Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenska geitin samþykkt inn í Presidia
Mynd / smh
Fréttir 11. febrúar 2016

Íslenska geitin samþykkt inn í Presidia

Höfundur: smh
Nýverið tilkynnti stofnun Slow Food-hreyfingarinnar um líffræðilegan fjölbreytileika að íslenska geitin hefði verið samþykkt inn í verkefni á þeirra vegum sem heitir Presidia. 
 
Snigillinn, merki
Slow Food-hreyfingarinnar.
Það felst meðal annars í því að vernda og styðja við gæða matvælaframleiðslu sem er í hættu að leggjast af, verndar einstök héruð og svæði, endurheimtir hefðbundnar vinnsluaðferðir, stendur vörð um upprunaleg búfjárkyn og staðbundnar plöntutegundir. Fyrir í Presidia-verkefni hjá Slow Food er íslenska skyrið.
 
Með skráningu í Presidia öðlast skyrið og geitin viðurkenningu á sínum gildum og mikilvægi innan Slow Food-hreyfingarinnar, sem hefðbundin vinnsluaðferð og upprunalegt búfjárkyn. Verkefnin verða hluti af alþjóðlegu tengslaneti Presidia og Slow Food vekur á þeim athygli. Stærð Slow Food-hreyfingarinnar hefur vaxið mjög á undanförnum árum með tilheyrandi vaxandi áhrifum. 
 
Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, hefur haft veg og vanda að umsóknarferlinu fyrir geitina, ásamt Jóhönnu B. Þorvaldsdóttir, geitfjárræktanda á Háafelli, Sif Matthíasdóttur, formanni Geitfjárræktarfélags Íslands og geitabónda í Hrísakoti – auk Dominique Plédel Jónsson, formanns Slow Food Reykjavík.
 
Verkefnið samanstendur af sjö geitfjárbændasamfélagi undir merkjum Geitfjárræktarfélags Íslands; Jóhanna B. Þorvaldsdóttur, Háafelli, Sif Matthíasdóttir, Hrísakoti, Bettina Wunsch, Brautartungu, Sigrún Jónsdóttir, Stóra-Hálsi, Birna K. Baldursdóttir, Eskiholti II, Ágúst Óli Leifsson og Íris, Felli, Sigrún Indriðadóttir, Stórhóli og Þórarinn Leifsson, Keldudal. 
 
Geitfjárræktarfélag Íslands var stofnað árið 1991 og varð aðili að Bændasamtökum Íslands síðasta vor. 
Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...