Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Krafist breytinga á áherslum hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Krafist breytinga á áherslum hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Mynd / Slow Food Europe
Fréttir 30. október 2019

Vilja stuðning við smáframleiðslu og verndun vistkerfa

Höfundur: smh
Good food Good farming (Góður matur, góður landbúnaður) er grasrótarhreyfing sem starfar í Evrópu og stendur fyrir árvekni­dögum í október í kjölfar kosninga til Evrópuþings í vor. 
 
Nýs þings bíður endurskoðun sameiginlegrar landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP) og vill hreyfingin með aðgerðum sínum á árveknidögunum hafa áhrif til betri vegar fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu í Evrópu.  
 
Smáframleiðsla og dreifbýlisuppbygging
 
Þetta er annað árið í röð sem þessi Evrópuhreyfing lætur að sér kveða, en hreyfingin samanstendur af 300 evrópskum samtökum sem nú standa fyrir uppákomum í meira en 15 löndum um alla Evrópu. Slow Food Europe er í þessum hópi og tekur þátt í skipu­lagningu meira en 15 við­burða vítt og breitt um Evrópu í þágu málstaðarins. 
 
Í til­kynningu frá Slow Food Europe kemur fram að  tilgangurinn með þessu sam­­stillta átaki sé að krefjast þess að við stefnu­mótun fyrir matvæla­fram­leiðslu í Evrópu­sambandinu verði innleiddar nýjar áherslur sem styðji við smáframleiðslu bænda og dreifbýlisupp­byggingu, verndun jarðvegs, vatns, vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni. 
 
Slow Food-snigillinn.
 
Skilaboðum komið til þingmanna í Strasbourg
 
Á árvekni­viðburðunum var skila­boðum safnað saman frá þátt­takendum í formi póstkorta, þar sem óskum um betri land­búnaðar­hætti og mat­væla­framleiðslu er komið á framfæri. Þeim var síðan dreift til þing­manna Evrópu­þingsins á fundi þeirra í Strasbourg síðast­liðinn þriðjudag. 
 
Þess er að vænta að Evrópu­þingið og þjóðþing Evrópu­sambands­landanna muni á næstunni taka afgerandi ákvarðanir um framtíð hinnar sameiginlegu land­búnaðarstefnu.  
Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...