Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Íslenskt timbur, já takk!
Skoðun 6. janúar 2022

Íslenskt timbur, já takk!

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson, búgreinadeild skógarbænda, Bændasamtök Íslands

Íslenskt timbur er gott timbur. Það er sjálfbært, vistvænt og vel vaxið. Í þjóðskógum Skógræktarinnar og í skógum skógræktarfélaga víða um land vex digurt úrvals timbur.

Mörgum kemur á óvart að svo sé, en þegar horft er á málin með raunsæi nútímans en ekki örvæntingarstuðli frumkvöðlanna má glöggt sjá að inni í víðfeðmum skógum landsins vaxa úrvals trjábolir á pari við viðarvöxt hjá samanburðarlöndunum víðfrægu; Skandinavíu, Rússlandi og Norður-Ameríku.  Síðustu þrjá áratugi hafa bændur á bújörðum einnig tekið sig til við að rækta skóg og hefur flatarmál nytjaskóga aukist með hverri gróðursettri plöntu.

Þekking og reynsla hefur vaxið einnig. Skilningur ræktenda á mikilvægi skógarumhirðu, svo sem tvítoppaklippingu, uppkvistun og millibilsjöfnun, mun skila sér í enn betri viði en hingað til og þá er nú mikið sagt. Gjöfula skóga má rækta víða um land og þannig leggjum við upp með timburöryggi þjóðar inn í framtíðina.

Bændasamtökin, ásamt fyrr­nefndum hagsmunaaðilum og fleiri velunnurum nytja­skógræktar, eru um þessar mundir að hefja samstarf um að koma timbrinu okkar betur til neytenda, enda tími til kominn. Þegar innflutningstölur á timbri eru skoðaðar má sjá að Íslendingar eru stórneytendur timburs af öllum gerðum. Það styttist í að hægt verði að bjóða heimaræktað timbur sem er samþykkt og samkeppnishæft við það innflutta. Það mun skila tekjum til bænda og annarra skógræktenda. Ætlunin er að bjóða íslenskt loftslagsvænt timbur á markað jafnt og þétt og koma þannig til móts við kröfur þeirra sem óska Jörðinni farsældar um ókomna tíð. Bændasamtökin sjá tækifærin í skógrækt, sérð þú skóginn fyrir trjánum?

Hlynur Gauti Sigurðsson,
búgreinadeild skógarbænda, Bændasamtök Íslands.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu
Skoðun 9. júní 2022

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu

Margt fellur með íslenskri kjötframleiðslu, landgæði, vatn, skilningur neytend...

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins
Skoðun 1. júní 2022

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins

Síðastliðinn áratug hafa áskoranir laxeldisgreinarinnar á Íslandi breyst að því ...

Nagandi afkomuótti
Skoðun 23. maí 2022

Nagandi afkomuótti

Öllum sem fylgjast með ástandi heimsmála og samfélagsins hlýtur að vera ljóst að...

Hvað verður um nautakjötsframleiðsluna?
Skoðun 16. maí 2022

Hvað verður um nautakjötsframleiðsluna?

Mikið er ritað og rætt um hækkandi vöruverð og dýrari matarinnkaup þessi misseri...

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Skoðun 12. maí 2022

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum

Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi ...

Ómetanleg verðmæti
Skoðun 12. maí 2022

Ómetanleg verðmæti

Vorið er tími vonar og væntinga og þá hýrnar yfir Íslendingum, ekki síst nú efti...

Teppið Tólf ský
17. desember 2019

Teppið Tólf ský

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
9. nóvember 2020

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi

Nautgripir – baulaðu, búkolla
15. febrúar 2016

Nautgripir – baulaðu, búkolla

Rifs- og sólber
22. ágúst 2014

Rifs- og sólber

Landeldi í örum vexti
11. júlí 2022

Landeldi í örum vexti