Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í verki Menntaskólans við Hamrahlíð sjást þau Oddný Þórarinsdóttir sem Fleur, önnur sjóræningjanna, og Lúkas Nói Ólafsson í hlutverki kaupsýslumannsins Alistair. Í þessari senu vill Fleur fá Alistair til að synda svolítið með sér en sá síðarnefndi er ekki alveg á þeim buxunum.
Í verki Menntaskólans við Hamrahlíð sjást þau Oddný Þórarinsdóttir sem Fleur, önnur sjóræningjanna, og Lúkas Nói Ólafsson í hlutverki kaupsýslumannsins Alistair. Í þessari senu vill Fleur fá Alistair til að synda svolítið með sér en sá síðarnefndi er ekki alveg á þeim buxunum.
Mynd / Kristjana Stefánsdóttir
Fréttir 4. apríl 2022

Á fjölum framhaldsskólanna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélög framhaldsskólanna víðs vegar um landið standa í sýningum þessa dagana enda stór þáttur félagslífs og án efa mikilvægur hluti þess að læra að standa fyrir framan fjölda manns og láta til sín taka.

Eitt elsta leikfélag sem heimildir eru til um er Herranótt, nú leikfélag Menntaskólans í Reykjavík. Var það stofnað árið 1787 og talið hið elsta á Norðurlöndunum.Upphaflega hóf Herranótt þó tilvist sína í Skálholtsskóla er skólapiltar hófu skólaárið á nokkurs konar uppistandi þar sem gert var grín að ræðum virðulegra presta staðarins, en grín þetta hafði þó á sér brag vikivakahátíða svokallaðra, þar sem voru sett upp hin ýmsu gervi og brugðu piltarnir sér í allra kvikinda líki.

Við fjölgun framhaldsskóla í landinu fjölgaði leikfélögum þeirra að sama skapi og má segja að við hvern einasta séu nú framkvæmd kraftaverk á sviði á einn eða annan hátt. Hér á síðunni er stiklað á stóru og nokkur þeirra kynnt til leiks. Er víst að á fjölum framhaldsskólanna má sannarlega finna leikaraefni framtíðarinnar.

Á móti straumnum - Menntaskólinn við Hamrahlíð

Leikritið Á móti straumnum fjallar um tvenn hjón sem ákveða að leigja saman bát og fara í skemmtisiglingu upp ána Orb. Fríið fer þó ekki eins vel og vonir stóðu til vegna ósættis hjónanna og smæð bátsins. Ferðalagið tekur óvænta stefnu þegar siðblindir sjóræningjar hertaka bátinn. Á endanum verða þau öll að velja hvort þau eigi að sigla með eða á móti straumnum. 

Grease - Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Föstudaginn 18. mars sl. frumsýndi Leikfélag Keflavíkur ungmennasöngleikinn Grease en hann er settur upp í samstarfi við Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Vox Arena, leikfélag NFS. Listrænir stjórnendur voru allir þátttakendur í Fyrsta kossinum en því sýningarferli lauk 19. febrúar og því byrjuðu æfingar á Grease ekki af fullum krafti fyrr en um miðjan febrúar.

Má því segja að síðustu vikur hafi verið afar krefjandi fyrir alla sem að sýningunni koma en stjórnarmeðlimir Leikfélags Keflavíkur eru þó mjög ánægðir með samstarfið við leikfélag NFS. 

Ekki um ykkur - Leikfélag Menntaskóla Ísa­fjarðar

Verkið fjallar um vinahóp sem hittist úti á landi í jarðarför eins æskufélaga þeirra – þó lítið sem ekkert samband hafi verið síðan á unglingsárunum. Að jarðarför lokinni ákveða þau þó að skella sér saman í sumarbústað til að rifja upp gamla tíma en í verkinu er hoppað á milli tveggja tímaskeiða þar sem áhorfendur kynnast hópnum bæði í fortíð og nútíð. Hver kyssti hvern, hver var skotinn í hverjum og svo framvegis. Sýningartímabilið stóð yfir í rétt rúma viku, lauk núna 19. mars, en var leikendum ausið mikið lof af þeim heppnu er á horfðu.

Hvert örstutt spor

Lista- og menningarsvið fram­haldsskóla Austur-Skaftafellssýslu /Leikfélag Hornafjarðar. Í tilefni 60 ára afmælis leikfélags Hornafjarðar nýverið var leikritið Hvert örstutt spor, byggt á „Silfurtúngli“ Halldórs Laxness, en það verk var skrifað árið 1954 og var þess tíma þjóðfélagsádeila.

Hvert örstutt spor er sett á svið í samstarfi við lista- og menningarsvið framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, eins og vani hefur verið sl. ár. Áður hefur samstarfið ma. fætt af sér verk á borð við Fílamanninn (2019), Ronju Ræningjadóttur 2018), Pilt og stúlku (2017) og Love me do (2016).

Skylt efni: Áhugaleikhús

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...