Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skógrækt er framtíðin
Mynd / Naomi Bos
Á faglegum nótum 26. júní 2020

Skógrækt er framtíðin

Höfundur: Naomi Bos

Nú fer sumarið af stað og er allur gróður að verða grænn. Júní er skemmtilegur mánuður fyrir okkur skógarbændur, því þá fáum við að gróðursetja trjáplöntur til að  koma upp lífríkum skógi. Fátt kemst í tæri við þá dýrð sem skógar að sumri hafa upp á að bjóða. Það er ljóst að skógrækt bætir lífið á margan hátt og gegnir mikilvægu hlutverki við að byggja upp bjarta framtíð.

Einn helsti kostur skóga er að þeir eru öflugir að binda kolefni. Markmið stjórnvalda er að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Til þess þarf að minnka kolefnis­losun og að auka kolefnisbindingu. Skógrækt er viðurkennd um heim allan sem ein árangursríkasta leiðin til kolefnisbindingar, og það er augljóst að skógrækt er ómissandi verkfæri til þess að gera Ísland kolefnishlutlaust. Ýmsar aðrar leiðir eru líka færar sem vinna á kolefnisvandanum, eins og endurheimt votlendis sem getur minnkað losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðin sem hentar best í einu tilviki, hentar mögulegt ekki í öðrum tilvikum, og þá geta aðrar leiðir reynst ákjósanlegar þar. Breytt hugsun um notkun og síðar endurnotkun stuðlar að minni losun og viðeigandi nýting á landi getur stuðlað að aukinni bindingu kolefnis og þar vegur skógrækt hvað þyngst. Því fyrr sem hafist er handa, því fyrr njótum við ávinningsins. 

Nýskógrækt kann vel að njóta sólar og rigningar. Skógrækt hjálpar okkur að byggja upp bjarta, sjálfbæra framtíð.

Skógar gegna margþættu hlutverki

Skógar binda ekki bara kolefni, heldur gegna þeir margþættu hlutverki. Þeir bæta vatnsbúskap landsins, veita skjól, eru verðmæt auðlind, henta sérstaklega vel til útivistar og svo miklu meira. Til dæmis er gróðursetning birki- og víðiplantna oft mikilvægur hluti af  ýmsum verkefnum til að græða upp landið. Svokölluð landgræðsluskógrækt hentar vel til að stöðva jarðvegsrof og dregur úr sandstormum. Alaskaösp, furu-, greni- og lerkitegundir eru oft notaðar í fjölnytjaskógrækt og henta prýðilega til hraðrar og skilvirkrar kolefnisbindingar og ekki síður til framleiðslu timburs. Að rækta landgræðsluskóg með birkitrjám á einum stað, útilokar ekki að rækta fjölnytjaskóg á öðrum stað og öfugt. Mismunandi aðstæður og markmið kalla eftir mismunandi trjátegundum og skal þess vegna skoða hvert tilvik fyrir sig um hvers konar skógrækt hentar best hvar. 

Skógrækt styrkir við aðrar búgreinar

Skógrækt er mjög samtengd öðrum búgreinum og getur verið mjög gagnlegt fyrir bændur í hvaða búgrein sem er. Til dæmis, að stunda skógrækt opnar möguleika til að kolefnsjafna eigin búrekstur.  Eins og er, er unnið að því að setja upp ferla sem mun gera bændum kleift að minnka sitt kolefnisfótspor með því að nota sinn eigin vottaða skóg. Annað dæmi er ræktun skjólbelta og skjólskóga. Ræktun þeirra umhverfis húsakost getur lækkað verulega húshitunarkostnaðinn.

Meðfram túnum og öðru ræktar­landi getur það leitt til aukinnar uppskeru, auk þess að fuglar þrífast vel í skjólbeltum. Með góða beitarstjórn má nota fullvaxta skóga sem beitarland. Beitarskógar veita skjól, sem eykur bæði uppskeru botngróðurs og vöxt búpenings. Það er ljóst að skógrækt getur verið öllum búgreinum til hags og er lykill að sjálfbærum búrekstri.

Skógrækt er fjárfesting til fram­tíðar

Skógrækt er ekki bara áhugamál heldur ekki síður atvinnugrein sem fólk um land allt stundar. Girðingavinna, gróðursetning, umhirða, úrvinnsla og sala skógarafurða eru allt vinnuliðir tengdir skógrækt. Afurðir úr skógi eru fjölbreyttar og ekki takmarkaðar við viðarvörur; ilmolíur, sveppir og jólatré eru bara nokkur dæmi um hvað skógurinn hefur upp á að bjóða. Litlar sáðlingar eða græðlingar, sem eru gróðursettir í dag geta breyst í stórfallegan og verðmætan skógar­lund þegar fram líða stundir. Skóg­rækt er fjárfesting til framtíðar. Dagurinn í dag er því besta stundin til að byrja að rækta skóg. Með því að auka skógrækt sem fyrst er hægt að skapa störf bæði fyrir núverandi og komandi kynslóðir, sem og að tryggja uppbyggingu á dýrmætri sjálfbærri auðlind.

Litlir græðlingar sem eru gróðursettir í dag eru fjárfesting inn í framtíðina. Hér er stunduð landgræðsluskógrækt, meðal annars með Hreggstaðavíði.

 

Samvinna og samstaða er lykill að árangri

Margir aðilar koma að því að rækta skóg, svo sem plöntuframleiðendur, skógræktarfélög, skógar­eigenda­félög, sumarhúsa­eigendur, Skóg­ræktin, Landgræðslan og ekki síst bændur og aðrir landeigendur. Samvinna og góð samskipti eru undirstaða í uppbyggingu skógarauðlindarinnar. Aukin umræða um gagnsemi skógræktar er besta leiðin til að auka skilning og samstöðu. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að taka þátt í umræðunni. Þátttaka ungs fólks er sérstaklega mikilvæg, því  unga fólkið er framtíðin. Að fræða fólk um skógrækt og umhverfið er lykilatriði til að fá fram jákvæða og gagnlega umræðu í þjóðfélaginu og  jafnvel fá fólk til að planta og njóta náttúrunnar. Með því að standa og vinna saman, getum við stuðlað að sjálfbærri framtíð á skilvirkan hátt. Við skógarbændur, sem og allir aðrir sem vinna í eða hafa áhuga á skógrækt, erum saman á réttri leið, því að rækta skóg er að rækta framtíð.

Naomi Bos,
MS í búvísindum,
skógarbóndi, formaður
Félags skógarbænda á Vestfjörðum og stjórnarliði
í LSE.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...