Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Fréttir 22. október 2015

Búvörusamningur gengur fyrir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra staðfesti í samtali við Bændablaðið að nýgerður tollasamningur við Evrópusambandið verði ekki lagður fyrir Alþingi fyrr en gengið hefur verið frá nýjum búvörusamningi.

„Eftir fund minn með formanni Bændasamtakanna og samráð við landbúnaðarráðherra tók ég þá afstöðu að það sé rétt að samningurinn verði ekki lagður fyrir Alþingi fyrr en fyrir liggur hver verði lending í nýjum búvörusamningum. Það liggur og fyrir að ferlið ESB-megin mun taka langan tíma svo það er engin pressa á okkur í þessu máli.“

Mikilvægt að skoða heildarmyndina

Gunnar segir að að sínu mati sé einfaldlega rétt að við svo „mikilvæga samningagerð eins og búvörusamninga hafi menn heildarmyndina til lengri framtíðar uppi á borðinu í samskiptum ríkis og landbúnaðarins“.

Að sögn Gunnars hefur hann ekki orðið var við annað en að skilningur sé á afstöðu hans á málinu hjá öðrum ráðherrum ríkis­stjórnarinnar. „Enda hafði ég samráð við landbúnaðarráðherra um þetta.“

Ákveðin tækifæri í samningnum

Hvað tollasamninginn við Evrópusambandið varðar segir Gunnar Bragi að almennt telji hann samninginn vera ásættanlegan.

„Samningurinn veitir ákveðin tækifæri fyrir landbúnað á Íslandi til að þreifa fyrir sér á markaði í Evrópu með nýjar vörur, eins og til dæmis í kjöti. Á sama tíma svarar samningurinn brýnni þörf fyrir auknar innflutningsheimildir til ESB fyrir skyr en einnig fyrir lambakjöt. Hvað varðar heimildir ESB til innflutnings til Íslands tel ég að umfang þeirra sé ekki með þeim hætti að landbúnaðurinn eigi að óttast það. Íslenskur landbúnaður er sterkari en svo. Auk þess er gert ráð fyrir ríflegum aðlögunartíma og mikilvægt að hlusta eftir áhyggjum og hugmyndum bænda.“

Vinna vegna TTIP hafin

Þegar Gunnar var spurður hvort væntanlegur TTIP-fríverslunar­samningur milli Evrópu­sambandsins og Bandaríkjanna hafi haft áhrif á tollasamninginn milli Íslands og Evrópusambandsins segir hann svo ekki hafa verið.

„TTIP-viðræðurnar höfðu engin áhrif á þennan samning sem slíkan. Það er hins vegar mikilvægt að stjórnvöld og samtök bænda og atvinnulífið almennt meti hugsanleg áhrif TTIP-samningsins á íslenska hagsmuni. Sú vinna er þegar hafin af okkar hálfu og mun halda áfram, meðal annars með sérstöku samráði við samtök bænda.“

Þess má geta að á þriðja hundr­að þúsund manns mótmæltu harðlega fyrirhuguðum TTIP-fríverslunarsamningi í Berlín og fleiri borgum Þýskalands um fyrri helgi. Mun það hafa komið þýskum ráðamönnum í opna skjöldu.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...