Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorleifur Jóhannesson á Hverabakka var um árabil eini framleiðandinn á íslensku selleríi sem fór í almenna dreifingu.
Þorleifur Jóhannesson á Hverabakka var um árabil eini framleiðandinn á íslensku selleríi sem fór í almenna dreifingu.
Mynd / smh
Fréttir 10. september 2021

Bændasamtök Íslands mótmæla fullyrðingum ráðherra í „sellerímálinu“

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau mótmæla fullyrðingum Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um að frumvarpi hans um tollfrjálsan innflutning á selleríi hafi verið breytt í meðförum þingsins, meðal annars vegna þrýstings frá hagsmunasamtökum bænda.

Málið á rætur í fréttaflutningi um skort á selleríi í verslunum á Íslandi. Samtökin segja að umrædd yfirlýsing ráðherra sem hann birti á Facebook-síðu sinni 7. september síðastliðinn, þar sem hann sverji af sér skort á selleríi gagnvart fulltrúum verslunarinnar, hafi gert það að verkum  að samtök bænda séu enn á ný sökuð um að standa gegn neytendum. „Nú er mál að linni. Stjórn Bændasamtaka Íslands hafnar fullyrðingum ráðherrans og segja þær rangar og vilja koma eftirfarandi á framfæri:

  • Í drögum að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda í júlí 2019 var lagt til að það kæmi í hlut ráðherra að úthluta tollkvótum á sellerí, með tollnúmerið 0709.4000 og ýmsum öðrum landbúnaðarvörum frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
  • Frumvarp um breytingar á búvörulögum, 382. mál, sem lagt var fram á Alþingi af ráðherranum sjálfum, hafði að geyma tæmandi talningu á tilteknum landbúnaðarvörum sem skyldu bera toll yfir ákveðið tímabil. Sellerí var þar á meðal, sem skyldi bera lægri toll frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
  • Í meðförum þingsins komu vissulega fram harðar athugasemdir frá bændum sem stunda útiræktun grænmetis en frumvarpið breyttist þó ekki þar sem eftir 2. umræðu, þann 16. desember 2019 voru lægri tollar á sellerí tímabilið frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. október til 31. desember, en almennir tollar þar sem meirihluti atvinnuveganefndar taldi að innlend framleiðsla gæti annað eftirspurn á markaði, þ.e. yfir tímabilið frá 15. ágúst til 15. október.
  • Bændasamtökin bentu á það í meðförum málsins að mikilvægt væri að sveigjanleiki væri í lögunum til þess að bregðast við uppskerubresti eða öðrum náttúrulegum aðstæðum sem takmarkað gætu framboð á innlendum vörum. Innlend framleiðsla sveiflast alltaf í takti við náttúrulegar aðstæður hvers tíma og því var það fyrirsjáanlegt að þessi staða gæti komið upp ef að tímabilin væru fastsett með engum sveigjanleika. Þessum sjónarmiðum var hafnað í meðförum þingsins.
  • Frumvarpið var svo samþykkt sem lög á Alþingi þann 23. desember 2019 þar sem enn voru tollar á sellerí en á því tilgreinda tímabili sem meirihluti atvinnuveganefndar hafði gert að tillögu sinni,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands.

Skylt efni: tollamál | sellerí

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...