Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kaffi Loki, Reykjavík.
Kaffi Loki, Reykjavík.
Mynd / Kaffi Loki
Fréttir 29. júní 2020

Ekta íslenskur matur um allt land

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Nýverið fór í loftið ný heimasíða, EKTA – Icelandic Food Exper­ience, sem ætlað er að auð­velda ferðalöngum, jafnt íslensk­um sem erlendum, að finna veitingastaði hérlendis sem leggja áherslu á íslenska matar­menningu og mat úr héraði. Heimasíðan er meistaraverk­efni Guðnýjar Hilmarsdóttur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er mjög aðgengileg og sett upp á skýran hátt. 
 
„Ég hef verið að vinna í ferðaþjónustunni í rúman áratug en þó ég sé með grunnmenntun í ljósmyndun, þá leiddist ég inn í heim ferðamennskunnar vegna spænskukunnáttunnar. 
 
En ég nam í Barcelóna, ílengdist þar og bjó þar að lokum í 15 ár. Eiginmanni og tveimur börnum ríkari, fluttist ég svo til Íslands árið 2013 og hér viljum við vera,“ segir Guðný en leiðbeinandi hennar á Bifröst var Anna Hildur Hildibrandsdóttir. 
 
Hluti af menningartengdri ferðaþjónustu
 
Guðný Hilmarsdóttir. 
Verkefnið var valið til þátt­töku í Virkjum hugvitið á vegum Íslenska ferðaklasans, atvinnuvegaráðuneytisins, Icelandic Startups, Nýsköpunar­miðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu.
 
„Frá árinu 2013 hef ég verið að vinna hjá Íslenskum fjalla­leiðsögumönnum og aðallega verið í ferðahönnun undir sérferðamerkinu þeirra, Iceland Rovers. Þar er ég að skipuleggja ferðir frá A-Ö og gjarnan á allt að vera innifalið. Jafnt við vinnu mína sem og á ferðalögum hefur mér fundist vanta upplýsingar um veitingastaði með ekta íslenskum mat og fólk endar oftar en ekki á vegasjoppum. Það er auðvitað allt í lagi og gott að hafa slíka þjónustu þegar fólk er á hraðferð, en það er bara svo mikið til af góðum veitingastöðum utan þjóðvegarins og krefst oft ekki nema nokkurra mínútna aukaaksturs,“ útskýrir Guðný og segir jafnframt:
 
„Haustið 2018 ákvað ég að bæta við mig menntun og hóf meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Það tók ég í fjarnámi ásamt vinnunni og lagði áherslu á menningartengda ferðaþjónustu þar sem ég hafði kost á. Þar kviknaði þessi hugmynd og varð svo úr að lokaverkefnið mitt var viðskiptaáætlun fyrir EKTA Icelandic Food Experience (Ekta íslensk matarupplifun). Upphaflega langaði mig að gera app en það er mjög kostnaðarsamt og einnig hafa forsendur breyst vegna aðstæðna í þjóðfélaginu núna. 
 
Ég setti því EKTA í loftið sem vefsíðu og enn sem stendur er hún eingöngu á íslensku þar sem hér eru nær eingöngu Íslendingar að ferðast í augnablikinu. Hún mun þó fljótlega fá þýðingu yfir á fleiri tungumál. 
 
Gott, Vestmannaeyjum. Mynd / Gott
 
Hvetur veitingastaði til að hafa samband
 
Síðan er tiltölulega nýfarin í loftið og er Guðný enn þá að byggja upp sambönd við aðstandendur veitingastaða en hún hvetur fólk til að hafa samband við sig ef það er með ábendingar varðandi veitingastaðaval og annað á info@ektaiceland.com.
 
„Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn, en ég á ekki von á öðru en að hér komi fljótlega aftur ferðamenn sem muni nýta sér vefinn eins og Íslendingar. En það væri gaman ef EKTA gæti orðið að eins konar gæðastimpli.“
 
Vefur EKTA - www.ektaiceland.com
EKTA er á Instagram: https://www.instagram.com/ektaiceland/
Einnig á og Facebook:. https://www.facebook.com/EktaIceland/
 
Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...