Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla
Fréttir 26. apríl 2022

Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Á aðalfundi Beint frá býli (BFB), sunnudaginn 24. apríl, var samþykkt að BFB yrði aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM).

Í tilkynningu frá SSFM kemur fram að aðildarfélög þess séu áfram sjálfstæð félög með eigin kennitölu, samþykktir og stjórn. Með aðildinni öðlast félagsmenn BFB öll þau réttindi og skyldur sem fullgildir félagsmenn SSFM hafa.

Oddný Anna Björnsdóttir verður framkvæmdastjóri beggja félaga. Stjórnir félaganna áætla að funda að lágmarki tvisvar á ári tengt áætlanagerð, en stefnumótandi markmið og aðgerðaáætlun verða sameiginleg.

Við undirskrift samningsins voru þegar 21 af 54 félagsmönnum BFB einnig félagsmenn í SSFM og bættust því við 33 félagsmenn við félagaskrá SSFM, sem telur nú á þriðja hundrað og 112 á lögbýli.

Eitt aðildargjald fyrir bæði félög

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að félagsmenn BFB muni aðeins þurfa að greiða eitt aðildargjald fyrir aðild að báðum félögum, sem er 20.000 krónur, og renna 17.500 krónur inn í sameiginlegan rekstur félaganna. Þegar félögin sameinast um að sækja um styrki, skrifa umsagnir, áskoranir, þátttöku á fundum, ráðstefnum, sýningum og svo framvegis verður það í nafni beggja félaga.

Félagsmönnum í SSFM sem eru á lögbýlum, en eru ekki félagsmenn í BFB, verður boðin aðild að BFB sem kostar þá aðeins 2.500 krónur aukalega. Í gegnum hana geta þeir meðal annars sett gæðamerki félagsins, Beint frá býli - frá fyrstu hendi, á vörur sínar að uppfylltum skilyrðum og notað merki félagsins og hugtakið „beint frá býli“ í markaðssetningu og selt vörur sínar í gegnum pöntunarsíðu félagsins, www.beintfrabyli.is sem var endurgerð árið 2020.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...