Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Snigillinn er merki Slow Food-heyfingarinnar.
Snigillinn er merki Slow Food-heyfingarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2017

Kallað eftir róttækum breytingum á sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB

Höfundur: smh
Slow Food-hreyfingin og fleiri en 150 önnur evrópsk félagasamtök skoruðu fyrir skemmstu á leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) að beita sér fyrir róttækri endurskoðun á sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins (CAP).
 
Félagasamtökin eru frá 25 löndum ESB og koma úr ýmsum áttum; tengslanet umhverfis- og félagslegs réttlætis, bændur í lífrænt vottuðum búskap, hirðingjar, bændur, sjálfbærir skógarbændur, heilsusamtök, dýravelferðarsamtök, neytendaréttarsamtök, handverkshópar, samtök um sjálfbæra ferðaþjónustu, neytendasamlög, samtök um þróun dreifbýlis, samtök um menningararfleifðir og samtök um sanngjörn viðskipti. 
 
Áskorunin var sett fram þegar landbúnaðarráðherrar ESB-ríkjanna hittust í Brussel á dögunum til að ræða endurskoðun á landbúnaðarstefnunni, en einnig í samhengi við yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB þess efnis að vilji væri til að eiga samtal við almenning um framtíð málaflokksins.
 
Verjum smáframleiðendur
 
Carlo Petrini, forseti Slow Food, sagði af þessu tilefni að þörf væri á róttækum breytingum á þróun evrópsks landbúnaðar og til þess að það geti gerst verði að breyta þeim grundvallarreglum sem eru í umgjörð CAP. „Við þurfum landbúnaðarstefnu sem verndar hagsmuni smáframleiðenda, sem verja líffræðilega fjölbreytni og koma í veg fyrir hnignun jarðvegs og annarra náttúruauðlinda, sem verksmiðjubúskapur getur haft í för með sér,“ sagði Petrini.
 
Í yfirlýsingu félagasamtakanna kemur fram að núverandi landbúnaðar- og matvælaframleiðslukerfi virki ekki lengur, þar sem það festi núverandi fyrirkomulag verksmiðjubúskapar í sessi. Því kalla þau eftir grundvallarbreytingum á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópu, sem sé úr skorðum gengin. 
 
Brýn þörf sé á að koma slíkri endurskoðun á, til að auðvelda breytingar á búskaparháttum og matvælaframleiðslu sem styðja við réttlátt og fjölbreytt landbúnaðar- og matvælahagkerfi. Renna má stoðum undir slík hagkerfi með áherslum á lífrænan landbúnað og visthyggju – sem ber með sér virðingu fyrir umhverfinu og dýravelferð, eflir lýðheilsu og er samfélagslega ábyrgt. 

Skylt efni: CAP | Slow Food

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...