Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Dominique Plédel Jónsson.
Dominique Plédel Jónsson.
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þeirra á dögunum.

Dominique Plédel Jónsson kvaddi stjórnina eftir rúm tuttugu ár þar innanborðs og lengst af sem formaður. Nýr formaður er Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari, en hún hefur lengi starfaði innan hreyfingarinnar.

Tek hugsjónina með mér út úr hreyfingunni

Dominique segir að tími sé kominn til að láta nýtt og yngra fólk taka við. „Ég er búin að vera formaður síðan 2008 og í stjórn frá formlegri stofnun deildarinnar 2001. „Ég er mjög sátt við hvernig ég skil við hreyfinguna, er komin á aldur ef svo má segja. En Slow Food-hugsjónin fer ekkert því þetta er lífsstíll, ekki bara einhver samtök sem ég hef verið svo lengi bundin,“ segir hún.

Hún segir að engar ályktanir hafi verið samþykktar á aðalfundinum, en hins vegar hafi verið tekin sú stefnumótandi ákvörðun að blása á ný lífi í Slow Food Youth-verkefnið, sem felur í sér markvissa kynningu á hugmyndafræði Slow Food fyrir yngra fólki; með viðburðahaldi og með því að gera hreyfinguna meira sýnilega ungu fólki.

Hugsjónin hefur smitast inn í stjórnsýsluna

Dominique hefur verið atkvæðamikil á undanförnum árum, bæði hvað varðar ásýnd og áherslur Slow Food á Íslandi en einnig í þjóðfélagsumræðunni um innlenda matvælaframleiðslu.

„Það er bara gleðiefni að heyra valdamenn í stjórnsýslunni í sífellt meira mæli tileinka sér hugmyndafræði Slow Food fyrir íslenska matvælaframleiðslu, jafnvel án þess að nefna hvaðan áhrifin séu komin. Það þýðir að við höfum gert það sem þurfti og að skilaboðin frá okkur hafa skilað sér á réttan stað. Slow Food eru hagsmunasamtök já, en í þágu allra,“ segir hún.

Nýja stjórn Slow Food Reykjavík skipa ásamt Dóru þau Axel Sigurðsson, Sif Matthíasdóttir, Þórhildur María Jónsdóttir og Ægir Friðriksson. Varamenn eru Gunnþórunn Einarsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir.

Skylt efni: Slow Food

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...