Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla
Fréttir 26. apríl 2022

Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Á aðalfundi Beint frá býli (BFB), sunnudaginn 24. apríl, var samþykkt að BFB yrði aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM).

Í tilkynningu frá SSFM kemur fram að aðildarfélög þess séu áfram sjálfstæð félög með eigin kennitölu, samþykktir og stjórn. Með aðildinni öðlast félagsmenn BFB öll þau réttindi og skyldur sem fullgildir félagsmenn SSFM hafa.

Oddný Anna Björnsdóttir verður framkvæmdastjóri beggja félaga. Stjórnir félaganna áætla að funda að lágmarki tvisvar á ári tengt áætlanagerð, en stefnumótandi markmið og aðgerðaáætlun verða sameiginleg.

Við undirskrift samningsins voru þegar 21 af 54 félagsmönnum BFB einnig félagsmenn í SSFM og bættust því við 33 félagsmenn við félagaskrá SSFM, sem telur nú á þriðja hundrað og 112 á lögbýli.

Eitt aðildargjald fyrir bæði félög

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að félagsmenn BFB muni aðeins þurfa að greiða eitt aðildargjald fyrir aðild að báðum félögum, sem er 20.000 krónur, og renna 17.500 krónur inn í sameiginlegan rekstur félaganna. Þegar félögin sameinast um að sækja um styrki, skrifa umsagnir, áskoranir, þátttöku á fundum, ráðstefnum, sýningum og svo framvegis verður það í nafni beggja félaga.

Félagsmönnum í SSFM sem eru á lögbýlum, en eru ekki félagsmenn í BFB, verður boðin aðild að BFB sem kostar þá aðeins 2.500 krónur aukalega. Í gegnum hana geta þeir meðal annars sett gæðamerki félagsins, Beint frá býli - frá fyrstu hendi, á vörur sínar að uppfylltum skilyrðum og notað merki félagsins og hugtakið „beint frá býli“ í markaðssetningu og selt vörur sínar í gegnum pöntunarsíðu félagsins, www.beintfrabyli.is sem var endurgerð árið 2020.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...