Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Snigillinn er merki Slow Food-heyfingarinnar.
Snigillinn er merki Slow Food-heyfingarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2017

Kallað eftir róttækum breytingum á sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB

Höfundur: smh
Slow Food-hreyfingin og fleiri en 150 önnur evrópsk félagasamtök skoruðu fyrir skemmstu á leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) að beita sér fyrir róttækri endurskoðun á sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins (CAP).
 
Félagasamtökin eru frá 25 löndum ESB og koma úr ýmsum áttum; tengslanet umhverfis- og félagslegs réttlætis, bændur í lífrænt vottuðum búskap, hirðingjar, bændur, sjálfbærir skógarbændur, heilsusamtök, dýravelferðarsamtök, neytendaréttarsamtök, handverkshópar, samtök um sjálfbæra ferðaþjónustu, neytendasamlög, samtök um þróun dreifbýlis, samtök um menningararfleifðir og samtök um sanngjörn viðskipti. 
 
Áskorunin var sett fram þegar landbúnaðarráðherrar ESB-ríkjanna hittust í Brussel á dögunum til að ræða endurskoðun á landbúnaðarstefnunni, en einnig í samhengi við yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB þess efnis að vilji væri til að eiga samtal við almenning um framtíð málaflokksins.
 
Verjum smáframleiðendur
 
Carlo Petrini, forseti Slow Food, sagði af þessu tilefni að þörf væri á róttækum breytingum á þróun evrópsks landbúnaðar og til þess að það geti gerst verði að breyta þeim grundvallarreglum sem eru í umgjörð CAP. „Við þurfum landbúnaðarstefnu sem verndar hagsmuni smáframleiðenda, sem verja líffræðilega fjölbreytni og koma í veg fyrir hnignun jarðvegs og annarra náttúruauðlinda, sem verksmiðjubúskapur getur haft í för með sér,“ sagði Petrini.
 
Í yfirlýsingu félagasamtakanna kemur fram að núverandi landbúnaðar- og matvælaframleiðslukerfi virki ekki lengur, þar sem það festi núverandi fyrirkomulag verksmiðjubúskapar í sessi. Því kalla þau eftir grundvallarbreytingum á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópu, sem sé úr skorðum gengin. 
 
Brýn þörf sé á að koma slíkri endurskoðun á, til að auðvelda breytingar á búskaparháttum og matvælaframleiðslu sem styðja við réttlátt og fjölbreytt landbúnaðar- og matvælahagkerfi. Renna má stoðum undir slík hagkerfi með áherslum á lífrænan landbúnað og visthyggju – sem ber með sér virðingu fyrir umhverfinu og dýravelferð, eflir lýðheilsu og er samfélagslega ábyrgt. 

Skylt efni: CAP | Slow Food

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...