Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verndun íslenskra laxastofna
Lesendarýni 9. október 2023

Verndun íslenskra laxastofna

Höfundur: Ari Teitsson Höfundur sinnti rannsóknum og ráðgjöf á svið vatnafiska á árum áður.

Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það mun hafa á íslenska laxastofna á komandi árum en búist er við að áhrifin verði veruleg.

Ari Teitsson.

Líklegt er talið að hæfni laxaseiða af norskum eða blönduðum uppruna til uppvaxtar í köldum íslenskum ám geti verið lakari en íslenskra laxaseiða, hæfileikar þeirra til að lifa af í hafinu umhverfis Ísland sé minni og væntanlega einnig ratvísi þeirra upp í íslenskar laxveiðiár. Þá hefur verið nefnt að norskættuð laxaseiði af fyrstu kynslóð kunni við góðar aðstæður að verða stærri og þróttmeiri en íslensk og vinni því samkeppni í íslensku ánum um fæðu og pláss í uppeldi.

Nauðsynlegt virðist vegna mögulegra mótvægisaðgerða að reyna að varpa skýrara ljósi á líkleg áhrif af innblöndun eldislaxa af norskum uppruna í íslenskar laxveiðiár.

Mögulega mótvægisaðgerðir

Flestir virðast gera ráð fyrir að innblöndun norskættaða eldislaxins dragi úr laxveiði á komandi árum, hvort það verður tímabundið eða varanlegt ræðst væntanlega einkum af því hve mikið og oft norskættaður lax nær að hrygna í íslenskum laxveiðiám, en mögulega einnig af mótvægisaðgerðum.

Til að minnka mögulegt tjón bæði af þverrandi veiði næstu ára og mögulegri erfðablöndun virðist skynsamlegt að reyna að fjölga löxum af hreinum íslenskum uppruna í þeim ám þar sem vitað er af norskættuðum laxi á hefðbundnum hrygningar- og uppeldissvæðum.

Slíkt mætti gera með ýmsum hætti:

Með sleppingu sumaralinna laxaseiða í ófiskgenga hluta laxveiðáa og stöðuvötn á vatnasvæði þeirra: Flestar betri laxveiðár hafa langan aðdraganda, oft að hluta ófiskgengan, og á vatnasvæði nokkurra eru stöðuvötn sem nýta mætti til uppeldis laxaseiða. Með bættri nýtingu þessara uppvaxtar- möguleika mætti væntanlega fjölga verulega gönguseiðum af viðkomandi vatnasvæði og fá þannig á komandi árum mótvægi við mögulegri hnignun laxastofna í meginám af völdum norskrar innblöndunar. Mikil þekking og reynsla liggur fyrir um sleppingu sumaralinna laxaseiða. Takist vel til gæti þessi aðgerð, sem hæfist með hrognatöku í haust, skilað löxum í veiði á árunum 2026–2030. Það eru einnig þau veiðiár sem líklegast er að neikvæð áhrif af hrygningu norskra eldislaxa í haust komi fram í veiði.

Með framleiðslu gönguseiða í eldisstöðvum: Slíkt er þekkt aðferð og raunar undirstaða laxveiða í nokkrum ám (hafbeitarár).

Helstu annmarkar eru að aðferðin er kostnaðarsöm (hvert gönguseiði mun kosta 200–300 kr.) og lax úr gönguseiðasleppingum skilar sér illa úr hafi (endurheimta jafnan undir 1%).

Með flutningi á hrygningarlaxi upp fyrir hindranir: Þetta hefur verið gert með góðum árangri í nokkrum ám og er tiltölulega ódýr fram- kvæmd og auðvelt að stjórna þéttleika í uppeldi.

Með hrognagreftri á ófiskgengum svæðum: Það hefur einnig verið gert í nokkrum ám, þó með misjöfnum árangri. Með aukinni þekkingu og reynslu næst væntanlega betri árangur. Allar ofangreindar aðgerðir byggja að sjálfsögðu á að eingöngu sé nýttur hreinn íslenskur lax. Slíkt er auðvelt í ár en verður trúlega erfiðara með hverju ári sem líður.

Skynsamleg varúaðráðstöfun virðist því að safna á næstu vikum íslenskum hrygningarlaxi úr sem flestum ám og flytja í eldisstöð til arfgerðargreiningar og hrognatöku. Þannig skapast nokkurra vikna svigrúm til ákvarðanatöku um næstu skref í hverri á.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...