Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla
Fréttir 26. apríl 2022

Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Á aðalfundi Beint frá býli (BFB), sunnudaginn 24. apríl, var samþykkt að BFB yrði aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM).

Í tilkynningu frá SSFM kemur fram að aðildarfélög þess séu áfram sjálfstæð félög með eigin kennitölu, samþykktir og stjórn. Með aðildinni öðlast félagsmenn BFB öll þau réttindi og skyldur sem fullgildir félagsmenn SSFM hafa.

Oddný Anna Björnsdóttir verður framkvæmdastjóri beggja félaga. Stjórnir félaganna áætla að funda að lágmarki tvisvar á ári tengt áætlanagerð, en stefnumótandi markmið og aðgerðaáætlun verða sameiginleg.

Við undirskrift samningsins voru þegar 21 af 54 félagsmönnum BFB einnig félagsmenn í SSFM og bættust því við 33 félagsmenn við félagaskrá SSFM, sem telur nú á þriðja hundrað og 112 á lögbýli.

Eitt aðildargjald fyrir bæði félög

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að félagsmenn BFB muni aðeins þurfa að greiða eitt aðildargjald fyrir aðild að báðum félögum, sem er 20.000 krónur, og renna 17.500 krónur inn í sameiginlegan rekstur félaganna. Þegar félögin sameinast um að sækja um styrki, skrifa umsagnir, áskoranir, þátttöku á fundum, ráðstefnum, sýningum og svo framvegis verður það í nafni beggja félaga.

Félagsmönnum í SSFM sem eru á lögbýlum, en eru ekki félagsmenn í BFB, verður boðin aðild að BFB sem kostar þá aðeins 2.500 krónur aukalega. Í gegnum hana geta þeir meðal annars sett gæðamerki félagsins, Beint frá býli - frá fyrstu hendi, á vörur sínar að uppfylltum skilyrðum og notað merki félagsins og hugtakið „beint frá býli“ í markaðssetningu og selt vörur sínar í gegnum pöntunarsíðu félagsins, www.beintfrabyli.is sem var endurgerð árið 2020.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...