Geitfjárafurðir fá sögumiða Slow Food-hreyfingarinnar
Um þessar mundir er unnið að gerð svokallaðra sögumiða fyrir íslenska geitabændur, sem ætlaðir eru framleiðendum í verkefninu Presidia innan alþjóðlegu Slow Food-hreyfingarinnar. Á sögumiðanum er sögð saga hvers og eins ræktanda, sem tekur þátt í verkefninu.