Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dominique Plédel Jónsson.
Dominique Plédel Jónsson.
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þeirra á dögunum.

Dominique Plédel Jónsson kvaddi stjórnina eftir rúm tuttugu ár þar innanborðs og lengst af sem formaður. Nýr formaður er Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari, en hún hefur lengi starfaði innan hreyfingarinnar.

Tek hugsjónina með mér út úr hreyfingunni

Dominique segir að tími sé kominn til að láta nýtt og yngra fólk taka við. „Ég er búin að vera formaður síðan 2008 og í stjórn frá formlegri stofnun deildarinnar 2001. „Ég er mjög sátt við hvernig ég skil við hreyfinguna, er komin á aldur ef svo má segja. En Slow Food-hugsjónin fer ekkert því þetta er lífsstíll, ekki bara einhver samtök sem ég hef verið svo lengi bundin,“ segir hún.

Hún segir að engar ályktanir hafi verið samþykktar á aðalfundinum, en hins vegar hafi verið tekin sú stefnumótandi ákvörðun að blása á ný lífi í Slow Food Youth-verkefnið, sem felur í sér markvissa kynningu á hugmyndafræði Slow Food fyrir yngra fólki; með viðburðahaldi og með því að gera hreyfinguna meira sýnilega ungu fólki.

Hugsjónin hefur smitast inn í stjórnsýsluna

Dominique hefur verið atkvæðamikil á undanförnum árum, bæði hvað varðar ásýnd og áherslur Slow Food á Íslandi en einnig í þjóðfélagsumræðunni um innlenda matvælaframleiðslu.

„Það er bara gleðiefni að heyra valdamenn í stjórnsýslunni í sífellt meira mæli tileinka sér hugmyndafræði Slow Food fyrir íslenska matvælaframleiðslu, jafnvel án þess að nefna hvaðan áhrifin séu komin. Það þýðir að við höfum gert það sem þurfti og að skilaboðin frá okkur hafa skilað sér á réttan stað. Slow Food eru hagsmunasamtök já, en í þágu allra,“ segir hún.

Nýja stjórn Slow Food Reykjavík skipa ásamt Dóru þau Axel Sigurðsson, Sif Matthíasdóttir, Þórhildur María Jónsdóttir og Ægir Friðriksson. Varamenn eru Gunnþórunn Einarsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir.

Skylt efni: Slow Food

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara