegra tíðinda úr Bændablaðinu frá Mjólkurvinnslunni Örnu um framleiðslu og útflutning á hafraskyri og hafrajógúrt. Þar var haft eftir Hálfdáni Óskarssyni framkvæmdastjóra að hafrarnir í vörur þeirra komi frá Svíþjóð og Finnlandi. Mikil eftirspurn eftir hafravörum skapi hins vegar gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt. Framtíðarsýnin sé sú að nýta sem mest íslenska hafra í framleiðsluna, um leið og þeir verði fáanlegir.

Hafa ekki undan að framleiða íslenska hafra

Arna á í samstarfi við Sandhóls­ bændur í Meðallandi, sem eru stórtækustu hafraræktendur Íslands. „Við erum að skoða það að fjárfesta í tækjabúnaði og fyrirhuguð er ferð til Finnlands á næstunni til að skoða tiltekna möguleika,“ segir Örn Karlsson, framkvæmdastjóri Sandhólsbúsins.

„Við höfum á fáum árum aukið framleiðsluna jafnt og þétt á hafra­ vörum okkar til manneldis – og höfum nú ekki undan. Til að prófa hvernig íslenski markaðurinn tæki hafravörum okkar byrjuðum við að senda hafrana með skipi til Jótlands í Danmörku, þar sem þeir hafa verið unnir í verksmiðju og sendir til baka.

Vegna samstarfsins við Örnu og velgengni vara okkar viljum við nú koma okkur upp eigin búnaði til að geta fullnægt þörfum markaðarins,“ segir Örn.

Skylt efni: Þorvaldseyri | Korn

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...