Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Snigillinn er merki Slow Food-heyfingarinnar.
Snigillinn er merki Slow Food-heyfingarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2017

Kallað eftir róttækum breytingum á sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB

Höfundur: smh
Slow Food-hreyfingin og fleiri en 150 önnur evrópsk félagasamtök skoruðu fyrir skemmstu á leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) að beita sér fyrir róttækri endurskoðun á sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins (CAP).
 
Félagasamtökin eru frá 25 löndum ESB og koma úr ýmsum áttum; tengslanet umhverfis- og félagslegs réttlætis, bændur í lífrænt vottuðum búskap, hirðingjar, bændur, sjálfbærir skógarbændur, heilsusamtök, dýravelferðarsamtök, neytendaréttarsamtök, handverkshópar, samtök um sjálfbæra ferðaþjónustu, neytendasamlög, samtök um þróun dreifbýlis, samtök um menningararfleifðir og samtök um sanngjörn viðskipti. 
 
Áskorunin var sett fram þegar landbúnaðarráðherrar ESB-ríkjanna hittust í Brussel á dögunum til að ræða endurskoðun á landbúnaðarstefnunni, en einnig í samhengi við yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB þess efnis að vilji væri til að eiga samtal við almenning um framtíð málaflokksins.
 
Verjum smáframleiðendur
 
Carlo Petrini, forseti Slow Food, sagði af þessu tilefni að þörf væri á róttækum breytingum á þróun evrópsks landbúnaðar og til þess að það geti gerst verði að breyta þeim grundvallarreglum sem eru í umgjörð CAP. „Við þurfum landbúnaðarstefnu sem verndar hagsmuni smáframleiðenda, sem verja líffræðilega fjölbreytni og koma í veg fyrir hnignun jarðvegs og annarra náttúruauðlinda, sem verksmiðjubúskapur getur haft í för með sér,“ sagði Petrini.
 
Í yfirlýsingu félagasamtakanna kemur fram að núverandi landbúnaðar- og matvælaframleiðslukerfi virki ekki lengur, þar sem það festi núverandi fyrirkomulag verksmiðjubúskapar í sessi. Því kalla þau eftir grundvallarbreytingum á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópu, sem sé úr skorðum gengin. 
 
Brýn þörf sé á að koma slíkri endurskoðun á, til að auðvelda breytingar á búskaparháttum og matvælaframleiðslu sem styðja við réttlátt og fjölbreytt landbúnaðar- og matvælahagkerfi. Renna má stoðum undir slík hagkerfi með áherslum á lífrænan landbúnað og visthyggju – sem ber með sér virðingu fyrir umhverfinu og dýravelferð, eflir lýðheilsu og er samfélagslega ábyrgt. 

Skylt efni: CAP | Slow Food

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f