Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Aðalfundur CEPF var haldinn í Peccioli í Toscana 27.–28.maí 2025 og voru þátttakendur yfir 50 manns frá 23 Evrópuþjóðum.
Aðalfundur CEPF var haldinn í Peccioli í Toscana 27.–28.maí 2025 og voru þátttakendur yfir 50 manns frá 23 Evrópuþjóðum.
Á faglegum nótum 31. júlí 2025

Skógarbændur BÍ eru nú aðilar að Félagi evrópskra skógarbændasamtaka (CEPF)

Höfundur: Dagbjartur er stjórnarmaður í búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ og Hlynur Gauti er starfsmaður búgreinadeildar skógarbænda BÍ.

Það blása ferskir vindar um samtök Evrópskra skógarbænda (CEPF) þessi dægrin. Í lok maímánaðar var aðalfundur CEPF á Ítalíu þar sem búgreinadeild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt sem með fullri aðild að samtökunum. Það var ljóst snemma í opnunarerindinu hjá SvenErik Hammar, formanni CEPF, að mikið stæði til. Þegar hann var að bjóða gesti fundarins velkomna tók hann sérstaklega fram að tveir Íslendingar sæktu fundinn að þessu sinni og bauð hann þá sérstaklega velkomna.

Það hefur löngum verið í hávegum hjá íslenskum skógarbændum að styrkja tengsl til nágrannaþjóða okkar. Formleg aðild að CEPF er því stór viðburður í sögu skógarbænda, ekki bara á Íslandi heldur ekki síður Evrópu. Samstöðumátturinn er mikill. Þótt Ísland sé agnarsmá skógarþjóð í samhengi evrópskra þjóða þá mun þessi aðild styrkja samtökin út á við. Á fundinum var einnig samþykkt aðild tveggja skandinavískra skógarbændafélaga í CEPF, Norskog og Skogsellskapet, en Norðurlöndin eiga mikið undir samtökunum.

CEPF eru með höfuðstöðvar í Brussel, þar sem þeirra helsta starf fer fram. Fanny-Pomme, framkvæmdastjóri CEPF, bauð félögum að kíkja við í kaffi og jafnvel nýta fundaraðstöðuna hugnist þeim það. CEPF veita Evrópusambandinu aðhald og vinna að margs konar stefnumarkandi vinnu. Mörg hafa sitthvað að segja með stefnur Íslendinga að gera, enda eiga smáþjóðir það til að taka upp stefnur og strauma Evrópusambandsins án þess að líta á innihaldslýsinguna. Nú höfum við beinan aðgang að þessari stefnumótun ef við viljum. Sem dæmi um slíkt starf er: Sífelld endurskoðun á líffjölbreytileika og umhverfi, þróun landbúnaðarlands, kolefnisvottun, LULUCF, jarðvegs- og vatnsvernd og það sem nú þykir einna vinsælast, lífhagkerfi.

Það er margt sem lítil, en ört vaxandi skógarþjóð á borð við Ísland, getur nýtt sér úr samvinnunni við evrópska félaga. Fyrir það fyrsta stækkar tengslanetið umtalsvert. Þó lítil reynsla sé enn komin á starfið þá voru ýmis áform rædd sem myndu efla samskipti milli þjóða. Má þar t.d. nefna mögulega gestafyrirlesara sem munu jafnvel koma á þessu ári á viðburði hjá skógarbændum. Meira verður sagt frá því þegar nær dregur.

Aðalfundur CEPF var haldinn í Peccioli í Toscana 27.–28.maí 2025 og voru þátttakendur yfir 50 manns frá 23 Evrópuþjóðum. Gestgjafarnir voru skógarbændafélagið Confagricoltura. Vettvangsferð var um asparrækt í héraðinu. Næsti aðalfundur CEPF verður haldinn í júní 2026 í Frakklandi. Vænta má að Íslendingar verði einn góðan veðurdag gestgjafar. Þá verður gaman að sýna og segja frá ört vaxandi fjölbreyttri skógarauðlind sem eflir lífhagkerfið og styrkir sjálfbæran landbúnað.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...