Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Krafist breytinga á áherslum hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Krafist breytinga á áherslum hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Mynd / Slow Food Europe
Fréttir 30. október 2019

Vilja stuðning við smáframleiðslu og verndun vistkerfa

Höfundur: smh
Good food Good farming (Góður matur, góður landbúnaður) er grasrótarhreyfing sem starfar í Evrópu og stendur fyrir árvekni­dögum í október í kjölfar kosninga til Evrópuþings í vor. 
 
Nýs þings bíður endurskoðun sameiginlegrar landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP) og vill hreyfingin með aðgerðum sínum á árveknidögunum hafa áhrif til betri vegar fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu í Evrópu.  
 
Smáframleiðsla og dreifbýlisuppbygging
 
Þetta er annað árið í röð sem þessi Evrópuhreyfing lætur að sér kveða, en hreyfingin samanstendur af 300 evrópskum samtökum sem nú standa fyrir uppákomum í meira en 15 löndum um alla Evrópu. Slow Food Europe er í þessum hópi og tekur þátt í skipu­lagningu meira en 15 við­burða vítt og breitt um Evrópu í þágu málstaðarins. 
 
Í til­kynningu frá Slow Food Europe kemur fram að  tilgangurinn með þessu sam­­stillta átaki sé að krefjast þess að við stefnu­mótun fyrir matvæla­fram­leiðslu í Evrópu­sambandinu verði innleiddar nýjar áherslur sem styðji við smáframleiðslu bænda og dreifbýlisupp­byggingu, verndun jarðvegs, vatns, vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni. 
 
Slow Food-snigillinn.
 
Skilaboðum komið til þingmanna í Strasbourg
 
Á árvekni­viðburðunum var skila­boðum safnað saman frá þátt­takendum í formi póstkorta, þar sem óskum um betri land­búnaðar­hætti og mat­væla­framleiðslu er komið á framfæri. Þeim var síðan dreift til þing­manna Evrópu­þingsins á fundi þeirra í Strasbourg síðast­liðinn þriðjudag. 
 
Þess er að vænta að Evrópu­þingið og þjóðþing Evrópu­sambands­landanna muni á næstunni taka afgerandi ákvarðanir um framtíð hinnar sameiginlegu land­búnaðarstefnu.  
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...