Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hjörtur Bergmann Jónsson.
Hjörtur Bergmann Jónsson.
Mynd / ál
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deildarinnar í liðinni viku. Jóhann Gísli Jóhannsson hefur stigið til hliðar eftir næstum ellefu ára formennsku.

Hjörtur segir nýtt hlutverk leggjast vel í sig og reiknar hann með að þetta verði spennandi og skemmtilegt. Hann hafi þó tekið sér nokkurra vikna umhugsunarfrest áður en hann gaf kost á sér í embættið.

Aðspurður um brýnustu verkefnin hjá deild skógarbænda, svarar Hjörtur því að afurðamál ásamt kolefnisbindingu nýrri og eldri skóga séu ofarlega á blaði. Þá þurfi að efla félagsstarf og samvinnu milli deildar skógarbænda og landshlutafélaganna ásamt því að auka samstarf við félög og stofnanir sem komi að skógrækt og landgræðslu. Hjörtur telur mikilvægt að fjölga þeim skógarbændum sem séu félagsmenn í Bændasamtökum Íslands til að gefa þeim meiri slagkraft innan samtakanna. Nú fái skógarbændur einungis að senda tvo fulltrúa á Búnaðarþing. Allar búgreinar þurfi að vinna saman að framgangi landbúnaðarins, hvort sem það séu skógarbændur, sauðfjárbændur eða aðrir. Þótt sjónarmið séu mismunandi milli búgreina þýði ekki að þær geti ekki fundið leiðir til að mætast á miðri leið.

„Við þurfum að finna einhvern sameiginlegna flöt þar sem við getum unnið saman að góðum málum og það hefst með samtali.“ Hjörtur er kvæntur Hrönn Guðmundsdóttur, sem var framkvæmdastjóri Landssambands skógareigenda (LSE) um árabil og hefur verið virk í félagsstarfi sinnar búgreinar. LSE sameinaðist Bændasamtökum Íslands árið 2021 og nefnist nú deild skógarbænda.

Saman hafa þau ræktað skóg úr landi Lækjar í Ölfusi frá því í kringum aldamótin.

Skylt efni: skógarbændur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...