Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Þátttakendur á staðarvinnustofunni í Heiðarbæ með Þingvallavatn sem bakgrunn.
Þátttakendur á staðarvinnustofunni í Heiðarbæ með Þingvallavatn sem bakgrunn.
Lesendarýni 24. júní 2025

Staðarvinnustofur í Loftslagsvænum landbúnaði

Höfundur: Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðgjafi á rekstrar- og umhverfissviði RML.

Um þessar mundir er verið að halda staðarvinnustofur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður en þær hafa verið haldnar á hverju ári frá upphafi verkefnisins og verið mikilvægur hluti þess. Vinnustofurnar eru haldnar á einu þátttökubúanna, þar koma þátttakendur saman og skoða hvað ábúendur gera til að ná árangri í þeim þáttum sem þeir leggja áherslu á í verkefninu. Markmiðið með þessum vinnustofum er að þátttakendur fái að hittast og deila með hver öðrum reynslu og þekkingu.

Sigurður Torfi Sigurðsson.

Fyrirkomulag vinnustofanna í ár er aðeins frábrugðið því sem áður hefur verið, þær eru einfaldari í sniðum og boðið er upp á fleiri möguleika til að auka fjölbreytni þeirra viðfangsefna sem ræða á hverju sinni. Með þessu fyrirkomulagi geta þátttökubændur valið að mæta á þá vinnustofu sem hentar þeim best, annaðhvort vegna fjarlægðar frá heimili, en einnig eftir því hvernig viðfangsefnið hentar þeirra búrekstri eða því sem vekur hjá þeim mestan áhuga. Í júní er boðið upp á þrjár vinnustofur. Sú fyrsta var haldin 2. júní að Bessastöðum í Hrútafirði, 5. júní var vinnustofa í Heiðarbæ 1 í Þingvallasveit og síðasta staðarvinnustofan í þessari lotu verður haldin á Egilsstöðum í Fljótsdal 16. júní. Þátttaka í staðarvinnustofum er skilyrði fyrir fullum þátttökustyrk fyrir tvo yngstu hópana og þátttakendur mega taka þátt í fleirum en einni vinnustofu. Gert er ráð fyrir að fleiri staðarvinnustofur verði haldnar seinna í sumar til að auka fjölbreytni og til að gefa sem flestum tækifæri á að taka þátt.

Að auki við staðarvinnustofurnar var haldin vinnustofa 4. júní á Hvanneyri sem er hluti af verkefninu „Landbrugssamarbedje“. Þar er um að ræða samstarfsverkefni Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga og er það styrkt af NORA, sjóði sem er stýrður af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið þessa verkefnis er að efla samskipti milli bænda í fyrrnefndum löndum og efla þannig miðlun þekkingar í landbúnaði og í umhverfis- og loftslagsmálum. Nokkrir bændur í Loftslagsvænum landbúnaði tóku þátt í þeirri vinnustofu, auk færeyskra bænda en því miður komust grænlenskir bændur ekki á vinnustofuna vegna þess að flug var fellt niður. Færeyingarnir tóku líka þátt í staðarvinnustofunni í Heiðarbæ, þar mættu líka nokkrir Írar sem eru nemendur í námi í sjálfbærum landbúnaði en þeir voru hér í námsferð. Vinnustofan fór fram á ensku sem virtist ekki hafa neikvæð áhrif heldur jók það á fjölbreytni umræðunnar.

Allar vinnustofurnar tókust vel og þátttakendur áttu saman góða daga en nánar verður gerð grein fyrir hverri staðarvinnustofu fyrir sig og NORA-vinnustofunni seinna í sumar.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...