Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Svona voru aðstæður við bæinn Björg í Útkinn á mánudaginn.
Svona voru aðstæður við bæinn Björg í Útkinn á mánudaginn.
Mynd / Landhelgisgæslan
Fréttir 7. október 2021

Bændur í Kinn og Útkinn komnir heim

Höfundur: smh

Bændur í Kinn og Útkinn eru komnir heim eftir að rýmingu var aflétt á þriðjudagskvöld. Allri mjólk tókst að bjarga á kúabúunum sex.

Eftir gríðarlega úrkomu á Norður­landi var hættustigi almannavarna lýst yfir í Kinn og Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu aðfaranótt sunnudags vegna skriðuhættu. Rýma þurfti tólf bæi í Útkinn og Kinn um helgina, en talið er að tugir skriða hafi fallið á svæðunum og nokkrir bæir urðu innlyksa.

Á þriðjudaginn var komið að þolmörkum hjá kúabændum varðandi geymslu mjólkur. Mjólkurbíll Auðhumlu sótti mjólkina á þriðjudaginn á öll sex kúabúin í Kinn og Útkinn, fyrir utan Björg en þangað var ófært. Ökuleið var svo rudd í gegn þangað í gær á miðvikudegi og mjólkinni bjargað.

Kýrnar kætast þegar bændur og björgunarsveitarmenn koma á bæinn.

Ræktarlönd á kafi í vatni og aurbleytu

Var þyrla Landhelgisgæslunnar notuð til að hjálpa til við rýmingu og fengu bændur aðstoð björgunarsveita til að komast í aðkallandi bústörf eins og mjaltir.

Samkvæmt upplýsingum frá Hermanni Karlssyni, aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, var ekki tilkynnt um tjón á húsakosti né ollu skriður skaða á búfé bænda en ræktarlönd eru mörg hver á kafi í vatni og aurbleytu.

Mjólkurtjón ekki bætt

Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á Björgum og fyrrverandi formaður Samtaka ungra bænda, segir að fjölskyldan hafi haldið til á Húsavík frá aðfaranótt sunnudags og á meðan rýming stóð yfir. „Við fengum að fara heim í mjaltir í fylgd björgunarsveita, enda bannað að fara inn á svæðið. Systir mín og mágur sáu um mjaltir og gjafir en við fengum einnig að fara til að sækja föt og annað sem við þurftum á að halda. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mjólkurbíll átt að sækja þriggja daga mjólk til okkar á þriðjudaginn, en það var ekki mögulegt því hér eru erfiðustu aðstæðurnar. Hefði mjólkurbíllinn ekki komist til okkar í dag hefði þurft að hella mjólkinni niður og það tjón hefði ekki verið bætt,“ segir Jóna, en hún telur að um þrjú þúsund lítrar hafi verið í stútfullum tankinum á Björgum þar sem 40 mjólkandi kýr eru.

Aurinn liggur á fjölda túna

Að sögn Jónu hafa aðstæður lítið breyst frá helginni, áfram hefur haldið að rigna eitthvað, þótt það sé mun minna en um helgina.

Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á Björgum, og sonurinn Hlöðver Þór Jónuson. Myndi / Aðsend

Hún segir að það hafi staðið frekar tæpt með eina skriðuna sem teygði sig mjög nærri bænum, en fólk var við mjaltir þegar sú skriða féll. „Sauðféð var úti – og er reyndar enn þá. En það var fjarri fjallinu og því ekki í hættu beinlínis af henni. Við höfðum hins vegar áhyggjur af þeim ef það myndi koma eitthvert flóð í Skjálfandafljóti. Hins vegar er mest allt á floti hjá okkur á túnunum, ýmist undir vatni eða aurbleytu og leðju. Aurinn og leðjan nær alveg yfir fjölda túna og svo eru slettur á öðrum.

Við erum hins vegar bjartsýn á framhaldið og engan bilbug á okkur að finna þegar við fáum loksins að fara heim. Tækin til að koma þessu í samt lag eru til þannig að það verður bara ráðist í verkin eins fljótt og hægt er. Tilfinningatjónið er hins vegar erfitt að bæta, því ásýndin umhverfis bæinn er auðvitað gjörbreytt.

Svo þarf að meta margt upp á nýtt varðandi hættusvæði og annað með tilliti til þess að það bendir ýmislegt til að veðurfar sé breytt í ljósi loftslagsbreytinga, með þessum óhemjumiklu rigningum.“ 

Skylt efni: aurskriður | skriður | Útkinn | Kinn | Björg

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...