Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá undirrituninni; Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar ríkisins, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Frá undirrituninni; Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar ríkisins, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Mynd / Golli
Fréttir 4. febrúar 2021

Endurskoðun rammasamnings ríkis og bænda lokið

Höfundur: smh

Í dag lauk formlegri endurskoðun rammasamnings ríkis og bænda og þar með hafa allir fjórir búvörusamningarnir sem tóku gildi 1. janúar 2017 verið endurskoðaðir. Meðal helstu atriða samningsins má nefna að í honum er kveðið á um að íslenskur landbúnaður verði alveg kolefnisjafnaður árið 2040, ný landbúnaðarstefna verði grunnur endurskoðunar búvörusamninga 2023, mælaborð landbúnaðarins verði sett á fót og úfært verði búvörumerki fyrir íslenskar búvörur.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, undirrituðu samkomulagið um breytingar á rammasamningnum um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins sem gildir út árið 2026.

Bændasamtökum Íslands verður falið að útfæra búvörumerkið, en slíkt merki er að norrænni fyrirmynd. Fjármunir úr rammasamningnum renna til samtakanna til að standa straum af kostnaði við þá vinnu. Í samningum er ákvæði um tollvernd þar sem kveðið er á um að hún sé hluti af starfsskilyrðum landbúnaðarins.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir í tilefni undirritunarinnar að það sé ánægjulegt að loks hafi verið lokið við endurskoðunina, en tæknileg atriði hafi verið umfangsmikil og nýstofnaður Matvælasjóður hafi haft áhrif á samninginn. „Einnig er mikilvæg grein í samningnum þar sem fram kemur að tollar séu hluti af starfsumhverfi landbúnaðar og þar að auki verður tekið tillit til þróunar á þeim vettvangi. Í hluta af framlagi samningsins, sem rennur beint til Bændasamtakanna, er viðurkennd sú ábyrgð sem samtökin bera gagnvart opinberum aðilum á grundvelli laga. Stuðningur við þróun búvörumerkis fyrir íslenska framleiðslu er einnig hluti rammasamningsins sem er mikilvægt skref fyrir íslenska matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er haft eftir Kristján Þór að um ánægjulegan áfanga sé að ræða. „Að baki er mikil vinna með umfangsmiklum breytingum á starfsskilyrðum íslensks landbúnaðar til hins betra. Í samkomulaginu sem nú var undirritað er að finna ákvæði sem ég er sannfærður um að muni styrkja undirstöður landbúnaðarins, m.a. ákvæði um að ný landbúnaðarstefna fyrir Ísland, sem mun liggja fyrir í vor, verði grunnur að endurskoðun búvörusamninga árið 2023. Um leið verður mælaborð landbúnaðarins skref í að skapa betri yfirsýn yfir stöðu greinarinnar á hverjum tíma og útfærsla búvörumerkis fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að norrænni fyrirmynd verður mikilvægt verkefni í að tryggja sérstöðu íslenskra vara á markaði, til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur.”

Endurskoðaður rammasamningur milli ríkis og bænda um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...