Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, bændur í Birkihlíð í Skagafirði, kynntu eigin framleiðslu á bás Matís á Íslenskum landbúnaði í Laugardalshöllinni í október 2018.
Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, bændur í Birkihlíð í Skagafirði, kynntu eigin framleiðslu á bás Matís á Íslenskum landbúnaði í Laugardalshöllinni í október 2018.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. ágúst 2019

Bóndinn í Birkihlíð einnig kærður vegna örslátrunarinnar

Höfundur: smh
Eins og fram kom í síðasta Bændablaði var Sveinn Margeirsson, fyrirverandi forstjóri Matís, tekin til skýrslutöku hjá lögreglunni á dögunum vegna mála frá því í október á síðasta ári. Hann stýrði þá nýrri aðferð við heimaslátrun sem Matís hefur þróað – svokallaðri örslátrun – á bænum Birkihlíð í Skagafirði og seldi afurðirnar á bændamarkaði á Hofsósi. Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, var einnig kallaður til skýrslutöku síðasta haust og telur sig ranglega liggja undir grun um að eiga einhverja sök í málinu. 
 
„Matvælastofnun lagði málið þannig upp fyrir lögregluna að ég hefði komið að því að selja kjötið á Bændamarkaðnum í Hofsósi, sem er alveg út í hött,“ segir Þröstur. „Þeim var fullkunnugt um að þetta var verkefni á vegum Matís, þeir kjósa að vilja ekki skilja það að Matís hafi verið með þetta verkefni.“  
 
Voru lög brotin í Birkihlíð?
 
„Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra fjallaði svo um málið og þar kemur skýrt fram að ekkert brot hafi verið framið í Birkihlíð. Síðan kýs Mast að kæra okkur Svein persónulega, sem er mjög skrýtið þar sem heilbrigðiseftirlitið er búið að fjalla um málið. Þar sem Sveinn er að vinna hjá Matís, sem er opinber stofnun, og hlutverk þeirrar stofununar er að auka verðmæti afurða og rannsaka hlutina og gera prófanir sem þeir voru klárlega að gera með þessu örsláturhúsverkefni. Af hverju kærðu þeir ekki Matís? Mér finnst líka skrýtið að þessi skýrsla frá Matís um þetta örsláturhúsverkefni skuli ekki koma út, veit ekki betur en hún sé löngu tilbúin,“ segir Þröstur. 
 
Í svari Einars Thorlacius, lögfræðings hjá Matvælastofnun, við fyrirspurn blaðamanns, kemur fram að farið hafi verið fram á opinbera rannsókn á þætti Þrastar og þeir Sveinn væru grunaðir um að hafa tekið þátt í að brjóta lög um slátrun og sláturafurðir. „Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé í starfsstöð sem ekki hafði leyfi til slátrunar og að dreifa og setja á markað afurðir af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf. Afurðirnar voru því óhæfar til manneldis og með öllu óheimilt að dreifa þeim og markaðssetja með þeim hætti sem reyndin var,“ segir í svarinu.
 
Bændur gætu stóraukið verðmæti sinna afurða
 
„Því miður var Sveini sagt upp – sem er mjög miður. Það mættu fleiri hafa áhuga á því að auka verðmæti afurða bænda. Hann á miklar þakkir skildar að gera það sem ætti að vera búið að gera fyrir löngu og á ég þá við að gera svona vísindalega rannsókn á heimaslátruðu kjöti og sýna að það sé ekki síður heilnæmt heldur en það kjöt sem er slátrað í afurðastöðum. Hann þorði að fara í málið á móti kerfinu. Einhverjir hefðu sjálfsagt kosið að gera minna og þiggja bara launin sín,“ segir Þröstur.
 
 „Mér finnst með ólíkindum að Matvælastofnun skyldi hafa farið fram á þessa opinberu rannsókn, sem ég skildi reyndar þannig að það væri verið að kæra okkur.  Það hefði verið farsælla að nýta sér verkefnið til gagns og snúa bökum saman og hjálpast að; nýta sér upplýsingarnar úr þessu verkefni. 
 
Nú er alltaf verið að tala um sjálfbærni, þykir voðalega fínt hjá stjórnmálamönnum og alltaf verið að tala um kolefnisfótsporið og dýravelferð. Það er enginn vafi í mínum huga að með örsláturhúsi, sem bændur gætu komið sér upp með fínni aðstöðu, þá gætu þeir stóraukið verðmæti sinna afurða, það er enginn vafi. Það er enginn að tala um að gera þetta úti um allt með engu eftirliti,“ segir Þröstur.
 
Alltof mikill hraði
 
„Í mínum huga mælir allt með að bændur fái að búa sér til svona aðstöðu sem örsláturhúsverkefnið snýst um; dýravelferðin, kolefnissporið, almenn sláturkunnátta og síðast en ekki síst gæði kjötsins, sem mér finnst hraka æ meira – því meiri hraði í stóru sláturhúsunum, því minni gæði,“ segir Þröstur og tekur dæmi af því þegar hryggjaskortur varð. Þá hafi verið slátrað á fimmtudegi og kjötið komið suður í búðirnar strax á næsta mánudegi.  
 
„Við skulum ekki gleyma því að bændur búa þessi verðmæti til. En nú er staðan þannig að þeir fá lítið fyrir sinn snúð. Bændur eru orðnir algjörlega hornreka á að fá eitthvað úr sinni vöru, þeir verða að fá einhver tækifæri til að auka virði sinni afurða. Þar koma stjórnmálamenn inn. Ég fór á fund landbúnaðarráðherra til að ræða þessi mál og var hann mjög jákvæður gagnvart því og ég treysti því og vona að þetta verði til þess að bændur fái að komast ofar í virðiskeðjunni. En mér virðist orðið alveg ljóst að bændur fá ekki stærri sneið af kökunni meðan bændur geta ekkert gert annað en að fara með sínar afurðir í afurðastöð. Hvað gerist svo ef heimtökugjaldið hækkar?“ spyr Þröstur að lokum.
Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...