Þróun framlaga til skógræktar á lögbýlum
„Skógrækt á lögbýlum“, áður „Landshlutaverkefni í skógrækt“, er verkefni sem Skógræktin hefur umsjón með og veitir landeigendum um land allt tækifæri til að rækta skóg. Að minnsta kosti 640 jarðir eru samningsbundnar Skógræktinni, en þessum samningum fjölgar stöðugt.