Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýtanlegt magn af viði margfaldast fram til 2044
Fréttir 25. ágúst 2015

Nýtanlegt magn af viði margfaldast fram til 2044

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á næstu tíu árum er hægt að afla 24.300 rúmmetra af viði úr skóg­um bænda á Fljótsdalshéraði. Á tíma­bilinu 2035–2044 er útlit fyrir að magnið verði ríflega 120 þúsund rúmmetrar. Nýtanlegt magn viðar margfaldast því á næstu 30 árum. 
 
Þetta kemur fram í grein í nýju tölu­blaði rits Mógilsárs, þar sem spáð er fyrir um það viðarmagn sem fá má úr skógum bænda á Fljótsdalshér­aði. Spána rita skógfræðingarnir Lárus Heiðarsson, Benjamín Örn Davíðsson og Arnór Snorrason.
 
Lagt er mat á það viðarmagn sem mögu­legt er að grisja næstu 30 ár í þeirri nytjaskógrækt á Fljóts­dalshéraði sem styrkt hefur verið af opinberu fé, annað hvort af Héraðs- og Austurlandsskógum eða eldri verkefnum um nytjaskógrækt á bújörðum. Við greininguna á viðarmagni voru notaðar skógmælingar úr landsskógarúttekt Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá á ræktuðum skógum á Íslandi ásamt áætlanagerðarforritinu IceForest en í forritinu eru vaxtarjöfnur sem reikna framtíðarvöxt í skógunum.
 
Greiningin nær til 40% af skógiklæddu svæði á Héraði
 
Einungis voru teknar með mælingar úr skógum þar sem tegundirnar lerki, stafa­fura, sitkagreni, hvítgreni og alaskaösp uxu og þar sem meðalhæð trjáa var komin yfir 1,3 m. Það svæði sem tekið var til greiningar er 40% þess svæðis sem klætt hefur verið skógi á Héraði. Áætlunin gerir ráð fyrir að mögulegt sé að grisja samtals 24.300 m3 til ársins 2024. Fyrir tímabilið 2025–2034 verður grisjunarmagn komið upp í 100.200 m3 og fyrir tímabilið 2035–2044 er magnið orðið 120.700 m3. Þess ber að geta að skekkjumörk fyrir það mat sem hér er birt eru stór og fyrir tímabilið 2014–2024 er matsgildið því óöruggt. Sagt er frá greininni á vef Skógræktar ríkisins. 
 

Skylt efni: skógarbændur | nytjaviður

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...