Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Snigillinn er merki Slow Food-heyfingarinnar.
Snigillinn er merki Slow Food-heyfingarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2017

Kallað eftir róttækum breytingum á sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB

Höfundur: smh
Slow Food-hreyfingin og fleiri en 150 önnur evrópsk félagasamtök skoruðu fyrir skemmstu á leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) að beita sér fyrir róttækri endurskoðun á sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins (CAP).
 
Félagasamtökin eru frá 25 löndum ESB og koma úr ýmsum áttum; tengslanet umhverfis- og félagslegs réttlætis, bændur í lífrænt vottuðum búskap, hirðingjar, bændur, sjálfbærir skógarbændur, heilsusamtök, dýravelferðarsamtök, neytendaréttarsamtök, handverkshópar, samtök um sjálfbæra ferðaþjónustu, neytendasamlög, samtök um þróun dreifbýlis, samtök um menningararfleifðir og samtök um sanngjörn viðskipti. 
 
Áskorunin var sett fram þegar landbúnaðarráðherrar ESB-ríkjanna hittust í Brussel á dögunum til að ræða endurskoðun á landbúnaðarstefnunni, en einnig í samhengi við yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB þess efnis að vilji væri til að eiga samtal við almenning um framtíð málaflokksins.
 
Verjum smáframleiðendur
 
Carlo Petrini, forseti Slow Food, sagði af þessu tilefni að þörf væri á róttækum breytingum á þróun evrópsks landbúnaðar og til þess að það geti gerst verði að breyta þeim grundvallarreglum sem eru í umgjörð CAP. „Við þurfum landbúnaðarstefnu sem verndar hagsmuni smáframleiðenda, sem verja líffræðilega fjölbreytni og koma í veg fyrir hnignun jarðvegs og annarra náttúruauðlinda, sem verksmiðjubúskapur getur haft í för með sér,“ sagði Petrini.
 
Í yfirlýsingu félagasamtakanna kemur fram að núverandi landbúnaðar- og matvælaframleiðslukerfi virki ekki lengur, þar sem það festi núverandi fyrirkomulag verksmiðjubúskapar í sessi. Því kalla þau eftir grundvallarbreytingum á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópu, sem sé úr skorðum gengin. 
 
Brýn þörf sé á að koma slíkri endurskoðun á, til að auðvelda breytingar á búskaparháttum og matvælaframleiðslu sem styðja við réttlátt og fjölbreytt landbúnaðar- og matvælahagkerfi. Renna má stoðum undir slík hagkerfi með áherslum á lífrænan landbúnað og visthyggju – sem ber með sér virðingu fyrir umhverfinu og dýravelferð, eflir lýðheilsu og er samfélagslega ábyrgt. 

Skylt efni: CAP | Slow Food

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...