Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt timbur, já takk!
Skoðun 6. janúar 2022

Íslenskt timbur, já takk!

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson, búgreinadeild skógarbænda, Bændasamtök Íslands

Íslenskt timbur er gott timbur. Það er sjálfbært, vistvænt og vel vaxið. Í þjóðskógum Skógræktarinnar og í skógum skógræktarfélaga víða um land vex digurt úrvals timbur.

Mörgum kemur á óvart að svo sé, en þegar horft er á málin með raunsæi nútímans en ekki örvæntingarstuðli frumkvöðlanna má glöggt sjá að inni í víðfeðmum skógum landsins vaxa úrvals trjábolir á pari við viðarvöxt hjá samanburðarlöndunum víðfrægu; Skandinavíu, Rússlandi og Norður-Ameríku.  Síðustu þrjá áratugi hafa bændur á bújörðum einnig tekið sig til við að rækta skóg og hefur flatarmál nytjaskóga aukist með hverri gróðursettri plöntu.

Þekking og reynsla hefur vaxið einnig. Skilningur ræktenda á mikilvægi skógarumhirðu, svo sem tvítoppaklippingu, uppkvistun og millibilsjöfnun, mun skila sér í enn betri viði en hingað til og þá er nú mikið sagt. Gjöfula skóga má rækta víða um land og þannig leggjum við upp með timburöryggi þjóðar inn í framtíðina.

Bændasamtökin, ásamt fyrr­nefndum hagsmunaaðilum og fleiri velunnurum nytja­skógræktar, eru um þessar mundir að hefja samstarf um að koma timbrinu okkar betur til neytenda, enda tími til kominn. Þegar innflutningstölur á timbri eru skoðaðar má sjá að Íslendingar eru stórneytendur timburs af öllum gerðum. Það styttist í að hægt verði að bjóða heimaræktað timbur sem er samþykkt og samkeppnishæft við það innflutta. Það mun skila tekjum til bænda og annarra skógræktenda. Ætlunin er að bjóða íslenskt loftslagsvænt timbur á markað jafnt og þétt og koma þannig til móts við kröfur þeirra sem óska Jörðinni farsældar um ókomna tíð. Bændasamtökin sjá tækifærin í skógrækt, sérð þú skóginn fyrir trjánum?

Hlynur Gauti Sigurðsson,
búgreinadeild skógarbænda, Bændasamtök Íslands.

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...