Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stafafura við Lyngdalsheiðarveg.
Stafafura við Lyngdalsheiðarveg.
Mynd / Sigurður Hjalti Magnússon
Lesendarýni 13. september 2023

Skógrækt í viðkvæmri náttúru Íslands

Höfundur: Andrés Arnalds

Samtökin Landvernd og Vinir íslenskrar náttúru (natturuvinir.is) stóðu fyrir nokkru síðan að netfundi þar sem yfirmaður baráttunnar gegn villibarri á Nýja-Sjálandi ræddi mikilvægi þess að útrýma barrtrjám utan sérstakra ræktunarsvæða.

Andrés Arnalds.

Bændablaðið (SÁ-20. júlí) gerði þessu efni góð skil á grunni traustra heimilda, en þar birtust jafnframt viðhorf til skógræktar hér á landi sem varð tilefni þessa pistils.

Ábyrgð og ágengar tegundir

Leitað var álits hjá sérfræðingi búgreinadeildar skógarbænda hjá Bændasamtökunum um viðbrögð við því hvort reynsla Nýsjálendinga ætti erindi til okkar. Megininntakið í svari hans var:

„Stafafura er ekki ágeng af því að til að teljast ágeng þarf hún að leiða til rýrnunar á líffjölbreytni að því marki að til vandræða horfi. Hún er hvergi að gera það og það verða árhundruð ef ekki -þúsund þangað til að það gerist, ef það gerist nokkurn tímann.“

Þetta órökstudda andsvar til varnar þeirri takmarkalitlu gróðursetningu stafafuru sem stunduð er hér á landi er umhugsunarefni. Það virðist eiga rætur sínar í umfjöllun um skógrækt og kolefnisbindingu sem birt er á vef Skógarkolefnis (skogarkolefni. is). Verkefnið er í umsjá Skógræktarinnar og „ætlað öllum sem velja að ráðast á ábyrgan hátt í ný skógræktarverkefni“ með því meginmarkmiði að binda kolefni í skógum og búa til vottaðar kolefniseiningar. Fram kemur að Skógarkolefni er valkvætt regluverk, þ.e. kröfusett sem lýtur að því að geta fullnægt alþjóðlegum kröfum um bestu starfshætti, ábyrgð, gagnsæi og opið ferli.

Í ljósi þessa veigamikla hlutverks er forvitnilegt að skoða þá leiðsögn sem veitt er til að stuðla að slíkar kröfur verði uppfylltar. Meginatriðin koma fram á nokkrum stöðum á skogarkolefni.is en þó fyrst og fremst í umfjöllun sem þar er undir hnappnum Um á yfirlitssíðum vefsins og ber heitið Spurt og svarað. Þar er fjallað um forsendur ábyrgrar skógræktar, en því miður fer sú greining um of inn á óvenjulegar brautir.

Þetta veldur því að efnistökin fá víða á sig blæ frjálslegra túlkana, fullyrðinga, afneitunar og mótsagnakenndrar hagsmunagæslu.

Hringborð þröngra hagsmuna

Ummælin í upphafi greinarinnar til stuðnings því að stafafura sé ekki ágeng eru tekin úr svari Skógarkolefnis við spurningunni; er skógrækt ekki ógn við líffræðilega fjölbreytni? Þar kemur fram skýr afneitun til stuðnings algildu sakleysi skógræktar. Röksemdafærslan er byggð á heildarfjölda tegunda og á sér enga stoð í viðurkenndum skilgreiningum á líffræðilega fjölbreytni.

Þessi nálgun við að svara grundvallarspurningum vekur áleitnar spurningar um tengsl gæða og hagsmunagæslu.

Geta fagstofnanir stjórnvalda tekið sér nær ótakmarkað rými til túlkana á stefnu og markmiðum sem þær eiga að fylgja? Hve vel stuðlar ofangreint spurt og svarað að ábyrgum starfsháttum í tengslum við skógrækt og kolefnisbindingu?

Í Nýja-Sjálandi hvöttu ríkisstofnanir til gróður- setningar stafafuru um áratuga skeið. Nú er hún á bannlista og talin eitt skæðasta „illgresið“ m.a. vegna áhrifa á landslag og lífríki. Þar er háum fjárhæðum varið til að uppræta villibarr utan skógræktarsvæða. Hér á landi voru barrtré, einkum stafafura, í afgerandi meirihluta gróðursettra plantna árið 2022 og væntanlega einnig 2023. Dreifing með sjálfsáningu blasir víða við, en kirfilega virðist slökkt á öllum varúðarljósum.

Það er margt sem þarf að gaumgæfa í tengslum við skógrækt í viðkvæmri náttúru Íslands og þar þarf víðtækt samstarf.

Margar þjóðir leita nú til Nýja-Sjálands um samstarf við mat á langtímaáhrifum innfluttra tegunda á þau vistkerfi sem fyrir eru og mögulegum leiðum til lausna. Slíkt samstarf væri áhugavert fyrir íslensk stjórnvöld.

Skylt efni: Skógrækt

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...