Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá veitingu viðurkenninga Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Valgeir Anton Þórisson hjá Búvís, Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli, Stefán Lárus Karlsson, bóndi  á Yri-Bægisá og Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE.
Frá veitingu viðurkenninga Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Valgeir Anton Þórisson hjá Búvís, Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli, Stefán Lárus Karlsson, bóndi á Yri-Bægisá og Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE.
Fréttir 17. maí 2018

Búvís hlaut Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og eða úrvinnslu landbúnaðarafurða sem stuttlega var greint frá í síðasta Bændablaði. 
 
Miklar vangaveltur voru um hver skyldi hljóta hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þetta árið og varð niðurstaðan sú að viðurkenningin féll í skaut fyrirtækinu Búvís sem er til húsa í Grímseyjargötu 1 á Akureyri. 
 
Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Viðurkenninguna geta einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir hlotið.
 
Verð á áburði lækkaði
 
Búvís var stofnað 2006  en í um það bil 2 ár áður höfðu eigendur þess verið að flytja inn og selja vörur til bænda undir nafninu Lambás sem var fyrirtæki sem Gunnar Guðmundsson í Sveinungsvík í Þistilfirði var með fyrir sinn búrekstur, en ásamt honum er Einar bróðir hans eigandi Búvís. 
 
Búvís hefur selt áburð frá árinu 2009 og ljóst er að með innkomu þeirra á þann markað hafi verð á áburði til bænda lækkað og þeir verið leiðandi á markaðnum í að reyna að halda  áburðarverði lágu.
 
Byggðu nýtt hús undir starfsemina
 
Árið 2012 var núverandi húsnæði félagsins byggt undir starfsemina að Grímseyjargötu 1 en áður hafði hún verið í bílskúrnum hjá Einari og í Sveinungsvík.
 
Segja má að upp úr því hafi fyrirtækið tekið talsvert stökk og orðið mun sýnilegra og meira áberandi á markaði.
 
Allar götur síðan hafa þeir verið að auka umsvif í vörum til nota í landbúnaði, gróflega áætlað skiptast söluþættir í þrjá hluta, þar sem áburður er stærstur, þá rúlluplast og síðan ýmiss konar vélar og tæki ásamt margháttaðri smávöru. 
 
Alls starfa 6 manns hjá Búvís, en á álagstímum er starfsfólki fjölgað. Þá eru 22 söluaðilar eða lagerhaldarar á rúlluplasti víða um land.
 
Augljós áhrif
 
„Þeir bræður stofnuðu þetta norðlenska fyrirtæki frá núllpunkti og hafa komið því í sterka stöðu á rúmlega áratug og ein aðalástæða þess að þeir hljóta Hvatningarverðlaun BSE er að augljós eru þau áhrif sem innkoma þeirra á landbúnaðarvörumarkað hefur haft á verð til bænda,“ sagði Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, við afhendingu viðurkenningarinnar. 
 
Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...