Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Grisjun á Hvammi í Fljótsdal.
Grisjun á Hvammi í Fljótsdal.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 15. maí 2025

Nytjaskógarjarðir betur verðmetnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Borgþór Jónsson, skógarbóndi á Hvammi í Fljótsdal, fékk nýlega mun hærra verð fyrir jörð sína en upphaflegt fasteignaverðmat sagði til um, vegna úttektar Skógræktarinnar á mögulegum verðmætum skógarins.

Borgþór fór þá leið að óska eftir því að skógurinn yrði verðmetinn miðað við þau verðmæti skógarnytjanna sem myndu skapast á næstu árum.

Verðmætamat til tíu ára
Borgþór Jónsson

Um nýjung er að ræða hjá Skógræktinni varðandi mat á verðmætum skógarbændajarða. Á þeim grunni lá síðan fyrir mun hærra verðmat á skógarjörðinni Hvammi. „Ég fékk Skógræktina til að gera verðmætamat sem nær til næstu tíu ára og felur í sér þá þróun á verðmætum skógarins á þeim tíma og ekki síst á stöðunni sem verður eftir þannig tíma. Þá verður skógurinn tilbúinn fyrir markvissa grisjun og nytjaviðurinn orðinn að verðmætari vöru,“ segir Borgþór sem ætlar að setjast í helgan stein í Noregi þar sem fjölskylda hans býr.

„Það reyndar dróst aðeins á langinn að fá þetta verðmat frá Skógræktinni þannig að það var eiginlega búið að ganga frá viðskiptunum varðandi jarðarsöluna þegar það barst loksins. Ég hafði þó mjög góða tilfinningu fyrir því hvað myndi á endanum felast í matinu og gat miðað við það í samningaviðræðunum um möguleg viðskipti. Það kom sér vel því það skilaði sér í mun hærra verði,“ heldur Borgþór áfram.

Hvetur skógarbændur til að fylgja sínu fordæmi

Borgþór hvetur aðra skógarbændur sem eru í svipaðri stöðu og hann að fylgja sínu fordæmi. Þarna sé komin nýjung sem getur gjörbreytt stöðunni.

Hann telur að talverð tíðindi felist í þessari nýju aðferðarfræði Skógræktarinnar. „Eftir því sem ég kemst næst þá er þetta í fyrsta skiptið sem skógur er metinn vísindalega til verðmæta út frá mögulegum nytjum. Ekki sé um verðmat á mögulegum kolefniseiningum sem skógurinn geti bundið að ræða, heldur á nytjaviðnum sem hann gefur af sér.

Fram til þessa hefur matið verið byggt á jörðinni sem slíkri en verðmæti skógarins verið aukaatriði í raun. Skógarbændur hafa þannig verið með öll þessi verðmæti á sínum jörðum án þess að hafa haft tækin til að geta sýnt fram á hversu mikil þau séu.

Byrjaði að rækta skóginn 1992

Hvammsjörðin er um 285 hektarar að stærð sem Borgþór byrjaði að rækta árið 1992. Skógurinn er blandaður þar sem mest er af lerki og furu.

Hann segir að fram til þessa hafi skógurinn lítið verið nytjaður nema sem eldiviður fyrir hann sjálfan. „Ég hef bara hirt um hann svona eins og eðlilegt þykir og svo um 15 ára aldur hans var hann reyndar grisjaður aðeins þar sem eitthvað féll til af nytjaviði.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.