Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Krafist breytinga á áherslum hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Krafist breytinga á áherslum hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Mynd / Slow Food Europe
Fréttir 30. október 2019

Vilja stuðning við smáframleiðslu og verndun vistkerfa

Höfundur: smh
Good food Good farming (Góður matur, góður landbúnaður) er grasrótarhreyfing sem starfar í Evrópu og stendur fyrir árvekni­dögum í október í kjölfar kosninga til Evrópuþings í vor. 
 
Nýs þings bíður endurskoðun sameiginlegrar landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP) og vill hreyfingin með aðgerðum sínum á árveknidögunum hafa áhrif til betri vegar fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu í Evrópu.  
 
Smáframleiðsla og dreifbýlisuppbygging
 
Þetta er annað árið í röð sem þessi Evrópuhreyfing lætur að sér kveða, en hreyfingin samanstendur af 300 evrópskum samtökum sem nú standa fyrir uppákomum í meira en 15 löndum um alla Evrópu. Slow Food Europe er í þessum hópi og tekur þátt í skipu­lagningu meira en 15 við­burða vítt og breitt um Evrópu í þágu málstaðarins. 
 
Í til­kynningu frá Slow Food Europe kemur fram að  tilgangurinn með þessu sam­­stillta átaki sé að krefjast þess að við stefnu­mótun fyrir matvæla­fram­leiðslu í Evrópu­sambandinu verði innleiddar nýjar áherslur sem styðji við smáframleiðslu bænda og dreifbýlisupp­byggingu, verndun jarðvegs, vatns, vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni. 
 
Slow Food-snigillinn.
 
Skilaboðum komið til þingmanna í Strasbourg
 
Á árvekni­viðburðunum var skila­boðum safnað saman frá þátt­takendum í formi póstkorta, þar sem óskum um betri land­búnaðar­hætti og mat­væla­framleiðslu er komið á framfæri. Þeim var síðan dreift til þing­manna Evrópu­þingsins á fundi þeirra í Strasbourg síðast­liðinn þriðjudag. 
 
Þess er að vænta að Evrópu­þingið og þjóðþing Evrópu­sambands­landanna muni á næstunni taka afgerandi ákvarðanir um framtíð hinnar sameiginlegu land­búnaðarstefnu.  
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...