Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Fræ til framtíðar
Á faglegum nótum 28. júní 2023

Fræ til framtíðar

Höfundur: Björn Bjarndal Jónsson, formaður Félags skógarbænda á Suðurlandi.

Á síðasta ári fagnaði Félag skógarbænda á Suðurlandi 30 ára afmæli sínu, en í tilefni af afmælinu var unnin stefna til framtíðar fyrir félagið, eða allt til ársins 2050.

Björn Bjarndal Jónsson.

Stefnan fékk heitið „Fræ til framtíðar“ með áherslu á verndun, nýtingu og nýsköpun.

Andrea Rafnar ráðgjafi leiddi stefnumótunarvinnuna með stjórn FsS og setti í heildstætt skjal, ásamt því að draga það mikilvægasta út úr heildar stefnunni og setja í A5 bækling sem hefur nú verið prentaður og dreift.

Félag skógarbænda á Suðurlandi var stofnað 7. mars 1992, en fjöldi félaga í dag eru 208 talsins. Félagið er hagsmunafélag skógarbænda og félagssvæðið er Suðurland, frá Reykjanesskaga til Hornafjarðar.

Félagskerfi skógarbænda í landinu eru á tímamótum, m.a. við sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins. Því vildu sunnlenskir skógarbændur nota tækifærið og marka stefnu til langs tíma. Hlutverk félagsins er m.a. að gæta hagsmuna félagsmanna og hafa samskipti við yfirvöld um málefni félagsins, stuðla að fræðslu til félagsmanna og nýjum leiðum til nýtingar skógarafurða. Félagið er auk þess málsvari þeirra sem áhuga hafa á skógrækt og bættri stöðu skógræktar sem atvinnugreinar. Félagið hefur alla tíð verið vel starfandi og unnið að uppbyggingu skjólbelta- og nytjaskógræktar á Suðurlandi.

Í „Fræ til framtíðar“ er skilgreind stefna, markmið og aðgerðir félagsins. Þar er lögð áhersla á að efla ímynd fjölskylduvænnar nytjaskógræktar, sem er í anda norrænnar stefnu skógarbænda. Sömuleiðis er lögð áhersla á að auka sýnileika félagsins og vera í fararbroddi um að auka samvinnu félagsins og annarra sem stunda skógrækt til nytja. Auka skal skógarmenningu í víðum skilningi. Lögð er rík áhersla á umhirðu skóga og afurðamál og lögð áhersla á fjölbreytni og afleidd störf.

Í kaflanum um hlutverk félagsins er lögð áhersla á „að félagið skuli vera samtök og málsvari þeirra sem vinna að ræktun nytjaskóga og skjólbelta á félagssvæðinu. Að tryggja að félagsmenn hafi aðgang að fræðslu og leiðbeiningum í skógrækt, umhirðu skóga, vinnslu og nytjum eins og þörf er á, á hverjum tíma. Að annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við þá aðila sem félagsmenn óska eftir og tilefni er til. Að horfa til framtíðar og styðja og hvetja til hvers kyns vinnslu skógarafurða.“

Skylt efni: skógarbændur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...