Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, og hópur nemenda úr Hótel- og matvælaskólanum.
Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, og hópur nemenda úr Hótel- og matvælaskólanum.
Mynd / smh
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og 19. október undir yfirskriftinni BragðaGarður.

Fyrri daginn var lögð sérstök áhersla á fræðslu og voru haldnar vinnustofur miðaðar við ungmenni á aldrinum 16–20 ára. Á seinni deginum voru fyrirlestrar og umræður um hringrásarhagkerfi matvæla, upprunamerkt lambakjöt, sveppi og villtar og ræktaðar nytjajurtir.

Ægir Friðriksson matreiðslumeistari sá um diskósúpugerðina.
Fræðsla um mat og matartengd málefni

Nemendur úr Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskóla Kópavogs fræddu jafnaldra sína á föstudeginum um mat og matartengd málefni ásamt kennurum og meðlimum úr Slow Food Reykjavík-samtökunum.

Því næst var diskósúpa borin á borð, til að vekja athygli á matarsóun og leiðum til að sporna við henni.

Engin uppskrift að diskósúpunni

Gerð diskósúpu hefur verið reglulegur viðburður hjá Slow Food Reykjavík á liðnum árum. Að þessu sinni var það Ægir Friðriksson, matreiðslumeistari og kennari við Hótel- og matvælaskólann, sem hafði veg og vanda að súpugerðinni.

„Við vorum með fræðsludagskrá í morgun fyrir skólakrakka og svo tók diskósúpan við. Hráefnið sem við notuðum í súpuna var frá ýmsum birgjum sem voru með hráefni og vörur sem þeir töldu sig ekki geta selt – og var í raun á leið í ruslagáminn ef við hefðum ekki komið og bjargað því.

Uppskriftin er í raun ekki til, því hún stjórnast af því sem er í boði. Við erum líka að vekja athygli á því að hráefni getur verið gott þótt það eigi ekki marga lífdaga eftir,“ segir Ægir.

Á laugardeginum var svo einnig haldinn matarmarkaður Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Diskósúpugerð er reglulegur viðburður hjá Slow Food.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...